Vikan

Issue

Vikan - 02.12.1976, Page 5

Vikan - 02.12.1976, Page 5
JÖLAKRANS MEÐ SESAMFRÆJUM (Forsíðumyndin) 50 gr pressuger (5 tsk þurrger) 1/2 1 mjólk 1/2 tsk salt 1 egg 150 gr smjör eða smjörlíki ca. 11/21 hveiti egg til penslunar sesamfræ. Útbúið gerdeig á venjulegan máta og látið lyftast um helming. Hnoðið saman og mótið annnaðhvort ca. 50 bollur (rúnnstykki) eða 3 — 4 kransa. Látið lyfta sér á bökunar- plötunni. Penslið með sundurslegnu eggi og stráið sesamfræum ríkulega yfir. Klippið hök í kransinn og brjótið til beggja hliða. Sesamfræin hafa hnetukennt bragð og verða stökk og bragðgóð við baksturinn. Kælið alveg og látið síðan í fryst- inn. HAFRAMAKKARÓNUR 250 gr smjör eða smjörlíki 250 gr púðursykur 1 egg 200 gr hveiti 125 gr haframjöl Hrærið smjör og sykur vel. Setjið eggið saman við og að siðustu hveiti og haframjöl. Mótið með teskeið á plötu og þrýstið vel niður. Bakið við 175° þar til makkarónurnar verða gulbrúnar. SULTUSNITTUR 120 gr hveiti 2 msk sykur 1 tsk lyftiduft 125 gr smjör eða smjörlíki 2 msk kalt vatn ca. 1 1/2 dl þykk sulta Þurrefnunum blandað saman. Mylj- ið smjörið saman við, bætið vatninu í og hnoðið rösklega saman. Rúllið deiginu i lengjur ca. 2 1/2 sm i þvermál. Setjið á bökunarplötu og þrýstið rauf niður í lengjurnar eftir miðjunni og fyllið með sultu. Bakið við 175° þar til það verður ljósgult. Skerið síðan á ská, þegar lengjurnar hafa kólnað aðeins. SVESKJUKÖKUR Ca. 225 gr steinlausar sveskjur 1 1/2 dl heilhveiti 2 1/4 dl hveiti 1 tsk lyftiduft 1 1/2 dl sykur 125 gr smjörlíki eða smjör 1 egg. Sveskjurnar soðnar mjúkar í litlu vatni. Búið til mauk úr þeim ef til Eldhús Yikunnar UMSJÖN: DRÖFN FARESTVEIT vill með dsditlu af soðinu. Maukið ó að vera þykkt. Blandið saman þurrefnunum, myljið smjörið sam- an við, setjið eggið útí, hnoðið deigið slétt, og gerið það fljótt. Skiptið deiginu í tvennt, fletjið út 2 ferhyrninga 40X40 sm og setjið á bökunarplötuna með maukinu á milli. Bakið við 175°, þar til kökumar eru fallega brúnar. Skerið síðan í ferninga, þegar kökurnar hafa kólnað aðeins. OPNU- RUGLINGUR í 48. TBL. Við frágang 48. tbl. urðu þau afleitu mistök, að opnur á 4—5 og 44—45 í litaformi víxluðust, og var of seint úr að bæta, þegar mistökin urðu Ijós. Rugl- ingurinn er að vísu hverjum manni augljós, þegar blaðinu er flett, þannig að naumast er hætta á, að hann valdi neinum misskilningi. En það er auð- vitað engin afsökun fyrir slæm- um mistökum, og lesendur eru beðnir velvirðingar. „Smjörlíkió sem allir þekkja” SILFUR- SKEIFAN BORÐSMJÖRLÍKI 49. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.