Vikan


Vikan - 01.09.1977, Side 12

Vikan - 01.09.1977, Side 12
Aukið frjálsræði konunnar, utan og innan heimilis, erflestum ánægjuefni. Ekki er langt síðan menn höfðu á því mjög ákveðnar skoðanir hvað væri karlmannsverk og hvað væri kvenmannsverk, en nú er spurt hvað er það sem konan getur ekki? Vikan ræðir við nokkrar ungar stúlkur, sem hafa lagt inn á athafnasvið karlmannsins, og forvitnast um hagi þeirra og skoðanir. Framhald á þessum viðtölum verður í næstu Viku. Konur í „karlmannastörfum’ ,,Fannst strætisvagnarnir ógnvekjandi, ’ Frá, frá — kona við stýrið!! Algeng setning hjá karlmönnum, sem sjá kvenmann koma akandi á fólksbifreið. En hvað segja þeir, þegar kona kemur akandi á strætisvagni? — Hjá S.V.R. starfa nú nokkrir kvenkynsbílstjórar, og er Guðný María Guðmundsdóttir ein þeirra. Við spjölluðum við Guðnýju, þar sem hún sat hin víga- legasta við stýrið í leið 3, og spurðum hana fyrst, hvers vegna hún hafi valið sér þetta starf, en Guðný hefur ekið hjá S.V.R. si. þrjú sumur. Upphafið var nú það, að mig langaði til að taka meirapróf, en lét aldrei verða af því. Ég var við nám í M.T. og þar var meiraprófið ein valgreina, svo þaö ýtti á mig að taka það. Við sáum sjálf um að koma okkur í prófið, en fengum svo punkta fyrir í skólanum. Hvers vegna langaði þig að taka meirapróf? — Ég taldi hagnýtt aö hafa þaö, en hafði nú vörubílaakstur í huga þá. Mér fannst strætisvagnar eitthvað svo ógnvekjandi, og kom í rauninni ekki til hugar að fara að aka slíku farartæki! S.V.R. hafði haft stúlku í starfi 12 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.