Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 22

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 22
skaust inn í umferðina og stefndi í vesturátt. ,,En hvernig vissi hann það?” sagði Franz upphátt við sjálfan sig. Hvemig vissi ameríkaninn að þeir hefðu farið í vestur? Og þvi skyldi eftirlýstur maður elta lögregluna? Franz stóð þarna og studdi hönd- unum á mjaðmir sér og hleypti brúnum um leið og Mercedesbíllinn hvarf úr augsýn. En þetta kemur mér svo sem ekkert við, hugsaði hann. Þetta eru allt saman kolvit- lausir menn, þessir útlendingar, og nær engri átt hvemig þeir hegða sér. En þú snerir þig laglega út úr þessu, elskulegi Franz. Hingað koma engir lögreglumenn að snuðra i kringum bílageymsluna eða heima. Ekki í þetta sinn. Engar spurningar, engin húsrannsókn. Og nágrannarnir fara ekki að pískra sín i milli og þú ert laus við þá tilfinningu að með þér sé fylgst. En eitt verðurðu að gera og það snarlega. Það er að fjarlægja byss- umar og sprengiefnið úr kjallaran- um. Vinir þínir geta falið þetta á einhverjum öðmm stað. Segðu þeim það í kvöld, þegar þú hittir þá á dansleiknum. Segðuþessumofstæk- ismönnum að láta þig i friði. I þetta sinn mundu þeir hlusta. Nú hefurðu góða og gilda ástæðu til þess að losa þig við þá. Volkswagen stansaði við bensín- dæluna. „Fimmtán lítra og það fljótt.” Franz Hartmann brosti innilega og i andliti hans rikti sama heiðríkjan og á himninum fyrir ofan hann. Já, hugsaði hann glaður i bragði, nú hefurðu pottþétta afsök- un. Þeir munu ekki lengur ógna þér eða kalla þig raggeit. Þegar vinir þínir snúa sér að stjórnmádum em þeir búnir að gera líf þitt að heitasta helvíti óður en þú veist af. ,,Hæ, Willi,” kallaði hann yfir götuna, „segðu systurþinni að vera tilbúin klukkan átta. Við ætlum á dansleik í kvöld. Ef til vill, hugsaði hann og kímdi, ef til vill á ég að vera ameríkananum þakklátur. Hann blistraði og ímyndaði sér að hann væri að dansa hraðan polka. David yfirgaf Merano. Að baki vom síðustu fjölförnu götur bæjar- ins og reiði hans fjaraði út um leið og umferðartafimar urðu minni. Hugsun hans varð aftur skýr og minnti á beina þjóðveginn fram- undan. Hann þurfti ekki lengur að stríða við manndrápsbeygjur og krókaleiðir, sem hann hafði farið til þess að vera viss um að hvíti Fíatinn elti hann ekki. Framhald í næsta blaði. skattholum, kommóðum, skrifborðum og svefnbekkjum Lítið við og gerið góð kaup! Húsgag i íaveish n 1 Reykjav íkur BRAUTARHOLTI 2 SIMI 11Q40 Myndrænar veggfóðursmyndir sem gera skemmtilega breytingu á heimilinu, rúmlega 4 metra breiðar, full lofthæð. ^ Æ ^ Einnig fjöldi mynda á innihurðir. Skemmtileg nýjung. (VvtaCc^Uuw Grensásvegi 11 — sími 83500. Bankastræti 7 — sími 11496. Skemmtileg nýjung 22 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.