Vikan - 01.09.1977, Blaðsíða 47
var reiði í röddinni. ,,Synir ágætis
fólks lika. Þetta, að bruna fram og
aftur um veginn og trufla umferð-
ina, er þeirra mesta skemmtun
núna. Þeir létu Aldo missa hjól
undan vagninum sinum i siðustu
viku.”
,,Og eru þeir látnir komast upp
með þetta?”
Beppo roðnaði. ..Hvað getur
lögreglan gert? Það er ómöguiegt að
þekkja þá í sundur, þegar þeir eru
allir svona eins klæddir. Þeir raða
þeim upp og spyrja þá spjörunum
úr, en þeir sverja allir, að þeir hafi
verið einhvers staðar annars stað-
ar."
Hann sneri sér að bílnum. ,,Ég
ætla að ná i trukkinn og draga þig
niðureftir til mín.” Hann leit á
Reginu, sem stóð þarna rétt hjá.
,,Er þetta dóttir þin, ha?”
Edward sneri sér snöggt við.
..Itegina, fyrirgefðu, væna min. Ég
var alveg búinn að gleyma þér.
Komdu hérna. Ég ætla að kynna
þig fyrir tveim vinum mínum.
Beppo Tebaldi. Dino Recardo.
Þetta er Regina Webb. Systurdóttir
min. Hún kom til okkar, þegar hún
var fimm ára, svo það má eins segja
að hún sé dóttir mín.”
Dauft hros breiddist yfir andlit
hans. Hann hélt áfram á ensku:
..Regína, ég vona að þér leiðist
þetta ekki. Við gleymum okkur víst
alveg i endurminningunum, er ég
hræddur um. Ég var hérna i
striðinu.”
Beppo gekk til hennar og rétti
fram höndina. En hann sá sig um
hönd og horfði áhyggjufullur á
lófann. ,,Ékki nógu hreinn," til-
kvnnti hann og glotti. ..Svona er að
vera bifvélavirki.”
Regina hló og rétti honum
hendina. ..Eins og nú er ástatt fyrir
okkur. er engan ánægjulegra að
hitta, en einmitt þig. Þú vinnur á
hilaverkstæðinu, er það ekki?”
,.Ég á það,” svaraði hann
•stoltur.
..Leyfðu öðrum að komast að
lika,” sagði Dino og ýtti við Beppo.
..Þú getur ekki haft hana bara fyrir
þig. Hún er falleg, Edward. Allir
ungu mennirnir í Rocca munu elta
hana á röndum. Ég mundi gera það
sjálfur ef ég væri fimmtíu árum
vngri,” ha'tti hann við og deplaði
augunum.
Beppo hló og leit aftur á
skemmdirnar á bílnum. ,,Ég verð
fljótur að laga þetta. Það er
umboðsmaður í La Spezia. svo það
a'tti ekki að vera erfitt að fá
varahluti. Ég verð alveg æfur,
þi'gar ég hugsa um það, hvað
þessum ungu mönnum getur dottið
i hug."
Axlir Dinos sigu. ,,Þeir vaxa upp
úr þessu. Strákarnir gera sér ekki
grein fyrir, hversu ha'ttulegur
leikur þetta er. Þeir ætla sér ekkert
illt.”
„Þelta segir þú bara, vegna þess
að sonarsonur þinn er einn þeirra,”
sagði Beppo. ,,Þinn heittelskaði
Tomaso. Vertu ekki svona blindur,
Dino. Þú veist eins vel og ég, að
þeir gera sér fulla grein fyrir því,
sem þeir eru að gera. Og þeir geta
varla kallast nein börn lengur.”
..Tomaso er bara sextán ára,”
mótmælti Dino dauflega.
..Hinir eru eldri. Giuliano er
tuttugu og sjö ára.”
„Giuliano?” spurði Edward lágt.
Hvorugur gömlu mannanna gat
horfst í augu við hann. Edward
hvessti brýrnar. ,.Giuliano Mala-
spina?”
,,Já,” svaraði Beppo þunglega og
andlit hans var raunamætt. ,,Giul-
iano hefur safnað að sér hópi af
hálfvitum, — þú sást tvo þeirra í
dag, og hvort sem þú trúir því eða
ekki, þá hafa þeir okkur alveg i
vasanum. Þeir ógna allri borginni.
og það þorir ekki nokkur sála að
bjóða þeim birginn.”
,,Nema þú,” bætti Dino hug-
hreystandi við. ,,En það myndi
koma annað hljóð í strokkinn, ef
Matteo væri með í þessu,” sagði
hann svo.
„Matteo er skynsamari en svo,”
svaraði Beppo honum til baka. ,,Ég
myndi hafa afneitað honum, ef hann
hefði farið í þeirra félagsskap. Ef
þeim finnst lítið við að vera hér, af
hverju gera þeir þá ekki eins og
hann gerði og fara til Rómar, í
staðinn fyrir að standa uppi í hárinu
á fólki?"
,,Já, Edward, ég er eini græning-
inn hérna. Ég sagði þeim til
syndarina, þegar þeir komu að
angra mig. Þess vegna skáru þeir í
sundur dekk á hálfri tylft af bilum,
sem ég var með i viðgerð. Og feður
þeirra og afar segja, að þetta séu
aðeins bernskubrek.”
Hann spýtti á jörðina, eins og til
að undirstrika orð sín frekar. ,,En ef
þeir halda að þeir geti lagt allt undir
sig hér í Rocca mótspyrnulaust, þá
eiga þeir eftir að fá að skipta um
skoðun. Bölvaðir fasistarnir.”
Það heyrðist hrópað hátt fyrir
aftan þá. ,,Beppo frændi."
Beppo stökk af stað. Lítill
drengur kom hlaupandi frá borgar-
hliðinu. Hann var ekki meira en
svona átta ára gamall, grannvaxinn
og dökkleitur. Hann stundi upp,
móður og másandi: ..Mamrna sagði
að ég ætti að ná i þig fljótt.
Filomena frænka — ó komdu
frændi, fljótur.”
Hann þaut til baka sömu leið og
hann hafði komið. Beppo elti hann.
„Eitthvað er á seyði," sagði Dino
og það var glampi í gömlum augum
hans. „Við skulum fara og sjá,
hvað er um að vera.”
Framhald í næsta blaði
— Þetta er furðulegt og hann hefur aðeins verið í einum tíma í
kynlífsfræðslu!