Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 14

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 14
 en einhverra hluta vegna logaði ekki á vitanum, sem átti að vísa okkur leiðina, svo að við gátum ekkert annað gert en að snúa bátnum upp í veðrið og biða átekta, þar til birti. En svona lagað kryddar heilmikið tilveruna og er alltaf skemmtilegt eftir á. Sirri er kennari að mennt og kennir í vetur 6 og 8 ára börnum í Digranesskóla í Kópavogi. Þetta er sjötta árið, sem hún kennir og 4. árið sem hún vinnur við bama- tímann. — Þarf ekki mikinn kjark til þess að koma fram í sjónvarpi í fyrsta skipti? — Ég var hræðilega taugaóstyrk fyrst, en nú er ég alveg komin yfir það. Annars bar þetta allt svo brátt að, þegar ég byrjaði. Við höfðum ekki nema rétt rúma viku til að undirbúa fyrsta þáttinn. En ég var spennt að sjá, hvemig ég „kæmi út”, og ég gleymi ekki fyrstu út- sendingunni þá var ég ásamt Her- manni Ragnari stödd hér og búin að smala saman báðum fjölskyldum okkar, og við biðum spennt eftir því að klukkan yrði sex. Og svo loksins þegar stundin rann upp, var sendur út rangur þáttur. Við byrjuðum nefnilega á því að taka upp tvo þætti í einu, og sá seinni var sendur út. Það uppgötvaðist eftir 10 mín- útur, og þá var sá rétti settur á spóluna. Ég man þó ekki lengur, hvað mér fannst um þáttinn sjálfan. — Ertu ekki orðin neitt leið á að sjá um þennan þátt? — Nei, ekki ennþá, enda gengur þetta betur hjá okkur með hverju árinu sem líður, og með reynslunni lærist alltaf eitthvað nýtt. — Hvað um Palla? — Ég er mjög hrifin af honum og held, að hann sé mjög heppilegur til þess að koma jákvæðum við- horfum inn hjá krökkunum. Við reynum að lauma inn áróðri með Palla, án þess að mikið beri á. En hann er voðalega dyntóttur og kemur mér oft á óvart, því að það kemur fyrir, að við bregðum aðeins út af textanum. — Ég man eftir þvi, að einu sinni fann Palli hatt í stúdíóinu og ákvað að hafa hann á sér. Ég sagðist ætla að spyrja hann, hvar hann hefði fundið þennan hatt, en hann sagðist ekki vilja segja mér hverju hann ætlaði að svara. Og svo sagði hann: Hvað! Ég er með engan hatt! Þá ætlaði ég alveg að springa úr hlátri. — Hvaða aðalreglum farið þið eftir við efnisval í Stundina? — í fyrsta lagi að sýna ekki myndir með texta, til þess að öll bömin geti skilið, hvað myndin fjallar um. Eg má þó til með að koma þeirri skoðun minni að, að mér finnst, að foreldrar ættu að fylgjast með barnatimanum og útskýra það fyrir krökkunum, sem þeir skilja ekki. Það hefur mikið félagslegt gildi fyrir þá. I öðru lagi forðumst við að sýna myndir, þar sem ofbeldi kemur fyrir, eins og í flestumþeim myndum, sem er boðið upp á í kvikmyndahúsum hér. Þar er dregin upp alröng mynd af raun- veruleikanum, t.d. þegar skotið er á söguhetjumar ogþær lemstraðar til ólífis, en rísa svo upp alheilar eins og ekkert hafi í skorist í næsta atriði. Margar bandarískar teiknimyndir eru þannig, og þar af leiðandi finnst okkur þær ekki koma til greina. Síðast en ekki síst, lítum við svo á, að efnið í Stundinni okkar megi ekki eingöngu vera skemmtiefni, heldur þannig að það skilji eitthvað eftir hjá bömunum. — Við fáum mörg bréf frá krökk- um, sem vilja tjá sig um Stundim og eins frá foreldmm, og það kemui greinilega fram í þeim, að yngstu krakkamir taka mjög nærri sér, ef eitthvað sorglegt gerist í mynd- unum. Ein myndin um hana Mysu, sem var ein söguhetjan í fyrravetur, endaði á því, að hún hafði týnt mömmu sinni. Nokkrir foreldrar skrifuðu okkur, að krakkarnir hefðu grátið af sorg, og það fannst okkur að megi helst ekki koma fyrir. Við höfum líka komist að því, að börn á vissum aldri em ákaflega hrædd við að vera skilin eftir, og reynum því að forðast að það komi fram. — Hvaðan fáið þið efni? — Við pöntum hluta af efninu gegnum pöntunarlista, og í fyrra fómm við til Prag til þess að viða að okkur efni. Tékkar framleiða mikið af skemmtilegu bamaefni, einkum teikningar. I þeim em aðalsögu- hetjumar oftast brúður eða dýr, og bömin finna mikla samkennd með þeim, það, kemur berlega í ljós í bréfunum. — Hvemig er afstaða bamanna gagnvart þér? — Eg get ekki almennilega gert mér grein fyrir því, en ég held, að þau séu hálffeimin við mig. Minir nemendur virðast bara líta á mig sem venjulega manneskju, en aðrir krakkar í skólanum hugsa fyrst og fremst um mig sem Sirrí í bama- 14 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.