Vikan


Vikan - 20.10.1977, Qupperneq 10

Vikan - 20.10.1977, Qupperneq 10
PÓSHIRDN ELSKAN SKIPTIR LITUM! Hæ Póstur! Ég ætla ekki að koma með neinar heimskulegar athugasemd- ir um hana nöfnu mína, því ég veit af eigin raun, að ruslafötur er hægt að tæma. