Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 34

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 34
„Bryn? — þetta er ekki Bryn Wilson, Carol!”, sagði Jiramy fyrir aftan mig. „Auðvitað erþað hann”! sagði ég geðvonskulega. — En mér brá, þegar ég leit aftur á Bryn. Það var eitthvað í svip hans... — „Það er satt Carol,” sagði Bryn lágt. „Ég er hræddur um, að ég sé ekki réttur maður.” „Ekki réttur maður?” endurtók ég vantrúuð. — „En ef þú ert ekki Bryn, hver ertu þá?! ” „Ég heiti Barry, ekki Bryn. Reyndar er Bryn Wilson bróðir minn,” bættir hann við. „Ég skil þetta ekki! Þú sagðist vera Bryn!” sagði ég ásakandi. „Nei, þú sagðir að ég væri Bryn.” Hann brosti, þessu sama töfrandi brosi, en samt sá ég, að hann var mjög taugaóstyrkur. „Þú fórst mannavilt, Carol, um kvöldið, þegar þú baðst um eiginhandaráritun. Bryn stóð við hliðina á mér, og þér hefur sýnst það vera ég, sem Frank Mahoney benti á. Nú hinir fóru að hlæja, en þú varst svo vandræðaleg að ég hélt að ég gerði bara illt verra, ef ég segði þér, að ég væri ekki Bryn. Þess vegna tók ég bókina til að skrifa i hana seinna. „Var þá eiginhandaráritunin föls- uð?” spurði Jimmy, þar sem hann stóð ennþá í dyrunum. „Jimmy, komdu þér inn, eins og skot,” sagði ég reiðilega, en Bryn — sem nú hét Barry, brosti: „Nei, áritunin er ekta, hafðu engar áhyggjur af því. Bryn skrifaði hana, þegar við komum upp á herbergið, og ég fór með bókina aftur til systur þinnar daginn eftir.” — Hann sneri sér aftur að mér. — „Það virtist ekki skipta neinu máli þá,” sagði hann. „Auðvitað fannst strákunum þetta óskaplega fyndið, — og ég verð að viðurkenna, að í fyrstu fannst mér það lika. En það var fyndni, sem ég missti stjórnina á.” „En af hverju sagðirðu mér ekki, að þú værir ekki Bryn?” spurði ég. „Þú hafðir oft tækifæri til þess fjárinn hafi það.” ,,Ég býst við því, en það var ekki svo auðvelt,” sagði Barry. , I fyrsta lagi bjóst ég varla við, að þú hefðir neinn áhuga á mér, ef þú vissir. að ég væri ekki sú fræga stjarna, sem þú hélst að ég væri.” „Bölvuð vitleysa!?” sagði ég með þvkkju. „Nú, þú varst alltaf að tala um, að ég væri fótboltahetja og hvað ég væri frægur og allt það, og ég ímyndaði mér, að það gerði mig eitthvað spennandi í þínum augum. Auk þess er ég vanur því að Bryn sé umkringdur af kvenfólki. Þú getur sagt hvað sem þú vilt, en það kemur sér vel á því sviði að vera frægur. Svo að ég hugsaði mér að notfæra mér það í þetta sinn og finna, hvernig það væri að vera Bryn. Ég hélt, að það skipti ekki máli, skilurðu? Ég hélt, að ég myndi ekki hitta þig aftur, eftir að við fórum frá Haverley. Og svo...” „Já?” sagði ég. „Ég gerði mér ljóst, að ég þráði að hitta þig aftur,” sagð Barry. „Þú hafðir heimilisfangið mitt, en ég vildi ekki, að þú kæmist að þvi á þann hátt, að ég er ekki Bryn. Svo að ég ákvað að segja þér það næst þegar ég hitti þig. Og þess vegna ákvað ég að koma síðasta sunnu- dag.” „En þú sagðir mér það ekki þá..." byrjaði ég. En þá mundi ég, að hann hafði nokkrum sinnum verið að því kominn að segja mér eitthvað. Ég hafði imyndað mér, að hann ætlaði að segja mér, að hann væri trúlofaður, en nú skildi ég allt. Þá hafði hann ætlað að segja mér, að hann væri ekki Bryn Wilson. „En í hvert skipti, sem ég reyndi, varð alltaf eitthvað til að