Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 36

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 36
I SMÁSAGA MHr1tIItJ n eftir ^ W l9 9 O. HENRY og sólmcirinn Á homi Sjöttugötu var stór og skrautlegur sýningargluggi í skartgripabúð. Subbi tók upp steinhnullung og kastaði honum gegnum rúðuna. Fólk kom hlaupandi fyrir götuhornið, lögregluþjónn í broddi fylkingar. Subbi stóð kyrr með hendur í vösum og brosti, þegar hann sá gylltu hnappana. Subbi ók sér órólega á bekknum sínum á Madisontorgi. Þegar gæsir fljúga hátt að kvöldlagi, konur án selskinnskápu taka að láta vel að mönnum sínum, og Subbi tekur að aka sér órólega á bekknum, má þér vera ljóst, að veturinn er að nálg- ast. Subbi varð sér þess óþægilega meðvitandi, að tími var kominn til að setjast á rökstóla með sínum innri og betri manni til að hugsa upp bjargráð gegn komandi hörk- um. Og þess vegna hreyfði hann sig órólega á bekknum. Vetrarsetuvonir Subba voru ekki mjög háleitar. Ekki bar þar á sigl- ingum um Miðjarðarhafið, bláum himni suðrænna landa eða hóglífi á eynni Kaprí. Þriggja mánaða dvöl á eynni var allt, sem sál hans þráði. Þriggja mánaða fritt fæði og hús- næði ásamt þægilegum félagsskap, án þess að vera angraður af frosti og áhyggjum fyrir morgundeginum, þetta var i augum Subba hámark eftirsóknarverðra lífsþæginda. Árum saman hafði gestrisið fang- elsið verið vetursetustaður hans. Einmitt i sama mund og lánsam- ari samborgarar hans i New York keyptu sér farmiða til Pálmastrand- arinnar eða Rivierunnar hvert haust hafði Subbi gert sínar lítillátu ráð- stafanir fyrir árlega pilagrimsför til Eyjarinnar. Og nú var tíminn kom- inn. Kvöldið áður höfðu þrjú þykk sunnudagsblöð, sem hann bar undir frakkanum, ekki megnað að bægja frá honum kuldanum, þar sem hann svaf á bekknum sinum rétt hjá gos- brunninum á þessu gamla torgi. Þess vegna gnæfði Eyjan nú sem fyrirheitna landið i hugskoti Subba. Hann fyrirleit þá framfærslu, sem í nafni mannúðarinnar var veitt þurf- andi borgurum. Að áliti Subba var réttvísin skárri en mannkærleikur- inn. Það var endalaus röð af stofn- unum, bæði á vegum borgarinnar og góðgerðafélaga, þar sem hann gat leitað ásjár og fengið fæði og húsaskjól eftir þeim hógværu kröf- um, sem hann gerði. En stoltum manni eins og Subba voru ölmusu- gjafir þungbærar. í stað peninga varð að greiða með auðmýkingu sér- hverja gjöf úr hendi mannkærleik- ans. Þess vegna er betra að vera gestur réttvísinnar, sem, enda þótt hún hafi sina reglugerð, hnýsist ekki um of í einkamál manna. Þegar nú Subbi hafði afráðið að fara til Eyjarinnar, hófst hann strax handa um að fá ósk sína uppfyllta. Margar þægilegar aðferðb- voru til þess. Sú ákjósanlegasta var að fá sér ríkulegan kvöldverð á dýrum veitingastað, og svo, eftir að hafa lýst yfir greiðsluþrotum, vera af- hentur lögreglunni þegjandi og vafningalaust. Skyldurækinn dómari myndi sjá um framhaldið. Subbi yfirgaf bekkinn og rangl- aði út af torginu og yfir malbikið, þangað sem Breiðgata og Fimmta- gata mætast. Hann stansaði úti fyrir glæstum veitingastað, þar sem á hverju kvöldi safnast saman úrvalið af afurðum vínviðarins, silkiormsins og mannholdsins. Subbi var fullur sjálfstrausts frá neðsta vestishnapp og uppúr. Hann var rakaður og jakkinn hans þokkalegur, og litlu þverslaufuna hafði hann fengið að gjöf frá trúboðskerlingu á allraheilagra- messu. Gæti hann náð sér í borð án þess að vekja grunsemdir, mundi honum vel vegna. Sá hluti hans, sem sæist ofan borðsins, mundi ekki vekja neina tortryggni í huga þjónsins. Steiktönd, hugsaði Subbi væri vel viöeigandi, ásamt flösku af AmontiUado, síðan kaffi, koníak og vindill. Upphæðin yrði ekki' nógu mikil til að vekja yfirþyrmandi hefndaraðgerðir af hálfu eigandans, en máltiðin mundi veita honum saðningu og hamingju á leiðinni til vetrarsetustaðarins. En jafnskjótt og Subbi sté fæti inn fyrir dyr veitingahússins, kom yfirþjónninn auga á trosnaðar bux- ur hans og slitna skóna. Reiðubún- ar, sterkar hendur sneru honum við og ýttu honum í skyndi út á gangstéttina og forðaði þar með öndinni frá leiðinlegum örlögum. Subbi beygði út af Breiðgötu. Svo virtist sem leið hans til hinnar langþráðu Eyju mundi ekki verða leið sælkerans. Til einhverra ann- arra ráða varð að grípa til að komast til sælustaðarins. Á homi Sjöttugötu var stór og skrautlegur sýningargluggi í skart- gripabúð. Subbi tók upp stein- hnullung og kastaði honum gegnum rúðuna. Fólk kom hlaupandi fyrir götuhomið, lögregluþjónn í broddi fylkingar. Subbi stóð kyrr með hendur í vösum og brosti, þegar hann sá gylltu hnappana. „Hvar er maðurinn, sem gerði þetta?” spurði lögregluþjónninn sstur. „Dettur þér ekki í hug, að ég kunni að eiga þátt í því?” sagði Subbi ögrandi, en ekki óvinsamlega enda vongóður um, að oskir hans myndu brátt rætast. ímyndunarafl lögregluþjónsins neitaði að samþykkja Subba, jafn- vel sem vitni. Menn, sem mölva glugga, biða ekki a staðnum til að skeggræða við handhafa laganna. Þeir taka til fótanna. Lögreglu- þjónninn kom auga á mann, sem var á hlaupum utar í götunni til að ná í strætisvagn. Með reidda kylf- una tók hann á rás eftir þeim manni. Subbi ranglaði á burt, þung- ur í skapi eftir tvöföld vonbrigði. Hinum megin götunnar var veit- ingahús, sem ekki lét mjög mikið yfir sér. Það höfðaði til manna með mikla matarlyst en lítil peningaráð. Loftið var þykkt en súpan þunn! Þangað inn fór Subbi með sína lélegu skó og trosnuðu buxur án þess að mæta mótspymu. Hann sat við borð og nærði sig á nauta- steik, brauði og skorpusteik. Að þvi búnu trúði hann þjóninum fyrir því, að hann og minnsti peningurinn í umferð væru alls ókunnugir. „Nú er ekki um annað að gera en kalla á lögguna,” sagði Subbi, „og láttu viðskiptavininn ekki bíða lengi.” „Engin lögga handa þér,” sagði þjónninn og kallaði á tvo aðra þjóna sér til aðstoðar. Þeir útvörpuðu Subba léttilega, svo hann kom á vinstra eyra niður á gangstéttina. Hann skreiddist á fætur smátt og smátt, líkt og tommustokkur, sem opnast, og dustaði rykið af fötum sínum. Handtaka virtist ekki annað en fjar- lægur óskadraumur. Eyjan var órafjarri. Lögregluþjónn, sem stóð úti fyrir búðarglugga skammt frá, hló og labbaði burt. Subbi ferðaðist fimm hundruð metra áður en hann öðlaðist nægi- legt hugrekki til að reyna á ný. I þetta sinn bauðst tækifæri sem hann í mikilli bjartsýni taldi öld- ungis pottþétt. Ung stúlka, sæmi- lega klædd og snyrtileg stóð við búðarglugga og horfði með sýnilegri athygli á útstillingargripina, rak- áhöld og blekbyttur. TVo metra frá glugganum stóð stór og illilegur lögregluþjónn og hallaði sér upp að brunahana. Ætlun Subba var að taka á sig gervi andstyggilegs og ósvífins flagara. Fágað og fínlegt útlit fóm- arlambsins ásamt návist þjónustu- reiðubúins lögreglumannsins styrkti hann í þeirri von, að brátt myndi hann finna gamalkunnugt tak á handlegg sér, sem síðan tryggði honum vetrardvöl á litlu, notalegu Eynni. Subbi lagaði slautuna herkerling- arnaut, setti pottlokið glannalega á ská og sigldi upp að síðunni á kven- manninum. Hann blikkaði hana, hóstaði og ræskti sig, brosti og skældi sig. Hegðaði sér í fáum orðum sagt eins og ekta flagari, eftir því sem hann hafði þekkingu til. Útundan sér sá Subbi, að löggan gaf honum nánar gætur. Unga stúlkan gekk nokkur skref, beindi síðan á ný allri athygli sinni að blekbyttunum. Subbi elti, renndi djarfmannlega upp að siðunni á henni, lyfti hattinum og sagði: „Hæ, Belinda, langar þig ekki til að koma og leika við mig i garð- inum mínum?” Löggan gaf honum enn gætur. Unga ofsótta stúlkan þurfti ekki annað en lyfta fingri, og Subbi væri svo gott sem kominn á leið til sælu- eyjarinnar. Honum fannst sem hann fýndi þegar notalegan ylinn á stöðinni. Unga stúlkan snéri sér að honum, rétti út hendina og greip um jakkaermi hans. „Sjálfsagt, Mikki,” sagði hún glaðlega, „ef þú vilt blæða á mig einni stórri kollu af bjór. Eg hefði talað til þín fyrr, en löggan var að horfa.” Með ungu stúlkuna upp á arminn labbaði Subbi framhjá löggunni, yfirkominn af vonleysi. Hann virt- ist dæmdur til frelsis. Á næsta götuhorni sleit hann sig af kvenmanninum og tók til fót- anna. Hann staðnæmdist i hverfi, þar sem kvöldlífið var einna fjörug- ast og strætin björtust. Konur í loðkópum og menn i þykkum 36 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.