Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 40

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 40
URMULL AF DRAUMUM. Kæri draumráðandi! Mig langar til þess að biðja þig að ráða fyrir mig nokkra drauma. Ég vil taka það fram, að mig dreymir afar sjaldan þannig að nokkurt samhengi sé í draumun- um og það er einsdæmi, ef ég man draumana mína deginum leng- ur, þótt mig rámi stöku sinnum í þá um leið og ég vakna. Eftirfar- andi draumar hafa þó verið svo skýrir, að ég get ekki gleymt þeim. 1 Mér þótti sem ég væri í stofunni heima hjá mér. Mér varð litið út um gluggann og sá þá að gatan fyrir framan húsið var orðin hvít af snjó og úti var skafrenningur. Margir bílar höfðu fest sig og mér var hugsað til þess, hvernig ég ætti að ná mínum bíl út úr bílskúrnum. Síðan gekk ég fram í þvottahús og ætlaði inn í búr, en þá var búrið orðið fullt af snjó, vegna þess að glugginn hafði staðið opinn. Ég ætlað þá að opna bakdyrnar á þvottahúsinu, en tók þá eftir því að tvennar dyr voru þar í staðinn fyrir einar. Var fennt fyrir aðrar dyrnar, en við hinar náði snjórinn upp að húni. Ég hætti við að opna og fór aftur inn í stofu. Þá voru aðaldyrnar opnaðar upp á gátt og inn komu tvær unglings- stúlkur, sem ég þekkti og hélt önnur þeirra á hamstri. Um leið og ég sá hamsturinn datt mér í hug, að hundurinn minn, sem hafði komið og flaðrað upp um stelp- urnar myndi éta hann og bað ég því stelpurnar að flýta sér með hann inn í herbergi og fela hann fyrir hundinum. í fátinu, sem kom á þær þegar þær sáu hundinr, missti stúlkan hamsturinn á gólfið og hann gaut þar tveimur ungum af hræðslu. Stelpurnar flýttu sér að taka upp alla hamstrana og fóru með þá inn í herbergi og þar gaut hamsturinn þriðja unganum. 2. Ég var stödd í anddyri stórrar og mjög sérkennilegrar kirkju. Það voru engin sæti í henni, en mismunandi háir stallar á víð og dreif. Á þessum stöllum stóð fólk mjög dreift og byrjaði allt ( einu að syngja eitthvert tónverk, en ekki sálm. Ég stóð þarna og hlustaði og var snortin af fegurð söngsins, jafnframt því sem ég undraðist hljómburðinn, vegna þess að fólk- Mig dreymdi ið stóð svo langt frá hvoru öðru. Sem ég stóð þarna í anddyrinu og hlustaði, sá ég tvær manneskjur koma hlaupandi, hönd í hönd, upp kirkjutröppurnar. (í rauninni voru þetta hjón, sem ég þekkti lítilsháttar). Þau staðnæmdust hjá mér og heilsuðu mér glaðlega. Sögðu þau mér, að þau hefðu ætlað að gifta sig fyrir utan, en heyrt sönginn og ákveðið að gifta sig inni í kirkjunni. Síðan hlupu þau alla leið inn og ég sá prest gifta þau, en heyrði ekki hvað hann sagði, vegna þess að þau voru svo langt frá mér. Ég tók eftir því að stúlkan var klædd þunnu, hvítu pilsi með breiðri leggingu neðan á og að ofan var hún í rauðri blússu og annarri hvítri utanyfir. Var ytri blússan úr sama efni og pilsið, en það var svo þunnt að það sást í gegnum það. Pilturinn var aftur á móti í plíser- uðu pilsi og eins blússu. Ég hafði orð á því við einhvern sem stóð hjá mér, að þetta væru falleg brúðkaupsföt og var því samsinnt. Allt í einu var ég alein í kirkjunni og ég hélt á kringlóttri silfurnælu í annarri hendi og fannst mér ég hafa stolið nælunni. Nælan var alsett rauðum og grænum stein- um. Ég fékk samviskubit af því að hafa stolið henni og gekk að einum stallinum þar sem ég setti næluna í krús, sem stóð þar opin. Síðan fór ég aftur út í anddyrið. Þá kom kona, sem ég þekki (hún er móðir brúðarinnar), og spurði hún mig hvort ég hefði séð næluna, en ég sagði nei. Ég bauð henni að hjálpa henni að leita og síðan gengum við um kirkjuna og leituðum. Ég þóttist ganga af tilviljun að krúsinni, sem ég hafði sett næluna í, en mér til undrunar var nælan ekki þar. Þá sá ég tvær aðrar krúsir og fann næluna í annarri þeirra og fékk henni hana. Varð hún afar ánægð yfir fundin- um og þakkaði mér innilega fyrir. 