Vikan


Vikan - 01.09.1977, Page 43

Vikan - 01.09.1977, Page 43
um. Bíllinn færðist hægt en ákveðið áfram, án þess að víkja nokkuð fyrir þeim, sem á móti kom. Óttaslegnum augum horfði stúlkan á manninn, sem virtist ætla að svífa yfir vélar- lokið. En allt í einu vék hann mótorhjólinu til hliðar, og með miklum vélargný fór hann fram hjá henni, svo nálægt, að varla munaði hársbreidd. Hún setti hendurnar fyrir andlit- ið. Allt í einu þaut bíllinn áfram af fullum krafti. Regina leit upp skelf- ingu lostin. „Edward, hvað ertu að gera?” „Komast í burtu,” sVaraði hann rólega. ,,Þeir eru báðir langt fyrir neðan okkur núna. Það tekur þá smátima að ná okkur aftur.” Edward Milsom ók nú eins og skrattinn væri á hælunum á honum. Regína, sem hélt sér sem best hún gat, gaf frænda sinum hornauga. Hann hafði alið hana upp, svo lengi sem hún mundi. Henni fannst, að á þessum hálftima hafði hann breyst svo mikið, að hún þekkti hann varla. En hún hafði heldur aldrei séð hann undir meira álagi heldur en búast mátti við, að venjulegur skólastjóri ienti i. Kennaraliðið bar virðingu fyrir honum og þeim þótti vænt um hann án þess þó að vera gagntekin af aðdáun... ,,Af hverju gera þeir þetta?” spurði hún. Edward steig bensinið i botn fram úr einni beygjunni og áfram upp brattann. ,,Ég geri ráð fyrir að þeir geri þetta bara að gamni sínu.” „Ætla þeir í raun og veru að þvinga okkur át af veginum?” Edward hikaði. ,,Ég veit það ekki,” viðurkenndi hann. ,,En ég get að minnsta kosti ekki annað séð og...” Framhald setningarinnar drukknaði í hinum gífurlega hávaða af mótorhjólunum tveim, sem geystust framúr þeim, nákvæmlega eins mótorhjól, nákvæmlega eins klæðnaður, algjörlega ómögulegt að þekkja þá í sundur. Um leið dró Edward alveg úr ferðinni. ,,En hvers vegna ráðast þeir að okkur?” kjökraði Regína og hún óskaði þess að hún gæti verið eins róleg og hann. „Hvað höfum við gert þeim?” „Ekkert að því er ég best veit. Ég efast um að þetta sé nokkuð persónulegt. Þeir eltu okkur ekki hingað. Þeir biðu bara niðri við rætur fjallsins, ég geri ráð fyrir að þeir hafi bara verið að bíða eftir að einhver kæmi, sem þeir gætu lumbrað á.” „Þeir eru að koma aftur.” Enn liðu nokkrar skelfilegar sekúndur í þessari hryllilegu mar- tröð, svartklæddir mennirnir sveigðu háskalega nærri bílnum og reyndu að þvinga hann fram af þverhnípinu. Edward lét þá enn ekki koma sér úr jafnvægi. Regina vissi ekki hvert þau voru að fara eða hvers vegna. Nú ógnuðu þessir svartklæddu náungar þeim, með þvi að reyna að þvinga bílinn út afþröngum fjallaveginum. Þetta voru skelfilegir fyrirboðar þeirrar hættu, sem þau áttu í vændum. 35. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.