Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 32

Vikan - 25.11.1976, Blaðsíða 32
Spáin pildir frá fimmtudegi til miðvikudags HRUT'JRINN 21. mars - 20. april Gamall samstarfsmaður léttir mikið undir með þér. Þú fœrð nokkra reikninga sem þú x'u hefur áhyggjur af. Þér vegnar vel í starfi þínu. Vertu sem mest heima á kvöldin. NAUTiÐ 21. aprít — 21. maí Þú færð nokkra umbun fyrir aukaálag vegna fjarveru annarra. Gerðu kunningja þínum geiða ef þú getur. Skemmtu þér ekki of mikið um helgina. Happatalan er fimm. TVÍBURAPNIR 22. mai - 21. iúní I Ungur fjölskyldumeðlimur kemur talsvert við sögu þína. Þú verður mjög önnum kafinn, en gefðu þér samt tíma til að sinna verkefnum sem biða þín heima. KRABBINN 22. júní 23. júlí Þú átt nokkuð erfitt með að sætta þig við sérvisku ákveðinnar persónu, sem þú verður að umgangast og gæti orðið alvarlegur ágreiningur ykkar á milli innan tiðar. LJÓNIÐ 24.júH -- 24. aqúst ,'3' Þú nagar þig i handarbökin fyrir hugsunar- leysi þitt í garð ákveðins kunningja þíns, sem þér hefði verið í lófa lagið að rétta hjálparhönd . Happaliturinn er brúnt. MEY.JAN 24. áqúst — 23. sept. Einhver breyting hefur orðið heima hjá þér sem veldur öllum aðilum mikilli ánægju. Um helgina verður mjög skemmtilegt hjá þér. Notaðu frístundir þinar vel. VOGIN 24. sept — 23. okt. Þú verður að grípa til leikhæfileika þinna og meðfæddrar og áunninnnar kurteisi til þess að komast vel af í leiðinda samkvæmi, sem þú verður að mæta í vegna ytri aðstæðna. SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv. (yy V' ~ y Fjármálin verða ekki upp á marga fiska V ;*-£A'U*V-' ý framan af mánuðinum, en þú munt fá ' ' ' verkefni sem verða þér ánægjuefni og drýgja tekjur þínar nokkuð á næstunni. BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. Þú ert fremur illa upplagður vegna mikils álags sem á þér hvílir. Reyndu að hagræða starfi þinu betur og leitaðu hjálpar. Það eru margir, sem vilja örugglega hjálpa þér. STEINGEITIN 22. des. - 20. jan. Gættu þess að láta ekki blanda þér inn i neinar deilur. Vertu eins hlutlaus og þú getur þegar hitamál ber á góma og reyndu að forðasfc ákveðna persónu, sem ertir þig. VATNSBERINN 21. jan. 19. febr. Maður. sem kemur nokkuð við sögu þina, verður fyrir miklum vonbrigðum í starfi sínu og kemur þar af leiðandi fram nokkur óbein breyting á högum þinum. FISKARNIR 20. febr. — 20. mars Þú ert ánægður með vel unnið verk, ekki sist vegna þess að góður árangur þess hefur fært þig nær settu marki. Þú lendir í leiðinlegu rifrildi, líklega á vinnustað. STdðRNUSPÁ rödd. Oft tók ég upp blaðið með heimilisfanginu hans og horfði á það löngunaraugum, en ég skrifaði ekki. Ég vildi ekki eltast við hann. En samt gat ég ekki annað en velt því fyrir mér hversu fljótt hann myndi gleyma mér. En svo, mér til mikillar furðu, fékk ég bréf frá honum. Bréfið, sem hann sendi á Royal hótelið, kom á fimmtudegi, og þar sagði hann að hann langaði að koma og hitta mig á sunnudeginum. Hann myndi hringja seinna til að sjá hvort ég ætti frí, en hann vonaði svo sannarlega að svo væri. Ég var auðvitað í sjöunda himni. Bryn hafði ekki gleymt mér! Bréfið var kannski ekki eins hlýlegt og ég hefði vonað, en aðalatriðið var að Bryn hafði skrifað. Og það sem meira var, hann ætlaði að koma og hitta mig! Það eina, sem skyggði á gleði mína, var, að ég átti að vera á vakt á sunnudaginn. En þegar ég út- skýrði málið fyrir Shirley, sam- þykkti hún að skipta við mig um vakt. ,,Ef hann kemur alla leið frá Croxley til að hitta þig, hlýtur hann að hafa áhuga,” sagði hún bros- andi. ,,Og ég kæri mig ekki um að standa í veginum fyrir hinni sönnu ást.” ,,En Shirley þó!” sagði ég og roðnaði; en eitt andartak datt mér í hug, að það sem hún sagði sem brandara, væri kannski satt. Bryn átti heima í 200 milna fjarlægð, og hann hefði ábyggilega ekki fyrir því, að koma svo langa leið, nema hann langaði virkilega til að sjá mig.... Hvílikur hálfviti hafði ég