Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 13

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 13
*q ekki vandamálin, VIÐTAL VIÐ SIGRÍÐI MARGRÉTI GUÐMUNDSDÖTTUR - SIRRl klúbbnum Ými i Kópavogi og siglum mikið bœði á kvöldin og um helgar, og tökum það fram yfir alla aðra skemmtun, sem okkur býðst. Það er bœði afslappandi og spenn- andi að veltast um í litlum báti úti á sjó og njóta náttúrunnar, enda ferðumst við mikið þannig. Við höfum m.a. siglt um Hvalfjörð- inn og komumst þá að því, að þar er náttúrufegurð mikil þrátt fyrir allt. ' Um hvítasunnuna fórum við í smó- siglingu til Viðeyjar, og þó að það hljómi ekki beint framandi, þó var það ævintýri út af fyrir sig. — Hafið þið ekki siglt yfir Atlantshafið lika? Nú leit Svavar upp úr siglinga- ritinu, sem hann hafði verið niður- sokkinn i. — Jú, meira að segja tvisvar. — Palli er voðalega dyntóttur og kemur mér oft á óvart. í fyrrasumar fórum við til Eng- lands til að kaupa seglbát, og eftir nokkra leit fundum við einn, sem okkur likaði. Það var i Wales. Eftir að við höfðum fengið hann afhentan sigldum við til Irlands, þaðan til Skotlands gegnum skipaskurði þar Yngri krakkarnir taka mjög nærri sér, ef eitthvað sorglegt gerist i — Það eru alltof mörg börn, sem varla þekkja feður sina, því að þeir eru nlltaf úti að vinna. og siðan norður eftir. Það er mjög gaman að sigla þama. Það er bæði fallegt og mikið af skemmtilegu fólki, sérstaklega í skosku hafnar- bæjunum. Sirrí: — Eftir að ég fór að ferðast ó sjó, finnst mér alltaf eins og að framhlið eða andlit staðanna mæti mér, þegar ég sigli inn höfn, því þar iðar allt af lífi. Þegar ég hins vegar kem á flugvöll í framandi landi, finnst mér eins og ég komi bak- dyramegin inn. — I þessari fyrstu ferð voru fjórir kunningjar okkar með, og var óneit- anlega mikill styrkur í þeim. Við vorum ægilega spennt, áður en við lögðum af stað yfir hafið, því að fjölmargir höfðu lýst fyrir okkur 30 metra háum öldum og stórsjó úti á rúmsjó, svo að við áttum von á öllu. En ferðin gekk eins og i sögu, og allt svona lagað fór alveg fram hjá okkur, sem betur fór. Líklega eru siglingar okkar yfir Atlantshafið litt það eftirminnilegasta og skemmtilegasta, sem við höfum gert um ævina. — En getur ekki verið hættulegt að sigla á opnum báti yfir hafið? Svavar: — Nei, ekki vitund. Svona bátum getur hreinlega ekki hvolft vegna botnþyngdarinnar. Auk þess á ekki að vera hætta ó ferðum, ef menn eru i öryggislínu og með björgunarvesti, enda gætt- um við þess öll að vera alltaf þannig búin alla leiðina. Við vorum líka vel ó verði gagnvart skipaferðum og skiptumst ó að vera á vöktum og stýrabátnum. — Síðari ferðina fórum við í júlí í sumar. Þá sigldum við Sirri III, en svo heitir báturinn frá Vestmanna- eyjum til Færeyja, Shetlandseyja og Orkneyja og þaðan til Skotlands ásamt þremur kunningjum. Sú ferð gekk líka stórslysalaust, þrátt fyrir að við vorum óheppin með veður. Hún var líka erfiðari en sú fyrri. Sirrí: — Já, og ævintýralegri líka. Ég man t.d. alltaf eftir því, þegar við sluppum framhjá rúss- neska flutningaskipinu. Til þess að koma í veg fyrir, að það lenti hrein- lega á bátnum, þurftum við að víkja, svo að okkur fannst skipið stefna á okkur. En það slapp fram hjá sem betur fór. Annars var mesta hræðslan fólgin i þegar við uppgötvuðum stuttu seinna fyrir algera tilviljun, að frá stýrishúsi i svona stórum skipum er svokallað blint sjónarhorn, svo að rétt eins gat verið, að stýrimaðurinn hafi ekki orðið bátsins var. — Svo lentum við í ofsaroki frá Orkneyjum til Skotlands og börð- umst lengi við veðrið fyrir Wroth- höfðann, áður en okkur tókst að komast fyrir hann. Áður höfðum við lent í vandræðum við eyjarnar. Við sigldum að þeim að næturlagi, 48.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.