Vikan

Eksemplar

Vikan - 02.12.1976, Side 9

Vikan - 02.12.1976, Side 9
""■ < Stöðvarstjóri á Indlandi hafði fengið ströng fyrirmæli um að taka sér ekkert óvenjulegt fyrir hendur án beinnar skipunarfrá yfirboðara. sínum. Þess vegna sendi hann eftirfarandi símskeyti: „Skrifstofa járnbrautanna, Kalkútta: Tígrisdýr á stöðvarpalli etandi lestarstjóra. Sendið fyrir- skipanir." ★ ★ ★ — Sundurliðaðan reikning. Takk! Arthur Schanbel spilaði stund- um undir fyrir vin sinn, Albert Einstein, sem lék á fiðlu. Einu sinni tók Schnabel eftir grófri villu í taktinum hjá Einstein. ,,Nei-nei- nei," hrópaði hann. „Albert, kanntu ekki að telja? 1-2-3-4." ★ ★ ★ „Égerorðindauðleiðá rottunum hérna/'sagðifrú Hansen matsölu- konaviðvinkonusína ,frúJensen. „Hefurðu reynt að kaupa þetta rottukex handa þeim?" lagði frú Jensen til. „Nei, heyrðu nú, góða mín, hverskonar heimili heldurðu eigin- lega að ég starfræki? Ég get bara sagt þér, að ef kvikindin geta ekki gert sér að góðu sama mat og við hin, þá geta þau bara soltið mín vegna." ★ ★ ★ — Gerðu mér greiða. Beindu skotinu í áttina að sjúkravagn- inum. ★ ★ ★ „Það varsvo heittá norðaustur- landi í sumar, að einu sinni sást hundurelta kött, og þeir röltu báðir í hægðum sínum með lafandi út úr sér tunguna." ★ ★ ★ I NÆSTU lflKU JÖLABLAÐ - 104 SlÐUR - JÖLABLAÐ Næsta tölublað Vikunnar er okkar árlega jólablað, og nú er það stærra en nokkru sinni fyrr, því auk þess sem það er tvöfalt stærra en venjulegt blað, þá fylgir því vitanlega Myndasögublaðið sem allir krakkar — frá tveggja ára til tíræðs — vilja lesa og safna. Og það er fullt af athyglisverðu efni í jólablaðinu. Má þar nefna viðtal við Auði Laxness, smásögu eftir Guðmund Gíslason Hagalín, sem hann samdi sérstaklega fyrir Vikuna, grein eftir sr. Bolla Gústafsson í Laufási um Jón Hinriksson á Helluvaði, frásögn af degi í lífi sr. Jóns Bjarman, viðtal við Emilíu Kofoed-Hansen, sem nú heitir Lyberopoulos og býr i Aþenu, smásögu eftir Anton Tjekhov, appskriftir af jólasælgæti, jólaföndur og margt fleira. Jólablaðið er 96 síður að stærð og 8 síðna myndasögublað að auki, sem sagt 104 siðna blað — og hefur aldrei verið stærra. VIKAN Útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson, Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Útlitsteiknari: Þorbergur Krístinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, augiýsingar, afgreiðsla og drrifing Síðumúia 12. Simar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 350. Askriftarverð kr. 3.900 'yrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 13.650 i ársáskrift. Askriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. 49. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.