Vikan - 01.09.1977, Blaðsíða 16
og ég tel aö okkur hafi bara gengið
mjög vel. Viö höfum aldrei lent í
neinu, sem við höfum ekki getað losað
okkur fremur auðveldlega út úr aftur!
Finnst þér þú hafa breyst
persónulega eftir að þú byrjaðir í
þessu starfi?
— Já, ég tel þetta starf mjög
þroskandi, og það gerir mann yfir-
vegaðan. Ég tek hlutunum allt öðruvísi
eftir að ég byrjaði í þessu starfi, og hef
fengið allt annað mat á lífinu. Maður
verður vitni að svo mörgu misjöfnu og
gerir sér þessvegna grein fyrir, hvaö
maður hefur það í raun og veru gott.
„Er ekki eins
sterk og r
karlmennirnir...’ ’
Eflaust hafa margir rekið upp stór
augu, ef þeir hafa ekið gamla Hafnar-
fjarðarveginn einn fagran sumardag
fyrir stuttu. Þar mátti sjá bráðfallega,
unga stúlku, íklædda ,,vinnugalla"
með skóflu í hönd. — Þessi stúlka
heitir Heiða Stefánsdóttir, og vinnur
hjá borginni. Þennan dag var hún að
grafa fyrir vatnsrörum, nánar tiltekið
átti að leggja vatnsrörin neðar. Heiða
er 16 ára gömul, og er í þessu starfi
yfirsumarið, en hún fer í menntaskóla
í vetur.
Er sérstök ástæða fyrir því að þú
valdir þér þetta starf?
Nei, ég er bara það ung, að það
kom ekkert nema bæjarvinna til greina
hjá mér, svo ég sótti um og hlaut
þetta.
Hvað gerirðu aðallega?
Ég vinn mest við alls konar
,,gröft," en einnig við undirþúning
fyrir steypuvinnu. Svo hnalla ég líka
niður gagnstéttarhellur.
— Hvernig eru karlmennirnir gagn-
vart þér?
— Alveg ágætir! Að vísu mæti ég
örlítilli gagnrýni frá þeim, því ég er ekki
eins sterk og þeir! En okkur semur
ágætlega.
— Hvernig fannst vinum þínum að
þú færir í þetta?
— Stelpunum fannst þetta ekkert
sérstakt, en það kemur mikið á suma
stráka, þegar ég segist vinna á
götunni!
Hvernig tóku vinir þínir því er þú
gerðist lögregla?
— Þeim finnst þetta bara ósköp
eðlilegur hlutur, og í beinu framhaldi
af fyrri spurningu, má geta þess, að
þeim finnst ég hafa breyst til
batnaðar, eingöngu vegna þess
hversu miklu ánægðari ég er, eftir að
ég byrjaði í þessu starfi.
Hefurðu orðið fyrir líkamlegum
árásum í starfinu ?
— Nei, ekki enn! Að vísu hafa
hárreytingar verið nokkuð vinsælar,
en það hefur enn ekki verið setið fyrir
mér á einhverju götuhorninu — enda
yrði jafnvel tekið ærlega á móti!
— Telur þú að hver sem er, valdi
þessu starfi?
— Nei, það geri ég ekki. Þetta er
starf, sem krefst umhugsunar. Það er
ekki hægt að hlaupa í og úr lögreglu-
starfinu. Varanlegur áhugi verður að
vera fyrir hendi, og ég tel að fólk þurfi
að vera komið vel yfir tvítugt, til að
geta tekið ákvörðun um, hvort það í
rauninni treystir sér til að vinna við
þetta. Það er margt sem fylgir þessu
starfi, og viðkomandi þarf að vera
þess fullviss, að hann geti mætt því
öllu, og tekið því með ró og skynsemi.
Ég hef að leiðarljósi að flana ekki að
neinu, og taka öllu með jafnaðargeði.
16VIKAN 35. TBL.