Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 19

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 19
SNMRJi FUGL- ARANS I sundinu heyrðu þær viðbjöös- legar hvinur, sem enduðu með annarri sprengingu. „Ætli bensín- geymir hafi sprungið i loft upp?” sagði Jo. „Þá megum við eiga von á umferðaröngþveiti.” Þær tóku til fótanna. Bílageymslan var tóm, nema hvað þar stóðu tveir bílar. Franz var úti á götu, hallaði höfðinu aftur og leit til himins. Þriðju hvinumar heyrðust og því næst æðisgengin sprenging. Og þetta endurtók sig í fjórða sinn. t þetta skipti hrukku þær báðar í kút. „Gætu þetta verið flugeldar?” spurði Irina. „Einhvers konar hátíðarhöld.” Spennan á milli þeirra var horfin og þær hlógu báðar. „Hvað sem því líður,” sagði Jo, um leið og þær settu farangurinn í aftursætið á Fordbílnum, „þá held ég að herra Hartmann sé önnum kafinn við að telja sprengingamar og veiti okkur þvi enga sérstaka athygli.” Þar með losnum við undan fimm mínútna seinkun, hugsaði hún þakklát. En hann hafði næm eym. Um leið og hann heyrði vél ræsta kom hann hlaupandi inn í bilageymsluna, til þess að vita hver væri að rjála við bílana. Jo var í þann veginn að aka bílnum út. „Vinkonu minni líður ekki sem best. Ég ætla að fara með hana upp í sveit yfir helgina,” útskýrði hún. „Skilið kveðju okkar til móður yðar og segið herra. Meimery, þegar hann kemur að sækja bílinn sinn, að við höfum tekið farangur hans með okkur. Við eigum von á honum heim til frænku minnar, sem býr hér rétt fyrir snunnan nálægt Bolzano.” Hún hafði talað þýsku en italska nafnið hafði hrokkið út úr henni. „Nálægt Bozen,” leiðrétti hún og vonaði að hann myndi fyrirgefa henni þessa vangá. „Hvað um bensínið. Ég fyllti...” „Hann mun borga það ásamt reikningum sínum.” Því næst varð hún öll eitt bros og veifaði með hendinni um leið og hún ók hægt út úr bílageymslunni og bjó sig undir að beygja til hægri skemmstu leið að þjóðveginum, sem lá í vesturátt. „Fröken Schmidt,” öskraði Franz Hatmann. Hún stansaði. „Þér eigið ekki að fara í þessa átt,” kallaði hann og kom hlaupandi að bilnum. „Ef þér eruð að fara suður á bóginn eigið þér að beygja til vinstri...” „Og aka yfir markaðstorgið? Nei, þakka yður fyrir. Ég kemst á veginn, sem liggur til Bozen á miklu auðveldari hátt.” „En þér eruð að taka á yður stóran krók. Þér verðið að...” „Betra en að þurfa að fara í gegnum gamla bæjarhlutann. Auf Wiedershen.” Franz Hatmann stóð i dyrunum á bilageymslunni og horfði á Fordinn aka á brott. Nú, svo herbergið var ekki nógu gott fyrir þau? Annars hafði systir bandaríkjamannsins verið veik, eða svo sagði fröken Schmidt, og það var ef til vill satt hjá henni. Sú ljóshærða hafði verið náföl, rétt eins og hún hefði sett andlitið ofan í hveitisekk. Það var því eins gott að vera laus við þau. Hann hafði engan áhuga á því að breyta húsi móður sinnar í sjúkra- hús. Þó gast honum ekki að þessu. Helst hefði hann kosið að bregða sér fró í fóeinar mínútur, en bíll stansaði nú við bensíndæluna og bílstjórinn vildi fá tuttugu litra af bensíni. Þegar hann var í miðju kafi að fylla á bílinn kom Willi, sonur nágrannans og bað um að fá lánaðan skiptilykil. „Willi,” kallaði hann, „skjóstu heim til mömmu og segðu henni að konumar tvær séu famar. Biddu hana að athuga hvort nokkm hafi verið stolið úr herberg- inu?” Annar bíll renndi upp að dælunni og sá þriðji stansaði fyrir aftan hann og beið þess að röðin kæmi að honum. Willi kom hlaupandi í gegnum bílageymsluna og sótti skiptilykilinn. „Móðirþín athugaði herbergið og þar var allt með felldu. Ég skila þér þessum aftur eftir fimm mínútur.” Hann veifaði skiptilyklinum og rauk síðan af stað aftur. Engu stolið, hugsaði Franz. Herbergið hefur þá ekki verið nógu fínt fyrir þau. Hann var reiður og benti þriðja bílnum að aka upp að dælunni. En bíllinn hreyfðist ekki úr stað. Tveir menn stigu út úr honum. Fleiri útlendingar, hugsaði Franz, og eins og venjulega að biðja um leiðbeiningar. Hann setti dælu- slönguna á sinn stað, þurrkaði sér á tvisti og gekk til móts við þá. Hann sá það ó bílnúmerinu, að þeir vom frá Graz. Þeir vom á hvítum Fíatbíl, en þetta vom ekki austur- ríkismenn, jafnvel ekki só stóri, sem var þó með ljóst hár og blá augu. Hinn var dekkri og hann hafði orð fyrir þeim. Hann talaði ítölsku en mólfarið var líkast því að hann hefði lært nokkrar setningar utan að. En hann spurði hvorki um götuheiti né vandrataða leið. Hann sagðist vera að leita að vini sínum, sem væri nýkominn til Merano og væri á grænum Mercedesbíl með skrásetningarnúmeri Vínarborgar. „Því spyrjist þér ekki fyrir um hann á hótelunum?” spurði Franz. „Við emm búnir að hringja á öll hótel og gistihús.” Svo að nú em þeir að leita í bilageymslunum, hugsaði Franz. Tonka leikföng. Kranar. Vegheflar. Ámokstursskóflur. Gröfur. * Leikfanga húsið, Skólavörðustíg 10, Box 7154 — sími 14806. Póstsendum samdægurs. 48. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.