Vikan - 02.12.1976, Page 14
Hákarl og brennivín
Soðnar gellur og
nýjar kartöflur
Sviðasulta og rófustappa
— og þá var gert hlé á áti og farið í
skoðunarferð um Reykjavík. En
þegar heim kom fengu lögfræðing-
arnir 30:
Hangikjöt og Gunnsusalat,
sem er viðfrægt salat, kennt við
merkilegan kvenmann, sem kokkaði
meðal annars fyrir Georgiu forseta-
frú, og Gunnlaugur gaf það ekkert
eftir, að ég gæfi lesendum Vikunnar
uppskriftina.
GUNNSUSALAT
— fyrir 20 manns —
600 g mæjones, sykur (9—10 msk.),
1/2 tsk. pipar, 1. msk. Worchester-
sósa, 1/2 msk. edik, 2 msk. franskt
sinnep, 1/2 msk. salt, piparrót á
hnífsoddi. Þetta er allt hrært saman
daginn fyrir veislu, en skömmu
áður en neyta á salatsins, er
blandað saman við sósuna 1 pela af
þeyttum rjóma og 2 kg af soðnum
kartöflum. Bragðast vel með hangi-
kjöti, skinku eða uxatungu.
Nú, þetta salat er fyrir 20 manns,
enda var Gunnlaugur þegar búinn
að seðja lögfræðingana 30 allvel,
áður en að Gunnsusalati kom. En
HRAÐGRILL
3 TÆKI I EINU
Handhæg tæki,
sem fer lítið
fyrir.
★
Mjög auðvelt
að þrífa.
■fr
Tæki, sem
vert er að sjá.
LRTTilg
UMBOÐIÐ
næsta dag bauð hann svo 55 manns
í leyfamar af öllu saman, og fara
ekki sögur af öðru en að allir hafi
orðið vel mettir af.
Ég lét í ljósi undrun fyrir því, að
Gunnlaugur skyldi telja sig eiga
erindi á matreiðslunámskeið með
aðra eins reynslu i veisluhöldum.
En hann kvaðst hafa lært mikið og
vera nú færari en nokkru sinni fyrr
að halda veislu.
Ég þorði nú ekki að trufla
Gunnlaug frekar við stroganoffið og
sneri mér að næsta manni. Sá
kvaðst heita Tómas Waage og vera
veggfóðrarameistari. Ég spurði,
hvað hefði dregið hann á þetta
námskeið. Hann kvaðst hafa gaman
af að elda, hann hefði verið kokkur
til sjós síðastliðna 9 mánuði og
verið meira en litið leiður orðinn á
brúnu sósunni. Tómas var mjög
ánægður með námskeiðið, sagði, að
þeir hefðu fengið þarna góða undir-
stöðu og 20—30 uppskriftir af
aðalréttum og lært sitthvað um
salöt og annað meðlæti, bakstur og
fleira.
Tómas tók það fram, að honum
þætti ekki dýrt að borga 6 þúsund
krónur fyrir þetta allt saman, þvi að
með því borguðu þeir ekki aðeins
kennsluna og uppskriftirnar, sem
þeir ættu áreiðanlega oft eftir að
grípa til, heldur einnig hráefnið, og
svo borðuðu þeir alltaf þessa listi-
legu rétti að loknu hverju nám-
skeiðskvöldi. Þessu var kröftuglega
samsinnt af öðrum þátttakendum,
en þeir voru, auk þeirra, sem þegar
eru nefndir:
Kolbeinn Gíslason tæknifræðing-
ur, Ingimundur Hjartarson skrif-
stofumaður, Aðalsteinn Eiriksson
yfirkennari i Kvennaskóla Reykja-
víkur (við nám í Háskólanum í
vetur), Gísli Baldur Jónsson starfs-
Það var glatt ó hjalla við borðið.
eina og sjá má á þessari mynd.
Nemendur Aðalsteins Eirikssonar i
Kvennaskólanum hljóta að fyllast
aðdáun, þegar þeir sjó, hvað hann
tekur sig vel út við eldhússtörfin.
maður hjá Olís, Gunnar Stefánsson
dagskrármaður hjá Ríkisútvarpinu
(fyrrum þulur par) og^ Gunnar
Halldórsson byggingaverkamaður.
Einn vantaði í hópinn þetta kvöld,
örn Jóhannesson starfsmann hjá
Rafha, en starfsmenn Rafha voru
einmitt að halda upp á 40 ára
afmæli fyrirtækisins þetta sama
kvöld. Ekki hafði þó veisluglaumur-
inn sá glapið örn meira en svo, að
hann sendi Stellu og félögum skeyti
með þakklæti fyrir samveruna.
Það var sérlega skemmtilegt að
fylgjast með námskeiðinu þessa
kvöldstund. Samkvæmt lýsingum
var töluvert annar svipur á þátt-
14 VIKAN 49. TBL.