Vikan - 01.09.1977, Side 39
Hlið eitt var búin, og hún sneri
skifunni við og hækkaði tóninn
utan við sig.
„Ég fæ mér eyrnatappa,” öskr-
aði hann.
„Fyrirgefðu,” sagði hún, ögn
niðurdregin. „Ég vil, að tónlistin
fylli veröld mína.” ,,Hvað kenn-
irðu?” <- .
„Frönsku.”
„Ég náði ekki einu sinni lág-
markseinkunn i henni.”
„Hvað með ' baðherbergið?”
spurði hann með þolinmæði. Bri-
stow hjónin niðri hafa sitt eigið, svo
það erum bara við tvö um þetta, og
ég þarf að flýta mér á morgnana.”
„Ég líka.”
„Gott.” Hann lokaði á eftir sér,
en hún opnaði aftur.
„Hvað heitirðu?”
„Adam. Adam Fairfax.”
„En furðulegt. Ég heiti Eva,
venjulega kölluð Evi.”
MAMMA hennar hafði nöldrað
yfir mataræði hennar. Hún fékk sér
kótelettu, rósakál og ferskju. Ein-
falt og fljótlegt. Fólk hefur alltof
mikið fyrir mat.
Hún setti kótelettuna í ofninn.
sem var áfastur við eldavélina,
rósakálið á helluna og kveikti undir.
Einfalt var rétta orðið. Hún ákvað
að lesa á meðan maturinn væri að»
steikjast. Hún lagðist á legubekk-
inn og opnaði bók.
Allt í einu fann hún hræðilega
brunalykt. Hún flýtti sér að
slökkva á öllu og glimdi árangurs-
laust við bjánalegan gluggann. Hún
varð að opna dyrnar. Hún vonaði,
að Bristow hjónin hefðu misst
eitthvað af lyktarskyni ;sínu. En
það hafði Adam hins vegar ekki, því
dyr hans opnuðust.
„Þetta var þér líkt,” sagði hann
vingjarnlega. „Þú ættir að koma
inn og borða með mér.”
Hún fór, en lét sem sér væri það á
móti skapi. Þó að herbergið væri
líkt hennar og eins húsgögnin, var
viss stíll yfir því. Legubekkurinn var
þakinn ísaumuðum púðum, og það
voru athyglisverðar myndir á
veggjunum. Úr frábærum hljóm-
burðartækjum ómaði hugljúf tón-
list.
„Ég hef megnustu fyrirlitningu á
efnislegum gæðum," sagði hún og
sneri upp á sig.
„Það er ekki óvanalegt, að maður
fyrirlíti efnisleg gæði í eigu
annarra,” samþykkti hann þurr-
lega.
„Myndirnar eru einfaldar og
ágætar.”
„Já, kærastan mín er mjög
listræn.”
„Kærastan þin.”
„Já. Sestu, maturinn er tilbú-
inn”.
,, Kj úklingaréttur. ’ ’
„Kærastan þín hefur auðvitað
kennt þér að elda?”
„Vitaskuld. Fransiska er frönsk,
og hún þolir ekki leiðinlegan mat.
Hún er einnig frábær hannyrða-
kona, eins og þú munt hafa tekið
eftir.”
„Á! Þú hefur vandað valið.”
Augnatillit hans varð kalt. „Hún
er líka falleg, og ég elska hana.”
Það virtist viturlegt að fella niður
talið um Fransisku og njóta
matarins. Hins vegar....
„Ég hef enga trú á hjónabönd-
um,” sagði hún.
„Þú heldur víst, að þú sért ein
um það. Að því er mér virðist eru
til tvær tegundir ungra stúlkna.
Þær, sem þegar hafa valið kjól,
dragt og brúðarmeyjar og eru á
höttunum eftir brúðgumanum strax
og þær sleppa úr skóla....”
Hún tók fram i fyrir honum.
„Gay, systir mín, giftist nítján
ára. Ó, hún, sem var svo glaðlynd!
