Vikan


Vikan - 20.10.1977, Page 6

Vikan - 20.10.1977, Page 6
fylla þar dal af vatni og leiða það síðan 20 km eftir göngum í gegnum fjöll og firnindi í annað uppistöðulón og þaðan síðan til Tehran,'þar sem vatnið verður notað til drykkjar. — Stíflan er í 2500 metra hæð yfir sjávarmáli, og vegna fallhæðar vatnsins verður það lika notað til þess að framleiða raforku. Þarna er mikill vetrarkuldi, oft 18 stiga frost og tveggja metra snjólag, þegar kaldast er. Hins vegar er mjög heitt á sumrin og algengt, að hitinn sé um 35 stig á daginn, en falli svo niður í 20 stig á næturnar. Þessi hiti er samt ekki eins óþægilegur og margir halda, því að loftið er mjög þurrt. — Ég er að vinna þarna fyrir breskt fyrirtæki, sem sér um hönnun verksins á stíflunni og hefur með höndum eftirlit fyrir verkkaupandann, sem er Vatns- veita Tehran. Verktakinn, sem sér um göngin og rafstöðina, er þýskur, en stífluverktakinn er ítalskur. Þarna vinna því um 200 italir og líklega 60 Þjóðverjar. Sjálfur er ég nokkurs konar eftir- listverkfræðingur og hef umsjón með gerð jarðganganna. Þarna hafa líka verið byggð íbúðarhús handa okkur, sem verða síðar meir notuð fyrir starfsfólk við stífluna. HÁLFGERÐUR ALDAMÓTASTÍLL — Hvernig er þjóðarástandið í iran? — í iran er iðnvæðing rétt að hefjast, en þjóðin er geysilega rík. Iranir eiga einhvern stærsta gjald- eyrisforða í heimi, og nú eru þeir að reyna að framkvæma allt í einu. Það er greinilegt, að meirihlu*i þjóðarinnar hefur ekki komist í kynni við nútíma tækni fyrr en á undanförnum árum, og margt er ennþá í hálfgerðum aldamótastíl. — Mér finnst margt líkt með þjóðlífinu þarna og hér á islandi. Þetta er dálítið svipað því, sem var hér á árunum 1950-1960. Allir eru ákveðnir í því að græða, og viðskiptalífið er þess vegna fremur rokkandi. Það er mikill munur á ríkum og fátækum, og sumir græða heilmikið. Þeir, sem eru ríkastir, hafa grætt á því að braska með hús og lóðir, því það er hægt að kaupa land til eignar í iran. Nú, landið er á jarðskjálftasvæði, og maður skyldi halda, að bygginga- hættir væru svipaðir og hér, en svo er ekki. Húsnæðið þarna er mun lakara og húsaleiga mjög há. Það kostar svona 300-500 þúsund krónur á mánuði að leigja sér meðalstórt einbýlishús með óupp- hitaðri útisundlaug. — Evrópubúar fá þarna örugg- lega lægra kaup en íranir sjálfir, með svipaða menntun, en útlend- Frá KPS, stærstu heimilistækjaverksmiðju Noregs bjóðum við stórglæsilegt úrval eldavéla, gufugleypa, kæliskápa og uppþvottavéla á mjög hagstæðu verði. Góðir greiðsluskilmálar. Tískulitir: Karry gulur, Avocado grænn, Inka rauður, hvítur og það allra nviasta: svartur! EINAR FARESTVEIT Bergstaðastræti 10 A. Sími16995. Sendið úrklippuna ti/ okkar oq við póstieqgium bæk/ing strax. & CO. HF. Nafn________ Heimilisfang Karl ásamt konu sinni Margaia ingar fá í staðinn ókeypis eða niðurgreitt húsnæði. Verkamenn fá lágt kaup, verulega lægra en gengur og gerist á íslandi. Menntun skiptir miklu máli, því kaupið er miklu hærra, ef um menntun eða starfsþjálfun er að ræða. — i rauninni er um tvo ólíka heima að ræða í iran. Annars vegar Tehran og helstu borgirnar, en hins vegar dreifbýlið. í dreifbýlinu er fólk alveg ótrúlega nægjusamt og býr við aðstæður, sem islendingar myndu alls ekki sætta sig við. i Tehran býr ríka fólkið í norðurhluta borgarinnar, en það fátæka í suðurhlutanum. — Er stéttaskipting rík ^ndi? — Nei, þarna er ekki stétta- skipting einsog t.d. á Indlandi, þar sem menn fæðast í einni eða annarri stétt og tilheyra henni svo ævilangt. í íran eiga menn þess kost að koma sér vel fyrir og verða ríkir. Að því leyti er þetta líkara því, sem gerist hér á islandi. ÓHEILÖG ÞRENNING — Þvíersvoekkiaðneita, aðíiran hefur múhameðstrúin áhrif á gang mála. Maður verður samt að muna, að íranir eru ekki arabar, fremur en Skotar Englendingar eða íslendingar Danir. iranir tala indó-evrópskt mál og hafa rót- gróna menningu, en trúin ei 6 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.