3. Ég, maðurinn minn og börnin okkar tvö voru í berjamó. Við vorum með margar stórar fötur og fylltum þær af stærstu krækiberj- um, sem ég hef séð. Svæðið, sem við vorum á, var kolsvart af berjum. . 4. Mér fannst ég vera stödd í Sigöldu. Þar voru líka margir kunningjar mínir, svo og pabbi, mamma og bróðir minn. Þarna átti að vera einhvers konar kvöldvaka og voru sumir með hljóðfæri, en sjálf var ég með eins kastaníettu. Það virtist ganga illa að koma fjöri í mannskapinn. Annað slagið greip einhver í gítar og nokkrir byrjuðu að syngja, en það dó alltaf út og allir urðu vandræðalegir. Allt í einu opnuðust dyr og inn komu þrír af samstarfsmönnum mínum. Þeir gengu allir að mér og kysstu mig, nema einn. Hann settist hjá mér og byrjaði að kyssa mig, ástríðufullur og ég svaraði í sömu mynt. Fannst mér ekkert athuga- vert við það, þótt allir horfðu á okkur og á meðan við vorum að kyssast var ég að hugsa um, hvers vegna við hefðum ekki gert þetta fyrr. (i rauninni erum við bæði gift og myndum sennilega aldrei láta okkur detta í hug að halda framhjá, enda erum við perlu- vinirj Jæja, þetta er nú víst orðin ansi löng upptalning og það er reyndar alveg óþarfi að birta annað en svörin við þessu. Ef þú skyldir birta þetta þá bið ég um að öllum nöfnum verði sleppt, svo og mínu. Með bestu óskum og fyrirfram þökk. B.Á. Það er föst regta að birta alltaf al/a drauma, sem ráðnir eru i blaðinu, enda eru þessir draumar allir nokkuð merkilegir. Fyrsti draumurinn er ákaflega hagstæður fyrir þig. Hann boðar þér auðsæld og gæfu. Hjónaband þitt mun verða mjög gott og þú munt njóta gleði og heilbrigði. Einhverntima á næstunni máttu þó eiga von á gestakomu, sem gerirþér dálítið erfitt fyrir og þér er ekki beinlínis skemmtun af. Annar draumurinn táknar líka mikla gæfu. Hjónaband þitt mun verða bæðilangt og ástríkt. Ekki er ósennilegt að þér hlotnist einhver arfur á næstunni og þú færð að minnsta kosti einhverjar góðar fréttir. Þú /endir kannski / ein- hverju klandri, en það lagast allt af sjálfu sér og þú kemur til meö aö skemmta þér mjög ve/. Að h/uta ti/ er draumurinn þér sjálfri óviðkom- andi og á ég þar við brúöhjónin. Brúðguminn mun /ík/ega veikjast alvarlega, jafnvel lífshættulega, en allt bendir þó til þess að hann muni ná sér aftur og mun það að einhverju leyti verða þér til góðs. Þriðji draumurinn boðar enn velgengni þína og að þú munir eignast marga góða vini. Enn- fremur gefur hann í skyn, að þú munir hafa af nógu aö taka I framtíðinni. Fjórði og síðasti draumurinn er he/dur ekki af verri endanum. Þér mun ávallt vegna vel. Maðurinn þinn mun reynast þér einstaklega trúr og þú mátt alls ekki leggja trúnað á það, sem aðrir segja þér um hann. Það er nefni/eg hætt við því aö einhverjir öfnundi ykkur af ve/gengni ykkar og reyni þess vegna að spilla fyrir ykkur. Að síðustu viH svo draumráö- andi óska þér til hamingju með a/la þessa glæsilegu drauma. 40 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.