Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 4

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 4
Unglingasnyrting frá Coty Á hreina húðina er borið Avocado rakakrem, þvi nœst Sunahimmer, sem er litað dagkrem, það mé einnig nota á arma, bringu og bak til að fá brúnan lit. Á augnalok eru hafðir nýir augnskuggar, sem heita Teak og Golden bisque. Undir augun, frá miðju auga út í ytri augnkrók er notaður bleikur augnskuggi, sem heitir China Rose. Augnhvarmarnir eru litaðir með brúnu Eye liner. Notaður er svartur Air spun automatic mascari, sem er mjög vinsæll meðal unglinga. Kinnaliturinn er Air spun Creme blush og heitir Russet. Hann er einnig settur svolítið á hökuna og milli augna. Augabrúnir eru skýrðar með brúnum eyebrow — eye liner pencil. Á varirnar er borið litlaust gloss, sem inniheldur næringu fyrir varirnar, þar yfir er settur nýr litur frá Coty, sem heitir Bittersweet brown. Að sjálfsögðu ilmar unga stúlkan af Smitty’s, nýja ilminum frá Coty. Kvöldsnyrting frá Coty Á hreina húð dömunnar er borið Equatone rakakrem, nema á hálsinn er borið Throat stick (hálskrem) og kringum augun er borið Equatone eye wrinkle stick (augnkrem). Siðan er notað Compact creme make up, sem heitir Peach petal, en það inniheldur næringu. Make-ið er borið á með svamp kvasta, sem tryggir jafna og fallega áferð. Ljósara make up er sett undir augun og þar sem skuggar eru i andlitinu. Púðrað er yfir með lausu púðri, sem heitir Glowing finish no 2. Augnskuggar eru Powder shine. Á augnlok er settur litur, sem heitir Heather 05 og er lillarauður. Upp að augabrún er notaður ljósbeige no. 09 milli skuggi Sable brown. Undir augu er hafður augnskuggi no 15, sem heitir Tourmalin. Augnhvarmarnir eru litaðir með bláum Eye liner. Notaður er svartur mascari, sem inniheldur næringu. Augabrúnir eru skýrðar með brúnum blýanti. Á kinnarnar er notaður Bare blusher kinnalitur og liturinn er rose. Andlitið er skyggt með lit, sem heitir Terracotta. Varaliturinn er nýr og heitir Mandarine ruby. Glært gloss er sett yfir. Daman notar auðvitað nýja ilminn frá Coty, sem heitir Complice. Hérna höfum við svo mynd af snyrtisérfræðingunum sjátfum, þeim Ingu Magnúsdóttur, Guð- rúnu Ingólfsdóttur, sem er eig- andi verstunarinnar, og Sigríði Þorsteinsdóttur. Enginn er svik- inn af því að líta inn til þeirra í snyrtivöruverslunina Clöru, Bankastræti 8, því þar færðu sérstaklega góða þjónustu og vandvirkni í starfi og er það ekki einmitt það sem við leitum aðP Blái fuglinn brá sér í snyrtivöru- verslunina Clöru, Bankastræti 8, til að fá sér sitt af hvoru tagi til snyrtingar, því auðvitað þurfa fuglar að fylgjast vel með á því sviðisemöðrum. Flestarerum við nú með þeim ósköpum fæddar að vilja líta sem best út og við erum heppnar að geta bætt sköpunar- verkið með aðstoð hinna ýmsu snyrtivara. Sá blái verður víst að viðurkenna, að hann er vægast sagt talsvert ,,svag" fyrir snyrti- vörum og reyndar náttkjólum og nærfatnaði líka. Hugsið ykkur bara snyrtiborðið fullt af krukk- um og krúsum með snyrtivörum og hillurnar í klæðaskápnum fullar af mjúkum og litfögrum náttkjólum og nærfatnaði. Ég get bara sagt ykkur, að þegar ÁSTIN MÍN verður „milli" (en það verður hann víst örugglega ekki með mig sér við hlið, ég er nefnilega dálítil ,,kló" sem sé eyðslukló, segir hann), þá verður það fyrsta sem ég geri að kaupa snyrtivörur, náttkjóla og nær- fatnað í hrúgum... Svo ég komi mér nú að efninu, þá var nú meiningin að sýna ykkur vel snyrtar dömur. Þær Guðrún Ingólfsdóttir, Inga Kjart- ansdóttir og Sigríður Þorsteins- dóttir í snyrtivöruversluninni Clöru, voru svo elskulegar að taka að sér þessar snyrtingar, sem við sjáum hér á síðum Bláa fuglsins. Hér er um að ræða bæði dag- og kvöldsnyrtingar. Ennfremur eru dömurnar snyrt- ar með mismunandi snyrtivöru- tegundum. En látum nú mynd- irnar tala.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.