Vikan


Vikan - 01.09.1977, Blaðsíða 22

Vikan - 01.09.1977, Blaðsíða 22
dauðafölva. Þaðvarblóðá höku hans og blóðýringur á bókinni. sem hann var að lesa. Fingur Cuttles voru rauðir. er hann dró þá til sin. Höfuðið á skipslækninum féll máttlaust niður aftur. ..Þér sjáið víst að dauðastjarfinn er enn ekki kominn." sagði Larkin, ,.svo að álykta má — — " Út með vðurl" öskraði Cuttle. Larkin skevtti því engu og tók um hönd hins látna. ..Já. hannerennþá volgur. og það sannar — ..Heyrðuð þér ekki. að ég sagði vður að hypja yður út?" öskraði Cuttleenn. ,.Égætla sjálfum mérað leiða þett_a morð til lykta.” ..Ég hélt nú sannast að segja, að þér hefðuð leitt hitt morðið til lykta líka."sagði Larkinsaklevsislegu. ,.! alvöru talað. herra Sherlock Holmes, haldið þér ekki. að þetta sé bara tilviljun. slvs. á ég við? Hnífurinn hefur sennilega dottið niður af veggnum og hafnað i hryggnum á vesalings lækninum. sem ekki hefur átt sér ills von — — ” ..út meðvður."drundiCuttle og í sama vetfangi rétti hann út vinstri höndina og gaf Larkin einn á kjammann. Larkin hörfaði aftur á bak út um opnar dyrnar og lenti í fanginu á þjóni. sem kom með hlaðinn bakka af krásum handa yfirmönnum á stjórn- palli. Það varsannarlega aumkunar- leg og hlægileg sjón að sjá Larkin sitjandi í hrúgu af postulínsbrotum og fyrrverandi krásum, en Cuttle stökkekki bros. Hann hafði gripið til skammbyssunnar og miðaði henni á Larkin. ..Viljið þór loka þessum dyrum,” skipaði Cuttle er Willowby rak enn einu sinni höfuðið út um gættina á klefadyrum sínum. Dyrnar smullu i með rokna hávaða, en Cuttle sneri sér nú að þjóninum, sem var að hníga niðuraf hræðslu, ogöskraði: „Læsið þeim, læsið yfirleitt öllum dyrum, hvort sem nokkur er í klefanum eða ekki. Og læsið lika dyrunum, sem snúa ú t að þilfarinu, en þó ekki fy rr en Larkin er farinn. Og náið i skipstjórann, þjónn!” Larkin horfði á skammbyssu Cuttles, yppti öxlum og sagði: .. Laglega afsérvikið — þegar þess er gætt, að það eruð þér. Og ef þér getið ekki lokið þessu máli með einu saman handafli, erekki fráleitt, að ég ljái yður liðstyrk með því að nota höfuðið svona til tilbreytingar. " Cuttle sótroðnaði af reiði, en sagði ekkert. Kumu-maru silaðist áfram eins og gömul kona, sem er að gefast upp af þreytu. Sólin var að hniga til viðar. Brátt yrði aldimmt. Það mundi vera of seint að senda skeyti núna, það mundi ekki né kvöldblöðunum. Það var svo sem nógur tíminn. Hann ætlaði að bíða og sjá, hvort Cuttle vrði ekki einhvers visari. Hann gæti líka notað tímann til annarra hluta, hugsaði Larkin, og þurrkaði um leið sósuklessuraf eyrunum á sér, til þess að gera á sér allsherja hreinsun. Já, hví ekki að fara i bað. Larkin gekk í áttina til eina baðherbergisins á skipinu, fullur af illumgrun. Útbúnaðurinn í herberg- inu var einskonar sambland af því, sem Austurlandamenn og Evrópu- búar álíta nauðsynlegt á slíkum stöðum. Auk þess átti aldur skipsins sinn þátt í því, að lítið var þar um þægindi, ogþað vareinnig til trafala, að skipstjórinn geymdi þar inni nokkuð af