Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 30
Jimmy, ellefu ára gamall bróðir
minn, kom hlaupandi inn i borðstof-
una, þar sem ég var að ljúka við
morgunmatinn minn, og breiddi úr
íþróttasíðu morgunblaðsins fyrir
framan mig.
,,Sjáðu þetta, Carol,” sagði hann
æstur. ,,Bryn Wilson er að gifta sig
í dag! Hvers vegna sagðirðu mér
það ekki?”
Andartak starði ég skilningslaus
á hann. Bryn — að gifta sig?
Hvað í ósköpunum var Jimmy að
tala um? Nú, ég var með Bryn
síðastliðinn sunnudag...við fórum
upp i Tarleton kastalann. Og á
eftir... Ég fann að ég roðnaði,
og eins og alltaf þegar mér varð
hugsað til Bryns, fann ég sælu-
strauma hríslast um mig.
„Hvaða vitleysa, þér hefur mis-
sýnst,” byrjaði ég. En ég leit samt
á blaðið, og þegar ég sá fyrirsögn-
ina, sem blasti við mér, brá mér
heldur en ekki í brún.
FÖTBOLTAHETJ AN FREST-
AR BRÚÐKAUPSFERÐINNI, las
ég. BRYN WILSON SEM LEIK-
UR MEÐ CROXLEY LJÖNUN-
UM, GENGUR í ÞAÐ HEILAGA
í DAG. ÞAÐ MUN SAMT ENGIN
ÁHRIF HAFA Á HINN MIKIL-
VÆGA LEIK CROXLEY LJÖN-
ANNA GEGN WICKHAM ST.
MARY’S SÍÐAR I DAG. ,,ÉG
VERÐ MÆTTUR TIL LEIKS Á
RÉTTUM TÍMA,” SAGÐI WIL-
SON VIÐ FRÉTTAMANN
BLAÐSINS. „KONAN MlN TIL-
VONANDI SKILUR, AÐ MEÐ
ÞVÍ AÐ GIFTAST MÉR, GIFT-
IST HÚN FÖTBOLTANUM UM
LEIÐ.”
„Jæja,” sagði Jimmy sigri hrós-
andi, „trúirðu mér nú?” Ég kinkaði
kolli en gat engu svarað. Ég var
gráti nær af vonbrigðum. Hvemig
gat Bryn svikið mig á þennan hátt?
Hvemig gat hann? hugsaði ég
örvæntingarfull. Að vísu höfðum
við aðeins þekkst í fáeinar stuttar
vikur, en frá því að ég hitti Bryn
fyrst, vissi ég að ég hafði aldrei hitt
neinn sem hafði jafn mikil áhrif á
mig og hann. Og ég hafði haldið að
það væri gagnkvæmt! Skepnan þín,
Bryn Wilson! hugsaði ég. Falska,
svikula kvikindið þitt! En samt
vissi ég, að ég myndi ekki geta
sætt mig við þá tilhugsun að eiga
aldrei eftir að sjá Bryn aftur, finna
sterka handleggi hans utan um mig,
eða hlýjar varir hans við mínar.
Gegn vilja mínum varð mér
hugsað til þess þegar við hittumst
fyrst, á hótelinu þar sem ég vann.
Ég hefði trúlega aldrei hitt Bryn
ef Jimmy bróðir hefði ekki verið
svona vitlaus i fótbolta. Auðvitað
vissi ég að „Croxley ljónin” höfðu
pantað herbergi á hótelinu um helg-
ina. Ég hafði engan áhuga á því,
kveið aðeins allri vinnunni, sem ég
vissi að þeim myndi fylgja.
„Ég vona bara, að þeir leggi ekki
anddyrið í rúst, eða fari að kyrja
klámvísur um miðjar nætur!” sagði
ég við Shirley Kelston, sem vann
með mér í gestamóttökunni.
„Jæja, láttu þá bara ekki plata
þig í fatapóker meðan þú ert á
vakt”, sagði hún stríðnislega.
„Ef einhver þeirra verður með
læti, þá kalla ég á hótelstjórann —
eða lögregluna”, sagði ég ókveðin.
Ég var að segja mömmu frá þessu
samtali okkar daginn eftir, þegar ég
tók eftir, að Jimmy hafði lagt frá
sér skólabækurnar og hlustaði með
sperrt eyrun.
„Verða Croxley ljónin virkilega á
þínu hóteli?” spurði hann ákafur.
„Þú færð þá að sjá þá í raun og
veru?”
„Ég veit ekkert um það. Þeir
skrifa sig inn hjá mér, og ég býst
við að sjá þó á hótelinu,” sagði ég.
„En þá hlýturðu að sjá Bryn
Wilson!” stundi Jimmy eins og dá-
leiddur.
„Hver er Bryn Wilson?” spurði
ég-
„Veistu það ekki?” Jimmy var
greinilega hneykslaður. „Hann er
einn af frægustu fótboltahetjum
landsins, það er nú bara það. Þú
hlýtur að hafa heyrt um hann!”
Mamma og ég litum hvor á aðra
og kímdum.
„Heldurðu að þú gætir fengið
eiginhandaráritun hjá honum fyrir
30 VIKAN 48. TBL.