Vikan - 01.09.1977, Blaðsíða 21
dollara í verðlaun þeim, sem getur
afhent okkur morfíndæluna. Skip-
stjórinn má láta þetta boð út ganga
meðal allra farþega.”
„Haldið þér virkilega, að þér
hafið eitthvað upp úr því, Larkin?
Nei, þér getið ekkert sannað fyrir
mér!”
„Þess þarf ég heldur ekki,”
svaraði Larkin. „Það ætla ég Bioki
lækni. Komið, Outtle. Við skulum
tala við hann.”
Cuttle umlaði eitthvað fullur
efagimi, en sneri handfanginu og
umlaði aftur — en nú fullur gremju.
Hann sneri handfanginu fyrst til
þessarar áttar, síðan hinnar. Fyrst
til reynslu, síðan ofsareiður.
Dyrnar voru læstar — að
utanverðu.
8. KAFLI.
Cuttle snuðraði í kring og hélt
vasaljósinu rétt við nefið á Larkin.
„Hver andsk.....er nú á seyði,”
öskraði hann.
Larkin deplaði augunum.
„Heyrið þér?”
Cuttle hlustaði. Það var hægt að
heyra óljóst fótatak, sem fjarlægð-
ist óðum.
„Hver skrambinn getur þetta
verið?” spurði Cuttle.
,, Ég er ekki ley nilögreglumaður, ’ ’
sagði Larkin stríðnislega. „Ja hver
getur þetta verið?”
I stað þess að svara reyndi Cuttle
að opna dyrnar með hjálp handa
sinna, fóta og vasalugtar. Jafnframt
gengu fram af munni hans hinar
hroðalegustu ógnanir, ef þeim yrði
ekki hleypt út hið fyrsta.
Það liðu um það bil fimm mínútur
áðuren háseti einn, sem heyrt hafði
bramboltið, opnaði. Hann sagði
eitthvað á japönsku.
„Hvað er hann að segja?” spurði
Larkin.
„Hef ekki hugmynd um það,”
svaraði Cuttle og glápti undrandi á
lykilinn, sem stóð í skránni að
utanverðu.
, .Eigum við ekki að smella okkur í
að hitta lækninn, herra leynilög-
reglumaður,” stakk Larkin upp á.
Þremur mínútum síðar stóðu
þeir í borðsalnum og börðu að dyrum
hjá skipslækninum. Er þeir hafðu
tvisvar barið, opnuðust dyr bak við
þá og George Willowby rak höfuðið
út um gættina.
„Jæja, það eruð þér. Eruð þér að
leita að Bioki lækni. Hann hlýtur að
vera inni, því að Hood var að koma
frá honum fyrir andartaki.”
Cuttle reyndi enn einu sinni að
berja, en þar sem enginn svaraði,
réðst hann i að opna þær.
Jú, svo sannarlega var dr. Bioki
þar inni. Hann sat í stólnum við
skrifborðið, laut fram og studdi
höndunum á hnén.
Og í bakinu á honum stóð
skaftlangur, austurlenskur hnífur!
„Hver þremillinn!” sagði Cuttle
og greip undir hökuna á lækninum til
þess að lyfta slöppu höfðinu upp frá
brjósti hans.
Hinn hraustlegi litblær dr. Biokis
hafði nú vikið fyrir vaxgulum
| ÍSLENZKAR BÆKUR
DANSKAR BÆKUR
OGBLÖÐ
| NORSKAR BÆKUR
ISÆNSKAR BÆKUfí,
ÞÝZKAR BÆKUR
OG BLÖÐ
_________ | SPÆNSKAR BÆKUR
ENSKAROGli .......i
ameriskaFíækurJ | ÍTALSKAR BÆKUR
ÚTVEGUM ALLAR
FÁANLEGAR BÆKUR
SÍMAR 14281 13133 11936
Bókaverzlun
SNÆBJARNAR
Hafnarstræti
FRANSKAR BÆKUR
OG BLÖÐ
Bókaverzlun
SNÆBJARNAR
Hafnarstræti
35. TBL. VIKAN21