verið! hugsaði ég nú, þegar ég las aftur og aftur iþróttasíðuna, sem Jimmy hafði fengið mér. Allan tímann sem ég hafði verið að byggja mér loft- kastala, hafði Bryn verið að fiflast með mig, nota mig. Allan tímann, sem ég hafði látið mig dreyma hann, hafði hann verið að ráðgera brúðkaup sitt með annarri konu. 0, ég hefði mátt vita þetta, ég hefði átt að sjá það fyrr. Það var í rauninni svo augljóst, ef ég hefði bara ekki verið svona blinduð af ást: Bryn hafði forðast að gefa mér símanúm- erið sitt, svo að það var alltaf hann, sem hringdi í mig. Og þessar undar- legu þagnir, þegar mér fannst, að hann ætlaði að fara að segja mér eitthvað, og hálfsagðar setningar, sem alltaf höfðu verið truflaðar, — honum sjálfsagt til mikils léttis. Og líka þessi undarlega tilfinning, að allt væri óraunverulegt. En það var auðvitað vegna þess að samband okkar var óraunverulegt, hugsaði ég, — því Bryn hafði aðeins notað mig til að gamna sér við um helgina, sem annars hefði orðið heldur einmanaleg fyrir hann. Ég var sár og miður mín, og þótt ég reyndi að hugsa um annað, minntist ég siðasta dagsins, sem við höfðum átt saman. Hann hafði komið rétt fyrir klukkan 11. Þegar hann hringdi til að fullvissa sig um að ég væri laus, spurði hann, hvort ekki væru ein- hverjir fallegir staðir í nágrenrú bæjarins, sem ég gæti sýnt honum. Mér datt strax i hug Tarleton Keep, hálfhruninn kastali á ströndinni. Ferðin myndi auðvitað taka heilan dag, svo að ég bað starfsfólkið i eldhúsinu að útbúa fyrir mig tvo góða matarpakka. Þegar sunnudag- urinn rann upp, — yndislegur vordagur, — var ég í ljómandi skapi. Mér hafði alltaf fundist Tarleton Keep mjög rómantískur staður, og ég vissi ekki um neinn stað, þar sem ég vildi heldur vera með Bryn. Við komum að kastalanum um eitt leytið, og þegar Bryn beygði inn á bílastæðið sá ég að við höfðum staðinn næstum alveg út af fyrir okkur. Klyfjuð af matarpökkum, kíkjum og myndavélum, lögðum við á brattann. Þegar við komum efst upp á hæðina og gengum eftir mjóum troðningi fyrir hornið á virkisveggnum, sáum við sjóinn, sem breiddi úr sér langt fyrir neðan, hvítur og kuldalegur, þrátt fyrir sólskinið, og hvítfyssandi öldurnar, sem brotnuðu á klettunum við ströndina. Bryn stansaði, lagði handlegginn utan um mig, og þegar ég leit á hann var augnaráð hans undarlega fjarrænt og dreymandi. „Finnst þér ekki fallegt hérna?” spurði ég. Hann snéri sér við og horfði út að sjóndeildarhringnum. ,,Jú, það er fallegt,” sagði hann loks. „Skrítið, ef maður hugsar um það, hve lengi kastalinn hefur verið hér, og hvað hann hefur séð. Hann er að vísu hálfhruninn, en ég þori að veðja, að sumir af þessum veggjum standa enn, þegar flest af því sem við byggjum i dag verður hrunið til grunna. ” „Það er líklega rétt,” sagði ég, en ég var dálítið undrandi yfir því hve Bryn virtist snortinn af fegurð og sérkennum staðarins. Einhvern veginn fannst mér erfitt að ímynda mér hörkulegan íþróttamann hafa svo mikinn áhuga á sögu og náttúr- unni. En ég fann þá bara betur, hve dásamlegur maður Bryn var. Við breiddum teppi á þurrt grasið i skjóli við einn kastalavegginn og settumst niður til að borða matinn okkar. Þá sagði Bryn, eins og hann hefði lesið hugsanir mínar; „Ég er nefnilega arkitekt, Carol, eða ég er a.m.k. að læra að verða arkitekt. Og ef ég gæti byggt eitthvað sem myndi standa eins og þessi kast- ali öldum saman eftir að ég væri dauður, þá fyndist mér ég ekki hafa lifað til einskis. Það yrði auðvitað ekki kastali á okkar tímum. Það yrði eitthvað gagnlegt, eins og t.d. gott húsnæði fyrir eitthvað af öllum húsnæðislausu fjölskyldunum, eða íþróttamiðstöð, þar sem fólk gæti eytt tómstundunum. En það yrði fallegt á sinn hátt... ” Hann var hugsandi og dreyminn á svip, og ég gerði mér ljóst, hve lítið ég þekkti hann. Hann var mér ennþá ókunnugur. En ég hlakkaði vissulega til þess að kynnast honum betur! 32 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.