Vikan

Issue

Vikan - 02.12.1976, Page 11

Vikan - 02.12.1976, Page 11
Þessi jólaplata hefur gjörsam- lega farið fram hjá mér og núna fæst hún ekki í hljómplötuversl- unum (allavega ekki í fjórum, sem ég hef farið í), svo að ég er ákaflega óhamingjusöm þessa dagana. Nú kemur stóra spurningin. HVAR GET ÉG FENGIÐ PLÖT- UNA? Ég vona (samvisku þinnar vegna) að þú getir gefið mér gott svar. Kær kveðja. LínaJó. Það er svo sannarlega leiðinlegt að frétta það, að þú sért svona óhamingjusöm þessa dagana. Pósturinn sá llka aumur á þér, fór á stúfana og grennslaðist fyrir um blessaða jólaplötuna. i hljóm- p/ötuverslun Fálkans á Laugavegi 24, fengust þær upplýsingar að platan myndi sennilega fást þar þegar líða tæki að jólum. Það er nefnileg venjan, i flestum hljóm- plötuverslunum, að geyma allar jólaplötur niðri i kjallara eða uppi á háalofti og draga þær svo fram í dags/jósið um jólin. Pósturinn vonar þess vegna að þú fáir plötuna áður en /angt um liöur og getir tekið aftur þina fyrri gleði. GRUNNSKÓLI/MENNTASKÓLI. Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig að gefa mér nokkrar upplýsingar ef þú getur. Ég er í 9. bekk grunnskóla og þá er enginn 4. bekkur eins og áður. Hvernig er það, kemst ég beint úr 9. bekk í menntaskóla? Hvaða skilyrði setia menntaskólarnir fyrir 9. bekkinga? Heldurðu að þú vildi segja mér allt sem þú veist um menntaskóla? Hvað er húsmæðraskólanám langt? Geturðu mælt með ein- hverjum sérstökum? Ég er algjör- lega óákveðin í því, hvað ég tek mér fyrir hendur þegar ég hef lokið skyldunámi. Það getur verið að ég þurfi að vinna í eitt ár, áður en ég get haldið áfram í námi. Viltu því segja mér allt um fjárhagshliðina á þessu máli líka? Getur þú komið því á framfæri fyrir mig þarna í Vikunni, að mig langar til þess að skrifast á við stráka fædda 1961 og eldri. Og að síðustu. Er hægt að lesa eitthvað úr skriftinni. Með fyrirfram þökk. Hólmfríður Pálsdóttir. Því miður getur Pósturinn ekki gefið þér greinargóð svör við þessum spurningum þínum Hólm- friöur mín. Skó/akerfið er, eins og allir vita, sífelldum breytingum háð og einmitt á síðustu árum hefur verið gerð bylting í þessu kerfi hér á landi. Það er lang einfa/dast fyrir þig að skrifa ti/ einhvers menntaskóla og biðja um upp/ýsingar. Þar færðu örugglega allar þær upplýsingar sem þig vanhagar um og þá líka um menntaskólana sjálfa. Mennta- skólar eru annars hugsaðir sem undirbúningur fyrir háskólanám og eru því mjög almenns eð/is. Þetta hefur samt breyst nokkuð á síðustu árum og er nú hægt að velja um fleiri námsbrautir, en það er þó mjög misjafnt eftir skólum. Húsmæðraskólanám tekur einn vetur, en einnig eru á vegum húsmæðraskólanna haldin þriggja mánaða námskeið, sem hafa reynst mjög vinsæl nú i seinni tíð. Pósturinn vill alls ekki gera upp á milli húsmæðraskólanna. Þeir eru allir jafn frábærir. Hér dettur nú botninn algjörlega úr Póstinum. Það er vist alveg örugglega ekkert hægt að segja mönnum um fjárhagshliðar nú á timum. Þær eru breytilegar frá degi til dags ef svo má að orði komast. Þú verður bara að spara eins og þér er frekast unnt efþú ætlar þér i skó/a siðar meir. Beiðni þinni verður komið á framfæri i dálkum penna- Hafdís Magnúsdóttir, Miðfelli 5, Hrunamannahreppi, Árn. óskar eftir pennavinum á aldrinum 14—16 ára, sérstaklega strákum, Áhugamál margvísleg. Svanhildur Skúladóttir, Miðfelli 4, Hrunamannahr., Árn. óskar eftir pennavinum á aldrinum 13— 15 ára. Sérstaklega strákum. Áhugamál margvísleg. Hulda Ágústsdóttir, Birtinga- holti 4, Hrunamannahr., Árn. óskar eftir pennavinum á aldrinum 14— 16 ára. Sérstaklega strákum. Áhugamál margvísleg. TELFT Á TÆPASTA VAÐ. Keith Carr fyrrverandi orrustu- flugmaður aðstoðar skæruliða, sem berjast fyrir frelsi föður- landsins. Sekúntubrot ráða úr- slitum um líf eða dauða. Það þarf karlmennsku og klókindi i þeim hildarleik. Snilldarlega skrifuð bók, sem verður lesin I einni lotu. Margfaldur metsöluhöfundur. HJARTA MITT HRÓPAR Á ÞIG. Ástarsaga, sem gerist að hluta í Agadir, þar sem jarðskjálftar og flóðbylgja orsökuðu miklar hörmungar 29. febr. 1960. Ástir og dularfullir atburðir fylla síður bókarinnar. Það sýnir best vin- sældir þessarar bókar eftir Erling Poulsen, að hún hefur verið endurprentuð oftsinnis. UPP Á LÍF OG DAUÐA. Sjö fallhlífahermenn svífa niður í frumskóga Burma, þar sem japanir höfðu búið um sig. Fallhlífasveitin átti að sprengja í loft upp þýðingarmikla brú. Þetta er hörkuspennandi frásögn um ótrúlega hreysti og karl- mennsku. Höfundurinn er sjálfur meistar- inn Francis Clifford. ÖRLÖG OG ÁSTARÞRÁ. Cecilia Walters elskaði Hákon Borg, en óttaðist hann samtímis. Hann var faðir barnsins, sem hún hafði gefið frá sér. Hver var dularfulli maðurinn í svarta frakkanum? Bodil Forsberg skrif- ar enn sem fyrr heillandi og spennandi bók um dularfull ör- lög og heitar ástríður. HÖRPUÚTGÁFAN Akranesi. 49. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.