Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 18

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 18
ferð í beygjur, I lausamöl á afturendinn það til að dingla svolítið til. Ef bílnum er gefiö inn í kröppum beygjum, svo hann haldi sér á framdrifinu, á það ekki að koma að sök. Á slæmum og holóttum malar- vegum er Golfinn skemmtilegur, og finnst lítið fyrir því, þótt keyrt sé hratt á slæmum vegi! í bæjar- akstri er Golfinn léttur og lipur. Þegar ég prófaði Golfinn, var hann á radial dekkjum, en eins og flestir vita eru þau leiðinleg á malarvegum. Hekla, sem hefur umboð fyrir VW, hefur lika umboð fyrir Good Year dekk, svo ég bað um, að sett yrðu undir bilinn snjódekk, ónegld. Dekkin sem ég fékk voru Good Year Ultra grip m.s. Og mikill var munurinn, þegar komið var út á mölina. Nú var allt annað að keyra bilinn á malarvegi. Útkoman af þessum reynslu- akstri var sú, að ég var ánægður með-bilinn, en verðiö er 1 milljón og 900 þúsund. . ARFTAKINN? ERHANN framhjóladrifi, sem gerir það aö verkum að hann liggur mjög vel á vegi. Þó er afturendinn á honum dálftið laus, ef keyrt er á mikilli Margir hafa eflaust tekið eftir því, að Volswagen verksmiöjurn- ar eru farnar að breyta um stíl. Gamla góða VW-Bjallan er af mestu dottin út úr framleiöslu, en nýjar gerðir teknar við. Enn þá eru þó framleiddar 1200 I gerðin af Bjöllunni og 1303 með blæju. Ein af þeim gerðum, sem tekió hafa' við af Bjöllunni svokölluðu, er VW Golf. VW-Bjallan og Golf- inn eiga varla annað sameiginlegt en VW merkið og að vera fram- leidd i sömu verksmiðju. Golfinn er með vélina frammi (, og er hún þversum. Flestir bílar, sem hafa vélin þversum frammi í, eru mjög þröngir undir vélarhlíf- inni og vont að komast að ýmsum 18 VIKAN 48. TBt. hlutum þar, en i Golfinum er nóg pláss og auðvelt að komast að öllu. Vélin er 50 hestöfl, og þau skila sér alveg með ágætum. Drifið er á framhjólunum, sem gerir bilinn ennþá skemmtilegri I akstri. Diskabremsur eru að fram- an, en skálabremsur aö aftan. Mælaborðiö er stílhreint og mæl- arnir góðir til aflestrar. Auðvelt er að ná í öll stjórntæki, og þeim er haganlega fyrir komið. Stýrið er Iftið, leöurlíkisklætt og svarar mjög vel. Innréttingin er smekkleg, en látlaus. Sætin eru frekar hörð, en þó ekki þreytandi á stuttri keyrslu. Ef viö svo snúum okkur að akstureiginleikum Golfsins, þá er hann eins og áður sagöi með

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.