Vikan - 01.09.1977, Blaðsíða 11
TILLÖGUR UM EFNI I BLAÐIÐ
ÁGÆTI Póstur!
Ég ætla að byrja á að þakka þér
fyrir ágætt efni blaðsins og finnst
mér það fara sífellt batnandi. Einn
mesti kostur þess er, hve fjölþætl
það er og hve það nær til mikils
fjölda fólks þ.e. það nær til
næstum allra aldurshópa og til
beggja kynja. Og fyrir alla muni,
haldið áfram að birta sakamála-
sögurnar, sem eru alveg ágætar.
En ég hef hérna eina tillögu fram1
að færa, sem ég veit að margir
taka undir. Hér á íslandi hafa
margar sportgreinar nýverið litið
dagsins Ijós, og má þar nefna
svifdrekaflug, fallhlífarstökk og
svifflug, sem að vísu er ekki eins
nýtilkomið. Væri ekki þjóðráð að
kynna þessar íþróttir nánar, t.d.
tala við félaga í klúbbunum og.
fylgjast með æfingu hjá þeim,
birta myndir og útskýra þetta
nánar. Ég veit að margir bíða
spenntir. Með fyrirfram þakklæti.
Áhugamanneskja
Góð tillaga! — það er einmitt
nýbúið að ræða um það á ritstjórn
Vikunnar, að fara að gera eitthvað
i þessa áttina, og því ætti ekki að
iiða á löngu þar til þér verður að
ósk þinni. — Bíddu bara ró/eg!
Þakka þér svo hlýleg orð i garö
b/aðsins.... v
TÝNDI HEIMILISFÖNGUM
PENNAVINANNA Á ÍSLANDI
Vikunni hefur borist bréf frá írskri
stú/ku, þar sem hún óskar eftir
pennavinum, en hefur fteira að
segja og því birtum viö bréfið hér:
Kæra Vika!
Því miður get ég ekki skrifað á
íslensku — en mig langar að
eignast pennavini á íslandi og
tvær góðar vinkonur mínar þar,
HREFNA OG SISSIYA (á sennil.
að vera Sesselía) létu mig fá
heimilisfang þitt, en ég er búin að
týna heimilisföngum þeirra og þar
sem mig langar að senda þeim
svolítið, langar mig að biðja þær
að skrifa mér fljótt og senda mér
aftur heimilisföngin. — Einnig
langar mig að biðja þig að birta
eftirfarandi upplýsingar um sjálfa
mig í pennavinadálki: 20 ára
gömul stúlka, vinn úti, en er jafn-
framt í háskóla. Áhugamál eru
m.a. lestur, hjólreiðar, sund,
tónlist, hestamennska, göngu-
ferðir úti í sveit, dýr, eldamennska
(ég er grænmetisæta), prjóna-
skapur og bakpokaferðalög. Ég
hef mjög mikinn áhuga á islandi
og langar að skrifast á við fólk úr
öllum stéttum, sem hefur gaman
af bréfaskriftum. Kærar þakkir.
Máire Nic Canna,
25 Ascal Na Sóeimhe,
Bail An Teampaill,
Baile Atha Cliath 14,
Ireland.
Pennavinlr
Ágústa D. Guðmundsdóttir,
Höfðavegi 38, Vestmannaeyjum,
óskar eftir pennavinum á aldrinum
14-15 ára. Hún er sjálf 14 ára.
Áhugamál eru poppmúsik, dans
og íþróttir.
Miss Joy Marchant, 46 G/enda/e
Street, Barton Hill, Bristol, BS5
9SG, England, óskar eftir penna-
vinum á íslandi. Joy er 29 ára
gömul og áhugamál hennar eru
bréfaskriftir, frímerkja- og póst-
kortasöfnun og ferðalög.
Mrs. Kathy Dowe/I, 78 Seaford
Road, Broadfield, Crawley, Suss-
ex RH /19HT, Eng/andi, óskar eftir
íslenskum pennavinum. Kathy er
fædd 1941 og áhugamál hennar
eru bréfaskriftir, póstkorta- og frí-
merkjasöfnun, sund, tónlist og
söfnun á lyklahringjum.
Sigríður Söebech, Haukanesi 12,
210 Garðabæ, óskar eftir penna-
vinum á aldrinum 9-13 ára.
Áhugamál margvísleg. Sigríður
óskar eftir að mynd fylgi fyrsta
bréfi, ef hægt er. Svarar öllum
bréfum.
Guðrún Svava Bjarnadóttir,
Hraunbæ 134, Reykjavík, óskar
eftir pennavinum á aldrinum 12-13
ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef
hægt er.
E/fa Björk Vigfúsdóttir, Þver-
brekku 3, Kópavogi, óskar eftir
bréfaskiptum við stráka á
aldrinum 13-15 ára. Er sjálf að
verða 13 ára. Áhugamál eru
hestar, popptónlist, ferðalög,
strákar og sumar greinar íþrótta.
Borghildur J. Kristjánsdóttir,
Lyngbrekku 5, 200 Kópavogi,
óskar eftir að skrifast á við stráka á
aldrinum 14-15 ára. Áhugamál eru
hestar, ferðalög, popptónlist, böll,
ferðalög og íþróttir.
Marina Mak, Woh Hup Restoran,
57 JLN Bukit Bintang, Kuala
Lumpur 06-25, W- Malaysia,
óskar eftir pennavinum á islandi,
aldur skiptir ekki máli. Hún svarar
öllum bréfum.
Vinsælustu
og bestu þríhjólin.
Varahlutaþjónusta.
Opfflin
Spítalastig 8, sími 14661, pósthólf 671.
35. TBL.VIKAN 11