Núna er hún bara heimilisþræll. Ég
veit, að hún elskar eiginmann sinn
og drengina, en hún virðist ekki
hafa tíma til neins annars.”
„Þú heldur þá víst, að ef ekki er
um hnútana búið með lögum, verði
það öðruvísi?”
„Þú hefur rangt fyrir þér. Lena,
miðsystir mín, varð ástfangin af
listamanni og fór að búa með
honum. Lif Gay er leiðinlegt, en
Lena þarf að vinna, og þau rifast
endalaust um peninga.”
„Engin börn?”
„Nei.”
„Af hverju fer hún ekki frá
honum?”
„Hún segist elska hann.”
„Hvert er þá þitt úrræði?”
„Soffía frænka segir, að þegar
hún var ung var til nokkuð, sem
kallað var „frjálsar ástir”, stutt
sambönd, laus í báða enda.”
„En núna?”
„Nú, hún er að verða fimmtug,
en hún er enn aðlaðandi, og hún
ferðast mikið! Sjáðu klukkuna!
Ég á Stefnumót, og við erum ekki
búin að þvo upp.”
„Það er allt í lagi. Ég geri það.”
„Erþér sama, Adam? Hann þolir
ekki að biða.”
HÚN var tuttugu mínútum of
sein, og allur fjöldinn þegar mættur
á krána. Nema Ham. Auðvitað
minntist enginn á hann. Hann gæti
hafa komið snemma eða á réttum
tíma, bara ekki beðið eftir henni.
Kannski ætlaði hann bara ekkert að
hafa fyrir þvi að koma. Öáreiðan-
leiki hans gerði hann enn ómót-
stæðilegri.
Foreldrar hennar voru ekki
hrifnir af Ham, sem var stytting úr
Hammond. Það sá hún á þvi, hve
yfirþyrmandi kurteis þau voru við
hann. Soffía frænka skildi samt, af
hverju henni fannst hann aðlaðandi.
„Hann gengur beint til verks, Eví.
Ef hann fær ekki það sem hann vill,
missir þú hann. Hugsaðu þig þvi
vel um. Þú ert nú ekki nema átján
ára.”
„Mín kynslóð verður fljótt full-
orðin. Hve gömul varstu, þegar þú
varst með manni í fyrsta sinn,
Soffía frænka?”
Andlit frænku hennar varð
alvarlegt.
„Tuttugu og átta,” sagði hún að
lokum. „Og ég hélt að hann ætlaði
að giftast mér.”
„En þú hefur ekki trú á
hjónaböndum.”
„Ég hafði það þá,” sagði Soffía
einbeitt. „En þetta sama ár gifti
mamma þin sig, yngri systir min.
Ég lenti í piparjúnkuhlutverkinu.”
„Hvað gerðirðu þá?”
„Ó, ég hugsaði mig um og komst
að því, að til voru menn, sem líkaði
vel við mig, af þvi að ég gerði þeim
skiljanlegt, að ég sóttist ekki eftir
giftingarhring.”
„Og ertu hamingjusöm núna?”
„Annað slagið kemur yfir mig
viss löngun,” sagði Soffía.
Hann kom, þegar klukkuna
vantaði stundarfjórðung í níu. Með
kuldalegu viðmóti ákvað Eva að
láta hann hafa fyrir hlutunum. Á
diskótekinu neitaði hún að dansa
eingöngu við hann, og þegar hann
ók henni heim, bar hún fyrir sig
þreytu, þegar hann vildi koma með
henni upp. Hún svaf yfir sig um
morguninn og þaut til baðherberg-
isins. Rennandi vatn og lostafull,
svngjandi karlmannsrödd ómaði.
Hún tók í hurðarhúninn, og
söngurinn hætti.
„Halló?”
„Það er ég, Evi. Flýttu þér.”
„Ég verð tiu mínútur í viðbót.”
„Hvað á ég að gera?” vældi hún.
„Þú getur reynt að fá að note
baðherbergið hjá Bristow hjónun
um.”
