Vikan - 01.09.1977, Blaðsíða 54
Só/stunga
Vissir þú að í bíl, sem lagt hefur
verið í sólarátt, getur hiti orðið
ca. 70 gráður og meira. Á þessu
sést að mjög hættulegt getur
verið að skilja t.d. smábörn eftir í
bíl, sem lagt hefur verið á
þennan hátt, þau gætu átt á
hættu að fá sólsting.
Sóstingur eða einkenni hans
koma fram á þann hátt að svimi,
þorsti, höfuðverkur, hiti, í stuttu
máli vanlíðan, jafnvel meðvit-
undarleysi sækir að. Hafi þetta
átt sér stað, þá kælið andlit og
hnakka ásamt úlnliðum með
rennandi klútum. Allrabest er ef
sjúklingurinn getur setið og
haldið höndunum undir rennandi
ískaldri vatnsbunu. Sé tilfellið
mjög slæmt, þá kallið á sjúkrabíl
og reynið á meðan blástur-
aðferðina, sé hennar þörf.
B/á/eitar varir
Bláleitar varir eru vandamál
margra, jafnvel sama hve mikill
varalitur er borinn á varirnar, blái
liturinn kemur í gegn. Úr þessu
má bæta með því að nota gulan
varalit áður en þú lætur þann
rauða á varirnar.
Hjartatilfelli
Það getur verið stórhættulegt í
sól og hita, að drífa sig allt í einu
í allskonar íþróttir í einum hvelli,
sérstaklega séuð þið allsendis
óvön mikilli áreynslu og hreyf-
ingu. Farið hægt af stað meðan
líkaminn er að venjast. Farið þið
of hratt af stað með slíkt gætuð
þið jafnvel átt hjartatilfelli á
hættu. i öllum bænum kallið
strax á sjúkrabíl ef minnsti
grunur leikur á sliku tilfelli. Á
meðan beðið er getið þið reynt
að láta sjúklinginn sitja uppi við á
meðan þið leysið um allt, sem
þrengir að. Sé sjúklingurinn
meðvitundarlaus þá leggið hann
niður og sjáið um að höfuðið
beygjist aftur. Ef þið haldið, að
blástursaðferðin komi að gagni
þá reynið hana.
Beinbrot
Hafi einhver brotið nandlegginn,
þá keyrðu með viðkomandi strax
af stað á slysavarðsstofuna. En
hafi fótur brotnað þá kallið á
sjúkrabílinn. Það getur verið
hættulegt að flytja fótbrotinn
sjúkling.
siysum, onoppum hættuástandi
og hvernig köllum við á hjálp?
Þetta eru ekki eins haldgóðar
upplýsingar hér, eins og þú
færð, ef þú lærir hjálp í viðlögum
en eigi að síður gætu þessar
upplýsingar komið að gagni.
Þú ættir að rífa þessar síður úr
blaðinu hengja þær upp á vegg á
góðum stað, þar sem allir geta
lesið ráðin, sem gefin eru.
Auðvitað er best að þú þarfnist
þeirra aldrei — en komi til þess
samt sem áður, þá er ekki verra
að hafa þau og líka með það í
huga að spara ef til vill dýrmætar
mínútur.
54VIKAN 35. TBL.
„Hobbyóhapp"
Við eigum það gjarna til að hella
okkur út í allskonar hobbyvinnu.
Því miður endar sú vinna oft
meðskrámum, snúnum fótum og
jafnvel opnum sárum. Látið vera
með að reyna að ,,lappa upp á,"
farið heldur til læknis. Og þegar
um djúp sár er að ræða, er rétt
að muna að hætta getur verið á
stífkrampa. Hreinsið sárið með
vatni og sápu og skolið með 3%
brintoverilte. Þá fyrst skal pensla
með joði og gjarna leggja
kompressu yfir sárið.
Þegar eitthvað
hættu/egt kemur
fyrir
Sumarið er á enda, en margir
landar eiga eftir að halda suður á
bóginn þannig að ráðlegging-
arnar hér á opnunni varðandi
sólina geti komið sér vel.
Við erum glöð og ánægð og
ætlum að taka lífinu með ró —
en í frítímum geta óhöpp-
in átt sér stað eins og svo
oft vill verða og hvað þá?
Hvernig bregðumst við við