Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 33

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 33
„Það er skrítið,” sagði ég og hallaði mér upp að ævafornum steinveggnum bak við mig. „Ég er svo vön að hugsa um þig sem íþróttamann, að ég var búin að gleyma að þú hefðir aðra vinnu.” „Jú, jú, ég hef aðra vinnu,” sagði Bryn, og ég furðaði mig á þvi, hvað hann virtist taugaóstyrkur allt í einu. Ég fór að taka saman matarpakkana og i fyrsta skipti þennan dag vissi ég ekki hvað ég átti að segja. En í því fann ég fyrstu regndropana falla á andlit mér, og ég leit upp og sá að himinninn var orðinn alþakinn svörtum regn- skýjum, án þess að við hefðum tekið eftir því. Við flýttum okkur að taka saman dótið okkar og svipuðumst um eftir skjóli. „Eigum við að koma aftur niður í bíl?” spurði Bryn. „Nei, nei, þetta er áreiðanlega bara smáskúr,” sagði ég, „við hljótum að geta fundið skjól hér einhvers staðar. Við fundum þurran blett undir einum veggnum og þar kyssti Bryn mig almennilega í fyrsta skipti, og á meðan streymdi milt vorregnið niður andlitið á mér. „Ég hélt að ég gæti gleymt þér,” sagði Bryn lágt, „en ég gat það ekki, Carol. Þess vegna er ég hér núna. Það er bara eitt, sem ég þarf að segja þér...” En áður en hann komst lengra, heyrðum við óm af röddum hinum megin við vegginn. Við vorum greinilega ekki ein um að leita skjóls þarna. „Fjárinn,” sagði Bryn, en ég var fegin, að fólkið hinum megin við vegginn hafði komið einmitt á þessu augnabliki. Ég vissi ekki hvað það var, sem Bryn ætlaði að segja mér. en eftir svipnum að dæma, var það ekkert sem mig langaði að heyra. Það yrði nógur timi fyrir það seinna. Núna langaði mig bara að slappa af og njóta þess að vera með Bryn, og sjá um, að hann nyti þess að vera með mér, — nógu vel til þess að hann langaði til að heimsækja mig aftur. „Komdu,” sagði ég. „Ég ætla að sýna þér inn i kastalann.” Og þegar við paufuðumst áfram lengra inn í rústirnar, ákvað ég að reyna að leiða samtalið frá öllu þvi, sem gæti spillt þessum dýrlega degi. En núna, þegar ég sat með dag- blaðið fyrir framan mig og las, að Bryn væri að gifta sig í dag, leið ég hræðilegar sálarkvalir. Svo að það varþetta, sem hann ætlaði að segja mér! Það var ekki að furða, þótt hann væri kindarlegur á svipinn, og ekki skrítið, að hann skyldi segja, þegar hann fór, að hann gæti ekki hitt mig aftur alveg ó næstunni! Hvað hafði maðurinn eiginlega hugsað sér? Að stinga konuna sína af og stelast til að vera með mér smátíma? Eða sjá um, að ég hitti hann aldrei aftur? „Ég er upptekinn um næstu helgi,” sagði hann, þegar hann stoppaði fyrir utan Royal um kvöldið. „En ég hringi í þig strax og ég sé einhverja smugu.” Þá, einu sinni enn, kom undarleg þögn, og mér fannst, að hann væri að reyna að segja mér eitthvað. En einmitt þá kom Shirley í hóteldyrn- ar og benti mér að koma. „Jæja, ég þarf víst að fara,” sagði ég, og Bryn andvarpaði. „Já. Þakka þér fyrir yndislegan dag, Carol. Éggleymi ekki...” Þegar ég var orðin ein í herberg- inu minu, ómuðu orð hans í huga mér. En núna höfðu þau fengið nýja og verri merkingu. Ég gleymi ekki...! hugsaði ég og furðaði mig á ósvífni hans, auk þess sem ég var hræðilega sár og von- svikin, allir mínir draumar voru orðnir að engu. En þegar ég hafði jafnað mig á mestu geðshræring- unni, fann ég, að þótt ég væri bæði sár og hneyksluð yfir því, að Bryn skyldi hafa svikið bæði mig og konuna sína', þráði ég hann enn jafn heitt. Hann er ekki þess virði að hugsa um hann, hugsaði ég með mér, en samt verkjaði mig af löngun til að sjá hann. Allan daginn var ég að hugsa um hann og reyna að imynda mér hvað hann væri að gera þá stundina. Um eittleytið var ég algerlega niðurbrotin. Ef trúa mátti dagblaðinu var Bryn þegar kominn í hjónabandið. Ég myndi aldrei tala við hann aftur. En mér fannst allt lifið vera í rúst, og ég var viss um, að ég myndi aldrei treysta karl- manni aftur á ævi minni. Um þrjú- leytið var ég farin að nötra og skjálfa, og mér fannst, að ég hlyti að vera með háan hita. „Ætlarðu út i kvöld?” spurði mamma, þegar ég var að taka fram af borðinu með henni. „Ég hélt, að þú vildir fara eitthvað út, úr því að þú átt nú frí á laugardagskvöldi.” „Nei, ég ætla að fara i bað og fara snemma að sofa,” sagði ég og forðaðist að líta á Jimmy, þvi að ég gerði mér ljóst, að hann vissi meira um tilfinningar minar en ég kærði mig um. Jæja, kannski vissi hann ekki mikið um ást og þess háttar, en hann hafði vonað að ég gæti hjálpað honum til að hitta hetjuna sina. Því hafði hann fylgst betur með þegar ég fór út með Bryn, heldur en yngri bræður gera yfirleitt. Núna virtist hann skilja, að sá möguleiki, var ekki lengur fyrir hendi, og hann leit út fyrir að vera næstum jafn vonsvikinn og ég sjálf. Dyrabjöllunni var hringt, og mamma kallaði á Jimmy: „Viltu fara til dyra, Jimmy minn.” Hann fór tautandi fram á gang. Eftir örskamma stund kom hann aftur. „Það er maður að spyrja eftir þér,” sagði hann við mig. „Maður? Að spyrja um mig?” endurtók ég undrandi og fór fram með diskaþurrkuna i höndunum. Þegar ég sá, hver stóð í dyrunum, fór ég að skjálfa í hnjáliðunum. „Bryn!” hrópaði ég. „Hvað ert þú að gera hér?” „Ég reyndí að hringja í þig á Royal, en þeir sögðu mér, að þú værir í fríi í dag,” sagði hann. „Svo að ég ók hingað til að finna þig. Ég varð að hitta þig, Carol” „Enþú giftir þig í dag,” sagði ég bjálfalega. „Hvað ertu þá að gera hér, Bryn?" „Get ég fengið að t.ala við þig, Carol?” spurði hann. Blóm og gjafavörur í miklu úrvali Skreytum viö öll tækifæri Blómabúöin DÖGG Álfheimar6 sími33978 Reykjavíkurveg 60 sími 53848 l _______________ 48. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.