Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 21

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 21
Þetta er annað og meira en leit að vini. Ef til vill lögreglan á ferðinni. Ég œtla svo sannarlega ekki að láta flækja mér í neitt þess háttar. Þeir eru þó ekki úr itölsku lögreglunni, en það er náin samvinna milli lögreglu hinna ýmsu landa. Ef þeir kvarta undan mér við italina, þá sé ég mína sæng útbreidda. „Grænn Mercedes?” sagði hann. „Já, það voru einmitt mín-orð.” Manninum tókst jafnvel að gera itölskuna kalda og fráhrindandi. „ökumaðurinn og ameríkani. Ljóshærð kona er i fylgd með honum.” Maðurinn leit dökkum rannsak- andi augum ó Franz, en hinn gekk hratt inn í bílageymsluna og það kom illa við hann. „Ameríkani?” sagði hann. „Já, hann var hér.” „Hann er hér,” kallaði ljóshærði maðurinn. „Eða að minnsta kosti bíllinn hans.” Vinur hans fór inn í bílageymsl- una og Franz elti hann. En þeir hreyfðu ekki við bílnum, skoðuðu aðeins skrásetningarnúmerið. Sá ljóshærði steig eitt skref i áttina að Franz, en hinn stöðvaði hann og spurði síðan hranalega. „Hvar er ameríkaninn?” „Ekki hér.” „En hvar þá?” „Hann skrapp í bæinn.” „Ásamt konunni?” „Nei.” „Hvar er hún þó?” „Hún er farin ásamt vinkonu sinni,” sagði Franz og honum létti. „Hvenær?” „Fyrir tíu eða fimmtán mínútum síðan.” Hann var feginn að þurfa ekki að minnast á herbergið við þá. Móðir hans myndi hafa fengið slag, ef þessir tveir menn hefðu allt í einu birst. Meira að segja hann sjálfur var hálfsmeykur við þennan stóra rum. Auk þess hefðu þeir verið visir til þess að gera húsrannskókn. Franz fann að kaldur sviti spratt fram á enni hans. „Á hvernig bíl voru þær?” „Gulbrúnum Ford, skrásettum hér í Meran. Þær voru á leið suður til Bozen.” „Suður? Sá er góður, og þær óku í vestur?” „Já. En það var vegna þess að hún vildi forðast umferðina...” Mennirnir tveir hlógu og gengu siðan út. En hvað um amerikanann, hugs- aði Franz, ætluðu þeir ekki að bíða hans? Þeir virtust hafa misst allan áhuga á honum og Franz horfði á eftir þeim aka í vesturátt. Hann stóð enn í sömu sporum og var að reyna að fá einhvern botn í þetta allt saman, þegar Willi kom og skilaði skiptilyklinum. „Er eitt- hvað að”, sagði hann. Franz hristi höfuðið, en sagði ekki orð. Hann var eklti enn búinn að jafna sig þegar David kom aftur í bílageymsluna. Hann rétti honum reikninginn og sagði ekki meira en hann nauðsynlega þurfti. „Þær eru farnar og tóku farangur yðar með sér. Þær ætluðu til Bozen.” David athugaði reikninginn. Hann var vandlega gerður og stemmdi upp á eyri. Aukagreiðslan fyrir bensinið á bíl Jos var sennilega lika laukrétt. Þess utan yrði þetta allt saman greitt af sameiginlegum reikningi, hugsaði hann. Hann reyndi að gera að gamni sinu í sambandi við menn, sem voru skildir eftir til þess að borga brúsann, en fékk engar undirtektir. Hvers vegna er Franz svona afund- inn, hugsaði hann. „Ég varð þvi miður að flýta mér. vildi ná i þessar höfuðverkjatöflur áður en þrumu- veðrið skylli á. En svo varð ekki neitt úr neinu.” „Nei.” Franz einbeitti sér að því að gefa til baka. Þetta var heilmikil flugeldasýn- ing. Fóru stúlkurnar á meðan á þvi stóð?” „Skömmu síðar.” Franz taldi aftur skiptimyntina og í þetta sinn í lófa Davids. „Er eitthvað að?” David stakk skiptimyntinni i vasann. Franz var með of opinskátt andlit til þess að geta leynt áhyggjum sínum. Eitt- hvað er að, hugsaði David og reyndi aftur. „Var ekki allt i lagi með konurnar? Þeim hefur ekkert seinkað?” „Nei,” sagði Franz og gekk að litlu borði. Þetta borð var skrifstof- an hans. Fari þetta fjandans til, hugsaði David, er hann steig upp i Merce- desbilinn. Þegar hann var á leið út stansaði hann rétt hjá borðinu. „Þakka yður fyrir,” sagði hann og reyndi að vera vingjarnlegur. „Næst munum við...” „Næst munuð þér ekki koma hingað. Við sækjumst ekkieftirfólki af yðar tagi.” David drap á bílnum. „Og hvaða tegund er það?” „Sú manngerð sem veldur okkur vandræðum.” David reyndi að stilla skap sitt. „Hvers konar vandræði?” Franz leit um öxl sér til þess að ganga úr skugga um að Willi væri hvegi nálægur. „Tveir óeinkennis- klæddir lögreglumenn komu hingað.” Milan og Jan? David varð alvar- legur á svipinn og sagði. „Var annar þeirra dökkur, en hinn ívið stærri og með ljóst hár?” Franz starði fýrst á hann en kinkaði þvínæst kolli. Já, þetta voru hugsanlega þeir Milan og Jan. Þeir höfðu þá verið að leita að græna Mercedesbilnum. David andaði djúpt. „Hvað um Fordinn. Sögðuð þér þeim...” „Þeir sáu hann ekki,” sagði Franz fljótmæltur og gekk út á götuna. „En sögðuð þér þeim frá hon- um?” kallaði David á eftir honum. Já, hugsaði David, hann hefur sagt þeim það, en vill ekki viður- kenna það. En ég fæ hann ekki til að segja fleira. Þó reyndi hann aftur er hann hafði ekið út úr bílageymsl- unni. ,,Á hvernig bíl voru þessir tveir menn?” spurði hann um leið og hann var kominn til móts við Franz. Ákafinn i rödd Davids varð til þess að Franz svaraði honum. „Þeir voru á hvitum Fíatbil." En svo tók hann eftir kvíða og örvæntingu í augnaráði Davids og bætti þess 'vegna við. „Þeir vildu ekki bíða eftir yður. Þeir fóru..." Mercedesbillinn beygði til hægri, xi'.m mtr ■ ' m\ m\ V- i 1, , J K m ifrt ALLT- NEMA TEPPIÐ FUÚGANDI I teppadeild JL-hússins finniö þér mesta teppaúrval á landinu - hverskonar teppi í öllum verðflokkum. Verð kr. 1180.- tíl kr. 13.000.- m2 I leiðinni getið þér litið inn i stærstu húsgagnaverslun landsins. Og það kostar ekkert að skoða. koða. mm mm am Jón Loftsson hf. /A A A A A A Hringbraut 121 Sími 10600 48. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.