Vikan - 01.09.1977, Side 46
STJÖRMJSPÁ
Kr hhinn 22. jum J.Vjúli
Þetta virðist ætla að
verða erilsöm vika.
Þú tekur þig til og
vinnur upp það. sem
lengi hefur verið þörf
á að ljúka. og því
ættu skipulags- og
forvstuhæfileikar
þínir að njóta sín.
Ilrulurinn 2l.ni;irs 20..i»nl
Þessi vika verður
heldur viðburðar-
snauð hjá þér. og því
ekki ólíklegt að hún
liði þér fljótt úr
minni. Það verður
ekkert. sem kemur
þér á óvart. og þú
verður í góðu jafn-
vægi í vikulok.
Yiulift 2l. ipril 21.ni;ii
Einhverjar hagstæð-
ar breytingar verða á
högum þínum. Þó er
ekki ósennilegt að þú
verðir að hafa eitt-
hvað sjálfur fyrir
hlutunum, en það
borgar sig þegar til
lengdar lætur.
Happalitur er gulur.
l.joni>> 24. júli 24. .újú'l
Smámunir virðast
valda þér óþarflega
miklum áhyggjum.
Margt bendir til að
eitthvað sem þú hef-
ur undirbúið vand-
lega. verði þér ekki
til eins mikillar
ánægju og þú hafðir
gert ráð fyrir. Happa
tala er 9.
Tiihuriirnir 22.m;ii 2l.júni
Vertu viðbúinn öllu
hinu versta á vinnu-
■stað. Einhver vinnu-
félaga þinna kemur
með tillögu að breyta
öllu og kollvarpar
þar með framtíðar-
vonum þínum. Þú
ættir að reyna að
hafa áhrif á gang
mála.
>lc> j;in 24 ;ii»úM 2.4.scpl
Að öllum likindum
færðu óvænta heim-
sókn persónu, sem
þú hefur hvorki séð
né heyrt í um margra
ára skeið, og vikan
mun verða hin á-
nægjulegasta í alla
staði.
SporAdrckinn 24.okl. 'Í.Yum. HogniiiAurinn 24.ni>\. 2l.úcs.
Það verður lögð ein-
hverskonar gildra
fvrir þig í þessari
viku. og þarftu að
beita lagni til að losa
þig út úr henni.
Einhver þér nákom-
inn stendur að þessu
óþokkabragði. en
meinar ekki neitt illt
með því.
Það ber talsvert á
hirðuleysi í fari þínu
þessa dagana og
brýn nauðsyn fyrir
þig að bæta úr þvi
hið snarasta. Á
þriðjudag muntu fá
tækifæri til að bæta
upp fvrir fyrri leti.
Þú lit ur björtum aug-
um á tilveruna þessa
dagana, enda ærin
ástæða til þess. Þú
færð gleðilegar fréttir
og allt mun ganga þér
i haginn. Þér verður
boðið í skemmtilegt
samkvæmi, og unga
fólkið ætti að njóta
sin i þessari viku.
Stcingcilin 22.dcs. 20. jan.
Þessi vika verður
fremur tilbreytingar-
snauð, að laugardeg-
inum undanskildum,
þvi þá gerist eitthvað
óvenjulegt, sem þú
átt ekki von á.
Kvöldin verða öl!
svipuð, og ráðlegast
fyrir þig að halda þig
heima við.
\alnshcrinn 21. ian. l'Mchr.
Fylgstu vel með öllu,
sem gerist í kringum
þig, og hafðu augu og
eyru opin gagnvart
öllum nýstárlegum
fréttum. Vikan verð-
ur í flesta staði
ánægjuleg, ef þú
gerir ekki alltof mikl-
ar kröfur til umhverf-
is þins.
kiskarnir 20.fchr. 20.mars
Til að verulega góður
árangur náist, þarftu
að hvíla þig vel um
helgina. Það bendir
allt til þess að þessi
vika verði öðruvísi en
þú hafðir gert ráð
fyrir. Eitthvað, sem
þú lest, veldur þér
miklum heilabrotum.
<7 SKUGGA
^LJÓNSINS
út úr bílnum. Hún fann að hné
hennar skulfu.
Hún studdi sig við bilhliðina og
leit niður eftir veginum. Dálítið
fvrir neðan bílaverkstæðið sveigðu
mennirnir tveir mótorhjólin fram og
til baka á veginum og virtu fyrir
sér. hverju þeir höfðu komið til
leiðar. Þeir komu auga á hana og
veifuðu háðslega. Siðan fóru þeir
einn hring enn og hurfu með
miklum hávaða fyrir næstu beygju.
Einhvers staðar rétt hjá æpti
konan aftur.
Það varð mikið uppþot, þau sáu
það ekki, en heyrðu greinilega.
Hróp og grátur fylgdi i kjölfar
ópanna, fólk á hlaupum og í gegnum
allan hávaðann barst skerandi
grátur nýfædds barns. Þegar Regina
leit upp, sá hún þök gamalla húsa
rétt við vegginn. öll þessi læti voru
einhvers staðar í þessum húsum.
