Vikan


Vikan - 01.09.1977, Blaðsíða 17

Vikan - 01.09.1977, Blaðsíða 17
, ,Nú er okkur ekki hlíft lengur! Það hefur ekki tíðkast hingað til að stúlkur vinni við uppskipun á Höfn- inni. — Nú er þó svo komið, að ekki er C. ástæða til að halda að maður sjái ofsjónir, þótt ung stúlka standi á bryggjunni og vinni við affermingu. Við fengum þær upplýsingar hjá Togaraafgreiðslunni að hjá þeim ynnu stúlkur við slíkt starf, og daginn sem við vorum að leita að þeim, fundum við tvær þeirra við uppskipun úr fragt- skipi. Við spjölluðum lltilsháttar við aðra þeirra, Hrönn Harðardóttur, 16 ára. Hvers vegna valdir þú þér þetta starf, Hrönn? Ég get eiginlega ekki svarað því! Ég gat þó ekki hugsað mér að fara á skrifstofu, og vildi vinna úti við, svo ég talaði við verkstjóra hér og sótti um þetta. — Kom ekkert hik á verkstjórann — kvenmaður við uppskipun? — Nei, honum virtist bara finnast þetta eðilegt. — Verður þér ekkert kalt að standa svona úti allan daginn hvernig sem viðrar? — Nei, nei, það venst furðu vel. Þó er þetta einna leiðinlegast í rigningu! — Ertu ekki þreytt að afloknum vinnudegi? — Nei, ég hugsa að ég sé ekkert þreyttari en stúlkur, sem vinna t.d. á skrifstofu, en þreytan kemur einhvern- veginn öðruvísi fram. — Hvernig gengur að vinna með karimönnunum? Það gengur bara vel. Í fyrstu urðum við varar við að þeir létu okkur um auðveldustu verkin — en það er liðin tíð og nú hlífa þeir okkur ekkert! Hér gætir ekki ágreinings. Hvernig er vinnutíminn hjá þér? Ég vinn frá kl. 8 á morgnana, til kl. 17, en yfirleitt er þó unnið lengur. — Gætirðu hugsað þér að fara í þetta starf aftur? — Já, það gæti égl! — Nú verð ég að segja eins og er, að mér er ekkert vel við að standa hér með þessar tunnur fljúgandi yfir höfðinu á mér! Ertu ekkert hrædd um að fá þetta beint í höfuðið? Nei, ekki lengur, Ég var þó alveg dauðskelkuð fyrst, en þetta venst eins og allt annað, þetta er nú bara daglegt brauðl! akm Lesið framhald þessa greinaflokks x næstu Viku. 35. TBL. VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.