Vikan - 01.09.1977, Blaðsíða 15
Kvenlögreglur hafa nú verið starf-
andi hér á landi s.l. fjögur ár. Vikan
náði tali af einni kvenlögreglu, Björgu
Jóhannesdóttur, en hún hefur gegnt
þessu starfi undanfarin 3 ár og starfar
nú hjá rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík. Blm. vissi, að Björg hefur
lokið námi frá Verslunarskóla Íslands,
og því lék hugur á að vita, hvers vegna
hún hefði valið sér þetta starf, en ekki
starf tengt menntun hennar..........
— Ég hef alltaf haft áhuga á
lögreglustarfinu, allt frá barnæsku.
Svo þegar kom til tals að stofna kven-
lögregludeild hér, sótti ég um, en var
of sein í það skiptið, svo ég fór ekki
fyrr en ári síðar. Þó ég hafi farið í
Verslunarskólann, kunni ég aldrei
beint við mig í skrifstofustörfum, og
vildi því breyta til. Ég taldi lögreglu-
starfið líflegt, fjölbreytt og spennandi,
sem það og er. Við sóttum tvö
námskeið hjá Lögregluskóla ríkisins og
lukum prófi þaðan, en á milli þeirra
vorum við í þjálfun í hinum ýmsu
deildum, svo það var margt sem
lærðist.
— Áttirðu von á að þetta starf yrði
eins umtalað og raun ber vitni?
— Já, ég gerði mér fulla grein fyrir
því í upphafi, að þetta yrði umdeilt.
Fyrst þegar við birtumst á götunum í
einkennisbúningnum, var fólk mjög
undrandi. Mikið var um að bílrúðum
væri rennt niður og flautað og öskrað
á okkur.
- Kom þetta illa við þig ?
- Nei, alls ekki. Mér fannst þetta
allt í lagi, en mér finnst einkennilegt að
undrunin virðist alltaf vera jafn mikil,
þó að kvenlögregla hafi verið starfandi
hér í 4 ár.
— Hvernig var ykkur tekið af
karlkyns lögregluþjónunum?
— Þeir tóku því bara vel að fá konur
í stéttina — alla vega vona ég það! Að
vísu virtust þeir vilja hlífa okkur í fyrstu
— en það rann svo út í sandinn!
Samvinnan milli okkar er mjög góð,
og ég tel að lögregluþjónar í dag sé
mjög góður og samstilltur hópur.
— Er starfið eins og þú hafðir gert
þér í hugarlund, áður en þú byrjaðir?
— Já, að mestu leyti. Þó eru alltaf
einhverjir hlutir, sem koma á óvart,
eins og t.d. hversu mikið er um að fólk
hringi til lögreglunnar vegna málefna,
sem í rauninni eru lögreglunni
algjörlega óviðkomandi, s.s. persónu-
legar deilur. Það er eins og sumu fólki
sé fróun í að hringja í lögregluna út af
öllu! En það er alltaf eitthvað nýtt sem
lærist, og mér finnst starfið ekki síður
áhugavert nú en þegar ég var að byrja
í þessu.
— Hvað finnst þér verst í þessu
starfi?
— Mér finnst verst að koma á staði,
þar sem börn hafa lent í slysum eða
blandast inn í heimilisóeirðir. Við erum
aðeins hlutlaus aðili og reynum að
gera okkar besta, vinna, vernda og
veita þá aðstoð sem mögulegt er. —
Við þurfum oft að brynja okkur og
hleypa ekki tilfinningunum að. Oft er
það svo, að maður sér ekki fyrr en eftir
á, hversu alvarlegir hlutirnir hafa verið,
það er eins og maður geri sér ekki
almennilega grein fyrir þessu meðan
hlutirnir eru að gerast.
— Bitnar starfið ekki mikið á þér í
einkalífi þínu?
— Jú, það er heldur hvimleitt hve
fáir virðast kunna sig hérhÞað er eins
og fólk skilji ekki, að lögregluþjónar
eru bara manneskjur eins og aðrir, og
við þurfum okkar frítíma. Við getum
ekki verið lögregluþjónar 24 tíma
sólarhringsins allan ársins hring!
— Verðurðu fyrir mikilli áreitni, t.d.
á dansleikjum?
— Já, en ég hef ekki orðið fyrir
neinum persónulegum árásum í þeim
tilvikum! Það er helst, að fólk vill
endilega segja ,,löggusögur,'' og þá er
ætlast til að ég taki afstöðu í málinu.
Ég varast að hleypa röflandi fólki að
mér á skemmtistöðum, enda hef ég
fengið það orð á mig að vera merkileg,
því ég set bara upp minn ,,vissa
svip"!
Hefurðu mætt einhverjum erfið-
leikum í starfinu, vegna þess að þú ert
kvenmaður?
— Nei, alls ekki. Við vorum t.d.
tvær starfandi saman á bíl á tímabili,
„Lögregluþjónar
þurfa líka
sinn frítíma!”
35. TBL.VIKAN 15