trufla mig,” hélt Bryn áfram. „Fyrst rigningin, og svo þetta fjárans fólk — og þegar ég keyrði þig heim á Royan, varstu þotin inn áður en ég gat sagt neitt. „Þá fór ég fyrst að hafa verulegar áhyggjur af þessu,” sagði hann og brosti vandræðalega. „Það leit út fyrir, að ég sæti uppi með Bryn til frambúðar. — Svo þegar ég sá greinina um giftingu hans í blöðun- um i dag, gat ég svo sem ímyndað mér, hvað þú héldir...” „Já, einmitt,” sagði ég. „Sjáðu til — mér finnst þetta mjög leiðinlegt, Carol,” sagði Barry. „Fyrirgefðu, að ég blekkti þig, og fyrirgefðu að ég skuli ekki vera Bryn. En ég myndi gjarnan vilja fara út með þér aftur, ef þú vilt fyrirgefa mér...” Fyrirgefa honum! Ég vissi varla, hvort ég var að koma eða fara, ég bara sveif i sæluvímu. Bryn eða Barry, hvaða máli skipti, hvað hann hét? Hann var raunverulegur, hann var kominn og hann þráði mig, — annað skipti ekki máli. „Jimmy, heyrðirðu ekki, að ég bað þig að fara aftur inn?” sagði ég ströng. „Ég skal reyna að sjá til þess að þú fáir að hitta Bryn, ef þú ferð inn núna” bætti Barry við. „Geturðu það?” spurði Jimmy himinlifandi og hljóp inn. „Carol...” sagði Barry um leið og hurðin skelltist á eftir Jimmy. Og áður en ég vissi, var ég komin í faðm hans. „Finnst þér mjög leiðinlegt, að ég skuli ekki vera Bryn?” spurði hann um leið og við losuðum faðmlögin og litum skömmustulega i áttina að eldhús- dyrunum. Ég hristi höfuðið, en svaraði ekki. Hvernig gat ég sagt honum, að ég myndi hafa elsk- að hann, hver sem hann væri, og að ég skyldi ruglast á honum og Bryn væri mesta gæfa, sem mig hefði hent um ævina?” „Mér finnst ég ætti að bjóða þér út í kvöld Carol,” sagði hann loks. „Svona rétt til að kynna mig, þú skilur.” Ég brosti, ljómandi af hamingju. „Ójá, ég skil,” sagði ég. Og það gerði ég svo sannarlega! ENDIR m $ m m m •• ;•• :•• Bjarni Jónsson hefur teiknað fyrir okkur myndir af litla jólasveinastráknum, sem hlakkar svo mikið til jólanna, að hann getur naumast beðið þeirra. Jólasveinastrákar eru nefnilega rétt eins og aðrir krakkar, þegar allt kemur til alls. Getraunin er í fjórum blöðum, og í hverju blaði birtast tvær myndir, sem í fljótu bragði virðast nákvæmlega eins, en ef grannt er skoðað, kemur í Ijós, að inn á aðra myndina vantar fimm atriði. Getraunin er í því fólgin aö finna þessi fimm atriði og skrifa heiti þeirra á getraunaseðilinn, sem er hér á opnunni. Síðasti hluti getraunarinnar birtist í jólablaðinu, sem kemur út9. des., og skilafrestur er til 16. des. Með tilliti til þess, að á mjög mörgum heimilum eru fleiri en eitt barn, sem taka vilja þátt í getraun- inni, auk þess sem mörgum er illa við að þurfa að klippa út úr blaðinu, þá höfum við ákveöið að taka heimatilbúna seðla einnig gilda og setjum ekki önnur skilyrði en að skilmerkilega sé frá þeim gengið. Og munið að senda ekki einn og einn í einu, heldur bíða, þangað til öll blöðin fjögur eru komin. ATHUGIÐ: Getraunin er í fjórum blöðum. Þegar öll blöðin fjögur eru komin — ekki fyrr — stingið þið lausnunum í umslag og skrifið utan á: VIKAN, PÓSTHÓLF 533, REYKJA- VÍK og merkið umslagið „JÓLAGET- RAUN”. Skilafrestur er til 16. desember. Vinningar verða afhentir fyrir jól og sendir í pósti þeim, sem búa utan Reykjavíkur. ii* 34 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.