Vikan


Vikan - 20.10.1977, Síða 7

Vikan - 20.10.1977, Síða 7
Uppeldiö segir til sín: Tvær /afnö/drur á gangi I Tehran, báðari gallabuxum og tilheyrandi, en önnur meö s/æðuna sína yfir. Senni/ega átta sig fáir á auglýsingaskilt- inu fyrir ofan þær, en það er Coca Co/a með arabisku letri. Boðberar Alla á götu í Tehran. aðflutt. Það er ef til vill þess vegna, sem íranir eru ekki eins sterkir í trúnni og Arabar. Trúin segir svo til um, að kvenfólk sé lægra sett en karlmenn, og óneitanlega býr kvenfólk við aðstæður, sem okkur finnast ekki geðþekkar. Þetta er samt að breytast, sérstaklega í Tehran, og þar gengur u.þ.b. helmingur kvenfólksins í vestrænum fötum eingöngu, en hinn helmingurinn hylur þau með dökkum slæðum öllum stundum utan heimilsins uppá gamla hefðbundna mátann. — Umferðarmenningin er líka á lágu stigi, eiginlega nýfædd. Hún er mun verri en hin íslenska, og þarna myndast oft algjört öng- þveiti. — Ég býst við, að flestum detti persneskt teppi í hug, þegar minnst er á iran. Framleiðsla þeirra ertalsverð, og þau eru mjög falleg, en dýrt er drottins orðið. Þessi teppi þykja nú góð fjár- festing, sem ekki er að undra, því að endingin er alveg ótrúleg. — í Tehran eru heilmargar verslanir, diskótek, konserthallir, kvikmyndahús, leikhús og flest það, sem fæst í Evrópu. Þarna eru líka ósköpin öll af veitingahúsum. íranir eru það slakir í trú sinni, eða hóflegir, að þeir framleiða t.d. bjór, vín og vodka. Þessi þrenning er að sjálfsögðu mjög óheilög hjá múhameðstrúarmönnum. Vodka- flaskan kostar þarna um 450 krónur, en innflutt viskí kostar nær 3000 krónum flaskan. — Það er fremur fljótlegt að læra tungumálið svona til einfald- asta skrafs, þótt það sé mjög ólíkt því, sem ég hef áður lært. Það kom illa við mig, þegar ég kom til i',BSSSS’ iassss. íran, að vera ólæs á málið, en íranir nota arabískt letur, sem þeir fengu með trúnni. Tölurnar hjá þeim eru líka öðru vísi en þær, sem við eigum að venjast, en eru þó fljótlærðar. ALLT AÐ FJÓRUM KONUM — Hvernig er með menntun al- mennings? — Það er skyldunám og herskylda, en líklega eru um 40% þjóðarinnar ólæs og óskrifandi. Maður rekst jafnvel á fólk, sem kann ekki á klukku. — Svo eru það kvennamálin. Þarna mega menn eiga allt að fjórum konum, en fyrsta konan verður þá að veita leyfi fyrir annarri konunni o.s.frv. Það er algengt að menn eigi tvær konur, sérstaklega meðal hinna fátækari. Evrópumenn eru hins. vegar ein- kvæntir, þótt þeir búi þarna. Það er gömul hefð, að maðurinn gefi föður konu sinnar eitthvað, svo að þetta eru eins konar kaup á konum. Verðið getur komist niður í 30.000 krónur, en þessi mál eru yfirleitt rædd fram og aftur yfir mörgum tebollum. Það eru marg- ar bráðhuggulegar stelpur í iran. — Er mögulegt, að þær séu seldar úr landi á þennan hátt? — Ef maður kaupir konu á þennan máta, þá á hann hana eiginlega. Það er samt hægt að senda hana frá sér aftur, ef manni líkar hún ekki. Annars er lögum um hjúskap fylgt strangar eftir nú en áður var. — Hvernig eru perscnuleg kynni þín af fólkinu þarna? — í sambandi við vinnu mína kynnist ég mörgum verkamönn- um, og svo kynnist ég líka fólki úr nágrenninu, sem sníkir sér oft far á milli bæja. Þetta er mjög einlægt og geðugt fólk, þ.e. sveitafólkið. Útlendingar hafa hins vegar orðið fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í samskiptum við fólk í Tehran. — Hvað ætlarðu þér að gera f framtíðinni, Karl. Ætlarðu kannski að setjast að í iran? — Nei, ég reikna ennþá með þvf að koma hingað heim til islands og setjast hér að, en það er auðvitað skilyrði, að ég fái einhverja vinnu hér. Hins vegar langar mig líka til þess að ferðast og ef ég fæ þess háttar vinnu, eru líkur á að ég flækist eitthvað um á næstunni. A.Á.S. Hand san Mýkir, grædir og verndar hörundid. Handsan er handáburður í háum gæðaflokki og ekki fitukenndur. Handsan er Wella vara og fæst í næstu búð. C.JL. -LÍJtS Hand I san 1 Hand Hand san HAND CREAM san crema para LAS MAHÖS Woollll, torei, Prolírti, *tthoiit f»»l»og greory Heildsölubirgðir: Halldór Jónsson hf. Sími 86066. . — 42. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.