Vikan


Vikan - 01.09.1977, Page 3

Vikan - 01.09.1977, Page 3
Ásamt James Dean 1945. ,,Jimmy varð ástfanginn af mér— en Brando varaöi mig viö hon- Asamt John Derek 1955 ..ég var ennþá barn, en John kenndi mér aö fullorönast. " Ásamt Fabio Testi 1976. ,,Hann horföi ekki fyrst á brjóst mín og faetur og það líkaði mér. Ursula Andress er ein áhrifa- mesta kona í kvikmyndum nútím- ans. Hún steig upp úr sjónum í fyrstu James Bond myndinni, ,,Dr. No," íklædd bikini baðfötum hníf og litlu öðru, og sló strax í gegn. Síðan þá hefur hún leikið í kvikmyndum um allan heim — að þeim tíma undanskildum, sem hún hefur verið ástfangin. „Þegar ég er ástfangin hef ég öðru að sinna'' segir hún brosandi. Þessa dagana er Ursula þó við vinnu sína — því hún er ekki ástfangin. Að minnsta kosti ekki í bili. Tveggja ára ástarsambandi hennar og ítalska leikarans, FabTo Testi, lauk á heldur óskemmtileg- an hátt, og um hana hefur Testi sagt: ,,Ég kann ekki við fólk, sem er of ákaft." Það er ástæðan fyrir því, að Ursula ákvað að taka að sér aðal- hlutverkið í kvikmyndinni „Behind the Iron Mask," sem er gerð eftir hinni kunnu sögu Dumas ,,The Man in the Iron Mask," en þeirri kvikmyndatöku átti að Ijúka nú í sumar. Þegar Ursula er ekki í vinnu, býr hún alein í íbúð í Róm. Nýlega ræddi hún um mennina í lífi sínu — og vandræðin sem fylgja í kjölfar þess að verða ástfanginn. Fertug að aldri er hún eins fögur og hún hefur ávallt verið, með sítt, Ijóst hár og skínandi, blá augu. Svipur hennar er ákveðinn og vöxturinn ótrúlega fallegur enn þann dag í dag. Hún lítur út fyrir að vera a. m.k. tíu árum yngri en aldurinn segir til um. Ursula segir, með örlitlu brosi, að karlmenn hafi alltaf átt stóran þátt i lífi hennar. Hún segir, að fyrsti maðurinn, sem hafði áhrif á hana, hafi verið faðir hennar. ,,Hann kenndi mér það, sem var nauðsynlegt til að hjálpa mér að halda velli í kvikmyndaheimin- um, sem er grimmur og fram- andi," segir hún. ,,Án þess lærdóms veit ég ekki hvað orðið hefði um mig. Ég hefði fallið saman." ,,Ég bjó í Sviss, með foreldrum mínum og sex systkinum, þar til ég varð 17 ára. Ég kom heim úr skólanum á kvöldin og hafði ekkert fyrir stafni. Ég fékk alls ekki leyfi til að fara út. Þegar ég var 18 ára fór ég til Hollywood og þar kynntist ég leikaranum John Derek. Ég var ennþá barn, en John kenndi mér að fullorðnast. Ég giftist honum og við vorum gift í átta ár. Það, sem ég vildi, var að lifa lífinu og elska. Og ást er ekki aðeins að elska vini sína, hundinn sinn eða köttinn. Hún verður að vera algleymingur eða heit ástríða — annars er það ekki sönn ást. Venjulegt ástarævintýri, sem varir í eina nótt, einn dag, eða um eina helgi — það er nokkuð sem hægt er að gleyma svo til strax. Að elska er að vera með einhverjum." Áður en Ursula fór til Hollywood í fyrsta sinn var Marlon Brando góður vinur hennar á italíu. — ,,Ég hitti hann fyrst í Róm og þegar ég kom til Hollywood gætti hann mín, leiðbeindi mér og verndaði mig." V ,,Einn þeirra manna, sem Marlon varaði mig við var James Dean, leikarinn ungi, sem margir álitu spegilmynd af Brando. Jimmy Dean varð ástfanginn af mér, en Brando sagði við mig: „Varaðu þig á mótorhjólinu hans." Jimmy var einlægur aðdá- andi hvers kyns kappaksturs, og að lokum fór svo, að bíllinn hans varð honum að bana." Ursula heldur áfram: ,,Á þeim tíma voru tveir menn, sem vildu giftast mér. James Dean var annar, John Derek hinn. Ég elskaði John Derek, en hann var þegar giftur. Það var auðvelt að vera ásfangin af Jimmy, en það var ekki auðvelt að giftast honum. Ég vildi bíða þar til John yrði frjáls. Einn morgun hringdi Jimmy og bað mig að koma með sér að reynslukeyra bílinn sinn, sem hann átti að keppa í síðar um daginn. Ég sagðist ekki vilja fara. Hann gekk á eftir mér, en ég lét mig ekki. Ég veit ekki hvers vegna en mig langaði ekki til að fara. Ef þetta hefði verið einhvern annan dag, hefði ég eflaust farið. £> Að lokum leiddist honum þetta þras og fékk viðgerðarmanninn sinn með sér í minn stað. Þennan dag lenti bíllinn í árekstri og Jimmy fórst. Viðgerðarmaðurinn slapp með skrekkinn." „Hvað ætli hefði gerst, ef ég hefði verið í bílnum? Ætli hann hefði samt sem áður látist? Ég hugsa oft um það, en veit ekki svarið." Eftir að Ursula og John Derek slitu samvistum fór hún aftur til Evrópu. „Eftir að ástríðum og algleymingi ástarinnar er lokið, tekur við hrein kvöl" játar hún. „Ég græt og er einmana, ótrúlega einmana. En ef aðeins EINN dagur ástarsambandsins hefur verið góður, er það þess virði." Um það, hvers konar menn hafi mest áhrif á hana, segir þessi yndislega kvikmyndastjarna: „Ég tek ekki þann fyrsta, sem býðst. Þegar ég hitti mann í fyrsta skipti, þarf að vera fyrir hendi aðdráttarafl, líkamleg þörf. En til að elska mann, elska hann í rauninni, þarf mun meira. Og þá er það ekki aðeins spurning um fallegt útlit. Laglegir karlmenn eru hégómlegir og vilja láta á sér bera. Ég fer meira eftir persónuleika en útliti. Ást er ekki það sama og líkamlegt aðdráttarafl. Jean-Paul 35. TBL.VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.