Vikan


Vikan - 01.09.1977, Síða 17

Vikan - 01.09.1977, Síða 17
, ,Nú er okkur ekki hlíft lengur! Það hefur ekki tíðkast hingað til að stúlkur vinni við uppskipun á Höfn- inni. — Nú er þó svo komið, að ekki er C. ástæða til að halda að maður sjái ofsjónir, þótt ung stúlka standi á bryggjunni og vinni við affermingu. Við fengum þær upplýsingar hjá Togaraafgreiðslunni að hjá þeim ynnu stúlkur við slíkt starf, og daginn sem við vorum að leita að þeim, fundum við tvær þeirra við uppskipun úr fragt- skipi. Við spjölluðum lltilsháttar við aðra þeirra, Hrönn Harðardóttur, 16 ára. Hvers vegna valdir þú þér þetta starf, Hrönn? Ég get eiginlega ekki svarað því! Ég gat þó ekki hugsað mér að fara á skrifstofu, og vildi vinna úti við, svo ég talaði við verkstjóra hér og sótti um þetta. — Kom ekkert hik á verkstjórann — kvenmaður við uppskipun? — Nei, honum virtist bara finnast þetta eðilegt. — Verður þér ekkert kalt að standa svona úti allan daginn hvernig sem viðrar? — Nei, nei, það venst furðu vel. Þó er þetta einna leiðinlegast í rigningu! — Ertu ekki þreytt að afloknum vinnudegi? — Nei, ég hugsa að ég sé ekkert þreyttari en stúlkur, sem vinna t.d. á skrifstofu, en þreytan kemur einhvern- veginn öðruvísi fram. — Hvernig gengur að vinna með karimönnunum? Það gengur bara vel. Í fyrstu urðum við varar við að þeir létu okkur um auðveldustu verkin — en það er liðin tíð og nú hlífa þeir okkur ekkert! Hér gætir ekki ágreinings. Hvernig er vinnutíminn hjá þér? Ég vinn frá kl. 8 á morgnana, til kl. 17, en yfirleitt er þó unnið lengur. — Gætirðu hugsað þér að fara í þetta starf aftur? — Já, það gæti égl! — Nú verð ég að segja eins og er, að mér er ekkert vel við að standa hér með þessar tunnur fljúgandi yfir höfðinu á mér! Ertu ekkert hrædd um að fá þetta beint í höfuðið? Nei, ekki lengur, Ég var þó alveg dauðskelkuð fyrst, en þetta venst eins og allt annað, þetta er nú bara daglegt brauðl! akm Lesið framhald þessa greinaflokks x næstu Viku. 35. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.