Bristow hjónin voru mjög vin
gjarnleg, og svo fylgdu þau henri
til dyra, eins og virtum gesti. Hú 1
ákvað að bjóða þeim í mat einhver 1
tíma. Kannski myndi Adam leyfí
henni að nota sína eldavél.
VIKAN leið fljótt, og hún var úti í
hverju kvöldi. En ekki með Han .
Heimsókn hans til hennar hafii
endað með ósköpum.
Þetta með baðherbergið varð íið
fastri reglu. Adam kallaði á hana,
þegar hann kveikti á katlinum.
Ekki varð hjá því komist, að þau
hittust í stiganum annað slagið, og
ekki varð heldur hjá þvi komist að
hún væri kynnt fyrir Fransisku. Og
Fransiska var ekki bara líkamlega
falleg. Hún var lika aðlaðandi.
„Fölsk” sagði eitthvað innra með
Eví, reiðilega. Enginn getur verið
svona fullkominn.
Þegar þau voru saman i herbergi
Adams, og hún, Eví, var ein,
heyrði hún raddir þeirra og annað
slagið hlátrasköll. Og þegar þögn
féll á, datt henni i hug, að þau væru
að kyssast eða elskast. Henni
fannst hún skilin útundan, eins og
barn í stiganum að hlusta á
fullorðna fólkið niðri.
Meðán á þessu stóð, hélt hennar
eigið líf ófram. Stundum voru
haldin samkvæmi, sem pömðust
niður. Stundum voru í byrjun tveir
eða þrír að hlusta á plötur, en
samkvæmið færðist svo í aukana
eftir því sem fleiri bættust í hópinn.
Hún svaf ekki mikið, og þar sem
sum þessara samkvæma enduðu
heima hjá henni, bjóst hún ekki við,
að Adam svæfi mikið heldur.
Dag einn stöðvaði hann hana í
stiganum.
„Ýsuaugu. Ég ætti ekki að vera
að gefa þér ráðleggingar, en þú ert
virkilega með allt á fullu.”
Hún og Ham rétt kinkuðu kolli
hvert til annars nú orðið, en hún
hafði einn í sigti, sem vel gæti orðið
henni meira en framandi maður.
Soffía frænka kom í heimsókn
með rikmannlega gjöf, tíu nýjar
plötur. og var ánægð með allt.
„Ætli Adam sé ekki sama, þó við
spilum tvær eða þrjár af plötunum á
hans tæki?” hugsaði Evie upphátt.
„Og hver er Adam?”
„0, kennari, sem býr hér í næsta
herbergi.”
Sophie sveiflaði leggjunum af
legubekknum
„Heimsækjum hann. Mér líst vel
á. að einstæður maður skuli búa í
næsta herbergi, til að skipta um
öryggi og slíkt,” sagði hún með
alvöru.
„Ég lærði allt svoleiðis hjá
pabba.”
En ef þú værir pinulitið hjálpar-
vana, gætirðu notið kunnáttu
beggja.”
„Það finnst mér vera græðgi.”
Frænka hennar leit á hana með
virðingu.
„Þú ert orðin fullorðin, Eví."
„Maður verður það alltaf fvrr eða
síðar. býst ég við.” svaraði hún.
Þau þrjú, hún, Adam og Soffía,
nutu sín vel saman og höfðu um nóg
að spjalla.
Þegar Soffia kom aftur inn í
herbergi frænku sinnar. sagði hún:
„Þetta er maður með mönnum.
Virkilegur einstaklingshvggjumað-
ur." Timinn leið.
Nýja ástarsambandið. sem hún
hafði bundið vonir við. varð enn
ólánlegra heldur en sambandið við
Ham. Kvöldið. sem hún levfði
honum að koma heim með sér. kom
hann með viskiflösku og var veikur
inni á baði, áður en hann dó í
stiganum. í örvæntingu bankaði
hún á dvrnar hjó Adam. Áhugalaus
hóaði hann á leigubil og rétti
35. TBL. VIKAN 39