blómasafni sínu og til að kóróna meistaraverkið voru dyrnar kviklæstar. I nngangurinn í herbergið var aftur á, eigi fjarri eldhúsinu. Baðkerið var gömulsmíðoghverginærri tískunni. Þegar Larkin var að afklæða sig, opnuðust dyrnar vegna veltingsins á skipinu, og Larkin reyndi að loka þeimmeðþviaðsparkaíþær. Þaðvar að vísu krókur á dyrunum, en lykkjuna vantaði, svo að það var til lítils gagns. Eftir nokkra umhugsun opnaði Larkin dyrnar aftur, tók handklæðið, tróð því í falsið og skellti svo í lás. Nú mundu þær haldast lokaðar. Larkin fyllti baðkerið af köldum sjó og skrúfaði siðan frá gufukrananum ogeftir andartaks bið sást ekki handaskil i herberginu. Larkin hengdi seinustu spjör sina upp á snaga, fólmaði sig áfram í gufumettuðu herberginu og skreið upp i baðkarið. Ef til vill mundi þetta furðulega til- • felli með morðið á Bioki lækni fá á sig annan svip áður en langt um liði, hugsaði Larkin um leið og hann skrapaði skitinn af hálsinum á sér. Einhver hafði snúið lyklinum i skránni og læst þá Cuttle inni. Það gat hafa verið óviljaverk, einhvers sem framhjá fór, ef til vill varðmanns á eftirlitsferð. Það gat lika hugsast að þriðja farrýmis- farþegar hefðu gert þetta af skömmum sinum, af því að í hlut áttu finir menn af fyrsta farrými, hvítir í þokkabót. Fn það gat líka verið að þeir hefðu verið læstir inni af ásettu ráði af einhverjum, sem heyrt hafði samtal þeirra, meðal annars er Lark- in var að tala um dr. Bioki og hann hafi síðar veitt lækninum aðför. Þetta virtist allt mjög sennilegt og alveg rökrétt. En hver — hver gat hafa legið á hleri fyrir utan dymar í lestinni? Tja, til dæmis Jeremy Hood, Willowby hafði sagt, að hann hefði komið út frá Iækninum skömmu áður enþeirfundu hannmyrtan. Hodd var lika að hyggju Larkins allra manna liklegastur til þess. Þar sem Arthur Bonner hafði komið um borð í San Francisco, var það vitað mál, að sá, sem rnyrti hann, hafði einnig gert það. Þá mundi grunur liggja á fimm manneskjum: Larkin, Dorothy Bonner, Charles Frayle, Jeremy Hood og Cuttlc. Cuttle hafði verið með Larkin, þegar líkið fannst, en varþað nokkursönnunþess, að hann værihafinnyfirallangrun? Dr. Bioki gat hafa verið búinn að vera dauður í háltíma, áður en hann fannst, svo að Cuttle gat hafa myrt hann, áður en þeir drukku saman bjórinn. Framhald í næsta blaði FRYSTIKISTUR VESTFROST ER DÖNSK GÆÐAVARA VESTFROST frystikisturnar eru bún- ar hinum viðurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1—2 geymslukörfur. Aukakörfur fá- anlegar á mjög hagstæðu verði. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. VESTFROST verksmiðjurnar í Es- bjerg eru stærstu útflytjendur í Dan- mörku áfrystitækjum til heimilisnota. E-»^j lítrar 200 270 385 500 breidd cm 72 92 126 156 dýpt cm (án handfangs) 65 65 65 65 hæð cm 85 85 85 85 Frystiafköst pr. sólarhring kg 18 25 34 42 200 lítra kr. 87.518.- 270 lítra kr. 104.815,- 385 lítra kr. 118.217- 500 lítra kr. 125.968- Ht O ÍT I Laugavegi 178 Sími 38000 22VIKAN 35. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.