Vikan - 02.12.1976, Síða 7
KRYDDKÖKUR
Notið sömu uppskrift og i sultu
snitturnar, en blandið saman við
hveitið 1 tsk af kardimommum og 1
1/2 tsk af kanil. Rúllið helming
deigsins í lengju ca. 5 sm í þvermál
og kælið. Skerið i þunnar sneiðar,
sem penslaðar eru með eggjahvítu
og söxuðum möndlum stráð yfir.
Hinn helmingur deigsins rúllaður í
lengju, sem er 3 sm i þvermál.
Skerið í bita, sem siðan er þrýst á
með gaffli. Kökurnar bakaðar við
175°, þar til þær eru fallega
ljósbrúnar.
VATNSDEIG
1/4 1 vatn
125 gr smjör eða smjörlíki
125 gr hveiti
4 litil egg (mega ekki vega meira en
200 g)
Sjóðið saman vatn og smjör. Takið
pottinn af hitanum og hrærið
hveitið saman við. Eggin hrærð
saman við, eitt í senn. Setjið með
skeið á plötuna, bakið við 210° í
20—30 mínútur. Opnið ekki ofninn
fyrr en eftir 15 mínútur. Kökumar
má frysta og fylla siðan eftir þvi
sem á að nota þær. Til dæmis með
ostakremi og nota með súpu, eða
sem ábæti með rjómfyllingu og
flórsykri stráð yfir, eða með vanillu-
kremi og súkkulaðibráð yfir.
SANDKÖKUR
1 egg
185 gr flórsykur
75 gr saxaðar möndlur
125 gr lint smjör
250 gr hveiti
Hrærið egg og sykur vel. Hrærið
möndlurnar og smjörið saman við,
hnoðið síðan hveitið vel upp í. Látið
deigið bíða um stund. Bakið í
smámótum við 165°. Losið úr
mótunum, þegar kökurnar hafa
aðeins kólnað. Gott er að fylla þær
með rjóma.
JÓLABAKSTUR HÚSMÖÐUR-
INNAR, SEM HEFUR LlTINN
TÍMA.
4 tegundir úr sama deigi.
350 gr smjör eða smjörlíki
ca. 500 gr hveiti (ca. 9 dl)
1 tsk lyftiduft
250 gr sykur (tæpl. 3 dl)
1 egg (eða nokkrar msk. vatn).
Myljið smjörið í hveitið blandað
lyfitiduftinu. Blandið sykri saman
við. Skiptið deiginu í fernt og
bragðbætið hvern hluta eftir þvi
hvaða tegund er um að ræða, og
síðan er deigið hnoðað með eggi eða
örlitlu vatni, ef þarf.
Gyðingakökur.
Engu er bætt í deigið. Búið til
aflanga rúllu og skerið deigið í
sneiðar eftir að það hefur beðið um
stund í kælinum. Setjið á bökunar-
plötu og penslið með sundurslegnu
eggi. Þrýstið 1/2 möndlu niður í
hverja köku. Stráið kanilsykri yfir.
Engiferkökur.
Blandið 1 /2 tsk engifer með 1 tsk af
sykri og hrærið upp í deigið, mótið
það í ferkantaða lengju. Kælið og
skerið i sneiðar. Penslið með sund-
urslegnu eggi og stráið söxuðum
sultuðum engifer yfir, sé hann
fáanlegur, annars söxuðu súkkati.
Vanillukransar.
Setjið 30 gr af fintsöxuðum möndl-
um og 1 — 2 tsk af vanillusykri
saman við. Sprautið i 8 sm lengjur
og mótið úr þeim kransa.
Finnskar kökur.
Setjið 1/2 — 1 tsk af rifnu sitrónu-
hýði saman við deigið. Rúllið út í
fingurþykkar lengjur. Penslið með
sundurslegnu eggi og skerið á ská í
litil brauð. Stráið yfir blöndu af
fíntrifnum möndlum og grófum
sykri (perlusykri).
„Hagsýn húsmóöir
notar Jurta”
jar«*
49. TBL. VIKAN 7