Edward kannaði skemmdirnar á
bilnum. Annað frambrettið var
mikið beyglað og önnur framluktin
hafði beyglast upp eins og pappirs-
poki. Málmurinn stakkst inn i
dekkið. Regína leit snöggt undan.
Hún hafð séð nóg til þess að vita að
þau myndu verða að vera á þessum
hræðilega stað i nokkra daga.
Fyrir aftan hana spurði kurteis-
leg rödd, hvort þau þörfnuðust
hjálpar. Regína seri sér við. Þetta
var sólbrenndur gildvaxinn maður,
í dökkum buxum og blárri skyrtu
með oliublettum. Hann endurtók
spurningu sina á lélegri ensku.
Regina brosti til hans. ,,AUt i
lagi. Ég tala itölsku. Og þakka þér
fyrir, við þörfnumst svo sannarlega
aðstoðar.” Hún gekk að bílnum og
kallaði ,,Edward.”
Augu frænda hennar hvíldu á
manninum og hann brosti.
Italinn starði á hann. ,,Ert þetta
virkilega þú?” tautaði hann.
...Já. ég er kominn aftur.”
ítalinn greip hönd Edwards og
brosti breitt. ,,Edward. Ég hélt að
þú hefðir alveg gleymt okkur."
..Gleymt Roccaleone?” sagði
Edward hlýlega. ,,Nei Beppo, það
gæti ég aldrei gert.”
Neðan frá veginum heyrðist ein-
hver hrópa: ,,Edward.”
Þau litu niður eftir veginum og
komu auga á manninn með múlasn-
ann, sem þau höfðu farið fram hjó
á leiðinni. Múlasninn kom töltandi
á eftireiganda sínum. Maðurinn var
hávaxinn og grannur, andlit hans
gamalt og samanbitið af margra ára
erfiðri lifsbaráttu. Núna ljómaði
breitt bros á þessu andliti.
,,Hann er kominn aftur, Dino,’
hrópaði Beppo til baka.
Dino beið ekki eftir að komast
alla leið til þeirra. ,,Ég sá hann ó
leiðinni,” hrópaðihann. „Égþekkti
hann strax.”
Edward brosti. „Það er orðið
langt um liðið.”
„Allt of langt,” sagði Beppo
höstuglega. „En ég hefði alltaf
þekkt þig.”
Sér til mikillar furðu sá Regina að
Edward þreifaði með fingrinum
niður eftir örinu á andlitinu. „Ég
ber þess merki,” sagði hann.
Beppo hristi höfuðið. „Þetta var
ömurleg nótt.”
Edward yppti öxlum. „Ja, ég
veit ekki. Ef þetta hefði ekki gerst,
hefði ég haldið áfram með hinum.
Annars hefði ég aldrei verið
um kyrrt hér í Roccaleone.”
Dina var nú kominn til þeirra.
Hann sló vinalega á bak Edwards.
„Hvar hefur þú haldið þig öll þessi
ár, ha?”
„Heima í Englandi, ég hef verið
að kenna. Þú manst að ég ætlaði
alltaf að verða skólastjóri," sagði
hann.
Dino rak upp rokna hlátur.
..Hann er góður þessi. Ég sé það
alveg fyrir mér. Sjálft Ljónið i hópi
hávaðasamra krakka.”
Edward hló með honum. „Þetta
er nú samt alveg satt, gamli minn.”
Regína, sem fann að mennirnir
þrir höfðu alveg gleymt henni, gat
ekki annað en undrast þessa
breytingu. Fram til þessa hafði
Edward Milson verið stöðugasti og
áreiðanlegasti þátturinn i lifi henn-
ar. Alltaf kurteis og alltaf góðlegur,
en eins og dálitið annars hugar.
Hún hafði alltaf álitið hann svolítið
leiðinlegan og fremur gamaldags.
Hún hafði aldrei séð hann svona
rólegan og hlæjandi eins og núna,
ekki einu sinni í hópi þeirra manna,
sem kennt höfðu hjá honum árum
saman við skólann i Bundersford.
Enginn, nema hún sjálf og vesa-
lings Jessie frænka, höfðu nokkurn
tíma nefnt hann með fornafni.
Pinginn af kennara'.iðinu í Bunders-
ford myndi láta sér detta i hug að
gefa honum olnbogaskot eða slá
hann vinsamlega á bakið.... eða
kalla hann „Ljónið”.
Dino var að athuga bílinn.
„Hvað gerðist?” Þú ætlar þó ekki
að segja mér að þessir ungu djöflar
hafi verið valdir að þessu?”
Edward kinkaði kolli.
„Voru það.„?” tautaði Beppo, en
hreytti siðan út úr sér: „Ég þarf
ekki að spyrja. Það voru þeir.”
Dino andvarpaði. „Ég sá þá. En
ég veit ekki, hverjir tveir þeirra það
voru.”
Edward pírði saman augun.
„Áttu við, að þeir séu fleiri?”
„Þeir eru að minnsta kosti um
tuttugu,” svaraði Beppo, og það
46VIKAN 35. TBL.