Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 17

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 17
Sitohpobia: hræðsla við að borða. Toxophobia: hræðsla við eitur eða eitrun. Margir þjást líka af phobophobiu en það þýðir, að þeir séu blátt áfram hræddir um að þeir verði hræddir. Hvernig verður phobia eiginlega til? Hvað er hægt að gera til þess að losna við svona lagað? HVERNIG VERÐUR PHOBIA TIL? Sálfræðingar og geðlæknar .skipta phobium yfirleitt í tvo flokka. Þeir tala um áunnar phobi- ur og dramatískar phobiur, sem verða til við einhvern sérstakan áhrifamikinn atburð. Sem dæmi getum við tekið barn, sem stöðugt heyrir móður sína tala um, hvað kettir séu viðbjóðslegir. Móðirin er þó sennilega hrædd við ketti og getur með þessu haft þau áhrif ó barnið, að það fái sömu tilfinningu þ.e. ailurophobiu í þessu tilfelli. Mjög fljótlega sýnir barnið hræðslumerki, þegar það sér kött, eða jafnvel ef það heyrir talað um ketti. Við skulum taka annað dæmi. Móðir baðar lítið barn sitt i baðkeri. Barnið er ef tii vill ærslafullt, og móðirin missir tökin á því, svo að höfuð þess fer á kaf i vatnið. Barnið verður auðvitað skelfingu lostið, þótt þetta gerist á andartaki. Þetta getur siðan grópast í huga barnsins og orðið að sjúklegri hræðslu, svo- kallaðri aquaphobiu (vatnshræðslu) Foreldrar hafa því möguleika á að koma í veg fyrir slíkar phobiur hjá börnum sinum, ef þeir fylgjast vel með uppvexti þeirra. Með skynsam- legum aðferðum má venja börn við alla hluti, t.d. ketti og vatn. Það má byrja á þvi að sýna barninu myndir af köttum og eins af börn- um, sem leika sér i vatni. Hins vegar verður að gæta þess að fara varlega til þess að valda ekki áfalli, og aldrei má t.d. kasta vatns- hræddu barni út í vatn. ÞAÐ SEM HELST ER TIL RÁÐA Fullorðið fólk, og í stöku tilfelli börn, getur þurft á sálfræðilegri meðhöndlun að halda. Margir vilja þó alls ekki viðurkenna, að phobiur valdi þeim erfiðleikum, því að menn eru hræddir um, að einhverjir hlæi að þeim, hæði þá eða umgangist þó eins og geðsjúklinga. Það er því oftast hljótt um þessi mál. Til eru húsmæður, sem eru haldnar svo slæmri agoraphobiu (hræðslu á bersvæði), að þær geta varla farið út til þess að versla. I sumum tilfellum læðast þær meðfram húsveggjum, og ef þær koma að gatnamótum eða opnu torgi verða þær alveg miður sín. Það er ekkert til, sem heitir skynsemi í slíkum tilvikum. Að visu eru ekki allir sammála því, en viðbrögð fólks leiða það samt i ljós. Besta meðhöndlun í tilfellum sem þessum er stigvaxandi aðlögun og þá oftast undir sálfræðilegri hand- lejðslu. Sjúklingurinn, ef sjúkling skyldi kalla, skynjar þá smátt og smátt, að hræðslan (phobian) sem hann er haldinn, er engan veginn ósigrandi. Undir slikri handleiðslu læra menn líka að taka lífinu með ró. Viðkomandi ræður þá einnig sjálfur, hversu hratt er farið eftir aðlögunarþrepunum. Það er líka hægt að meðhöndla nokkra sjúklinga saman í hóp. Þeir eru þá látnir komast í nána snert- ingu við þá hluti eða aðstæður, sem þeir hræðast, og síðan er eðli þeirra útskýrt fyrir þeim. í einstaka tilfellum geta sálfræð- ingar og geðlæknar gengið svo langt að þröngva sjúklingnum til þess að horfast í augu við sína phobiu. En þessi tegund lækninga er mjög áhættusöm og því lítið notuð nema í slæmum tilfellum. En auðviiað er hægt að lækna fólk á fleiri vegu. T.d. ætti fólk, sem ekki er haldið neinni phobiu alltaf að sýna skilning á vandamálum annarra. Það hlýtur að vera erfitt að hlusta sí og æ á orð eins og sál- sýki og móðursýki, ef maður er haldinn einhverri phobiu. Slikt fólk reynir líka alltof oft að leysa vandamál sín með taugatöflum, áfengi eða eiturlyfjum. Phobia á ekkert skylt við brjál- æði eða geðklofa. Þetta er bara sérstök tilfinning, sem brýst fram í ótta. Adrenalin streymir út í blóðið og smáæðarnar þrengjast. Maður stirðnar upp, fölnar og skelfur af ótta. Allur hugsanagangurinn snýst um þennan ótta, og hjartað berst i brjósti manns. Hver getur þegar svona stendur á, bara verið rólegur? * VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI AÐALSKRIFSTOFA REYKJALUNDI, Mosfellssveit - Sími 91-66200 SKRIFSTOFA í REYKJAVÍK, Bræðraborgarstig 9 - Sími 22150 REYKJALUNDUR EFÞAÐ VANTAfí í sumarbústaS, sveitina, bæinn — eru það plaströrin frá Reykjalundi, sem nú eru notuð. Létt, sterk og sveigjanleg rör. Öruggar og auð- veldar tengingar. Leggja má hundruð metra án tenginga. Þola högg og hnjask — lítil hætta á skemmdum þó vatnið frjósi. Ónæm fyrir áhrifum vatns, lofts og jarðvegs. Framleidd úr Hostalen, frægu þýzku plastefni, sem notað er í leiðslur um allan heim. Fylgist með tækninýjungum — leitið nánari upplýsinga. VATN jPVS5|TT u" wosriljj-. "íie/W FBi HÖCHSLiS>

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.