Vikan

Eksemplar

Vikan - 02.12.1976, Side 12

Vikan - 02.12.1976, Side 12
Steinblómið hans C og bórskaffið hans Hvað gera karlmenn, þegar þeir bjóða vinum til veislu? Jú, þeir leita flestir á náðir kvenna, því þeir telja sig alls ófæra um að annast slíka hluti. En þeir sem Vikan hitti í Húsmæðraskóla Reykjavíkur, verða ekki í vandræðum með matseld og veisluhöld í framtíðinni. Væri ég um tvítugt núna, þá held ég helst ég færi í Húsmæðra- kennaraskólann og tæki svo að mér að kenna karlmönnum að kokka. Mikil lifandis skelfing virðist það vera þakklátt starf. Um það sann- færðist ég, þegar Vikunni bauðst að koma á síðasta námskeiðskvöldið hjá karlmönnunum, sem Stella Skafta- dóttir hafði verið að kenna ýmsar eldhúslistir tvö kvöld í viku um fimm vikna skeið. Þeir teyguðu hrifnir hvert orð af hennarvörum, hlýddu hverri henn- ar bendingu (einn og einn þó með vinsamlegum mótbárum), og þegar sest var að borðum til að njóta veisluréttanna, kom í ljós, að við diskinn hennar Stellu beið lokkandi böggull með laglegri slaufu, og áður en upp var staðið var búið að halda þrjár ræður og afhenda Stellu blómvönd og kyssa hana í bak og fyrir. Karlmenn!!! Jakobina Guðmundsdóttir skóla- stjóri Húsmæðraskóla Reykjavíkur fræddi okkur á því, að þessi sérnámskeið fyrir karlmenn hefðu byrjaði hjá skólanum haustið 1975 og eiginlega verið hugsuð sem tillegg skólans til kvennaársins. Finnst okkur það vel til fundið, því seint næst jafnrétti kynjanna, nema bæði verði jafnvig á heimilunum. Húsmæðraskóli Reykjavíkur hefur um árabil kennt mikið í formi námskeiða, og karlmönnum hafa staðið þau opin, en það hefur gengið ákaflega erfiðlega að fá þá til að sækja þau. Fyrir tæpum fjórum árum þótti þátttaka eins karlmanns í matreiðslunámskeiði slíkum tíð- indum sæta, að Vikan sagði frá í máli og myndum (10. tbl. 1973). Stjóm skólans virðist nú hafa Jafnvel þrautþjálfaðir matreiðslu- kennarar þurfa stundum að líta á uppskriftirnar. hitt á réttu leiðina til að fá karl- mennina á námskeið með því að miða þau eingöngu við hið „sterk- ara” kyn. Aðsóknin sýnir, að karlmenn kjósa heldur það fyrir- komulag.,, Ég hefði aldrei treyst mér ó svona námskeið með kenfólki, það hefur þetta allt í sér, og ég hefði haft það á tilfinningunni, að ég stæði þeim langt að baki. En hér erum við allir jafnvígir”, sagði einn þátttakenda á námskeiðinu, og fleiri tóku undir það. „Fljótur maður, ég er að brenna mig á puttunum”, sagði Gunnlaug- ur við ljósmyndarann. Svuntan er af dóttur hans. 12 VIKAN 49.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.