Vikan - 01.09.1977, Síða 48
SMÁSAGA EFTIR GEORG GOODCHILD
Ti /r cLean taldi frábært minni
sitt mikilvægast af með-
fæddum hæfileikum sínum. Hann
var revndar varla nema í meðallagi,
hvað snerti nafn og vöxt fólks, en
andlitum gleymdi hann aldrei. Þessi
hæfileiki gat bæði verið til ills og
góðs. því að á ferðum sínum um
London var hann stöðugt minntur á
liðna atburði.
Slíkt átti sér einmitt stað dag
nokkurn að vorlagi. Regnið
streymdi niður, og hann fór inn á
veitingahús. Hvortveggja var, að
hann leitaði skjóls og vildi drepa
tímann í fimmtán mínútur, en hann
átti mikilvægan fund fyrir höndum.
Hann setti regnhlífina sína i körfu
frammi í anddyrinu og gekk inn í
veitingasalinn og bað um könnu af
tei. Þegar hann var á leið út aftur og
ætlaði að grípa regnhlífina, sá
hann, hvar hávaxinn maður var
kominn með gripinn i hendurnar.
— Fyrirgefið, sagði hann. — En
þetta er vist regnhlifin mín.
Maðurinn snéri sér við, og
samstundis varð McLean hugsað til
liðinna atburða í stóru húsi í
Kensington með stórum gluggum,
sem snéru út að fallegum garði.
— Ég hefi víst tekið misgrip,
sagði maðurinn.
— Éfe held, að þér hafið ekki verið
með neina regnhlíf, Lorimer, sagði
McLean.
George Lorimer varð flóttalegur
til augnanna, hann retti McLean
regnhlífina. Hann hafði líka gott
minni varðandi útlit manna.
— Einkennilegt, að við skulum
hittast á þennan hátt, sagði hann.
— Ég var heppinn að hitta yður,
annars hefði ég glatað regnhlífinni
minni! sagði McLean háðskur.
— Svona mistök geta alltaf átt
sér stað, allavega virðist einhver
hafa gripið mína regnhlif. Hvað er
eiginlega langt síðan, lögreglufor-
ingi?
— Tíu ár.
— Svo langt? Ég hefi verið mjög
ungur.
— Já, það voruð þér. Það var
eiginlega synd að stinga yður inn.
— Ég er ekki bitur, eg átti það
skilið. Jæja, það virðist vera hætt
að rigna, ég verð að hlaupa. George
Lorimer lyfti hendinni i kveðju-
skyni og ruddi sér braut gegnum
manngrúann á gangstéttinni. Mc-
Lean var ergilegur yfir því að geta
ekki séð, hvað yrði af honum, en
hann mátti ekki missa af fundinum.
Þegar hann fór út um dyrnar, gekk
hann beint í flasið á ungum
lögreglumanni, sem starfaði í hans
deild.
— Walters, sagði hann. — Sjáðu
manninn þarna í brúna frakkanum,
hann er að fara yfir götuna. Eltu
hann og gættu að hvert hann
heldur. Ég verð kominn á skrifstof-
una eftir klukkustund, þú gefur mér
skýrslu þá.
ALTERS leit snöggt til
mannsins, sem McLean benti
honum á og hraðaði sér á eftir
honum. Hálfri annarri stundu síðar
var hann sestur inn á skrifstofu
McLeans.
— Hann hitti stúlku í Trocadero,
sagði hann. — Huggulega stúlku,
rauðhærða og bláeygða. Þau rædd-
ust við í nokkrar minútur, og síðan
fór hann í Barrett Street í fyrirtæki,
sem heitir „Enterpriser Limited”.
Ég dokaði við fyrir utan, en hann
kom ekki aftur út. Ég fór því inn á
eftir honum og sá til hans gegnum
glerhurð. Það lítur út fyrir, að hann
sé eigandi þessa fyrirtækis — hvað
sem það nú er.
— Enterprises Limited, sagði
McLean. — Það getur verið hvað
sem er. Brook, vertu svo vænn að
fletta upp á því í símaskránni.
— Brook yfirlögregluþjónn fletti
skránni.
— Enterprise Club — Enterprise
Cafeteria — Enterprise glugga-
hreinsun. Nei her er það ekki skráð,
sagði hann.
— Það stendur kannski undir
nafni George, gættu að George
Lorimer.
Brook fletti skránni aftur, en
sagði, að engan væri að finna með
því nafni með þetta heimilisfang. —
George Lorimer, sagði hann. —
Mér finnst ég kannast við nafnið.
Var ekki maður með því nafni
bendlaður við Lane-málið? Nei,
heyrðu, það var ekki það.
— Ég skal spara þér heilabrotin,
sagði McLean, — George Lorimer
var bendlaður við hlutabréfamis-
ferli, og við handtókum hann í mjög
fallegu húsi í..
— Kensington! hrópaði Brook. —
Myndarlegur náungi, en fjandi
frakkur.
— Stendur heima. Hann hefur
ekkert breyst, í dag stóð ég hann að
verki, þegar hann ætlaði að stinga
af með regnhlífina mína. Ef hann
rekur fyrirtæki, grunar mig að
eitthvað grugguggt sé þar á seyði.
ÆSTA dag fór McLean í
heimsókn í Enterprises Lim-
ited. Hann kom inn í afgreiðslu, þar
sem ungur maður sat á bak við
borð, og á glerhurð á bak við hann
stóð „Forstjóri”. Aðspurður hvort
forstjórinn væri viðlátinn, svaraði
ungi maðurinn því til, að hann
skyldi athuga málið og bað um nafn
McLeans.
— Segðu honum bara, að það sé
gamall vinur að spyrja eftir honum,
sagði McLean.
Ungi maðurinn var sriar í
snúningum og kom strax til baka og
bað hann að gjöra svo vel. Eftir
augnablik var McLean í skrifstofu
Lorimers
Ung og aðlaðandi stúlka verður á vegi
verkfrœðings frá Suður-Afríku, sem
dvelur í leyfi í London.Kynni þeirra
leiða ýmis óþægindi af sér fyrir
verkfræðinginn, en McLean kemur á
vettvang og hjálpar upp á sakimar.
48VIKAN 35. TBL.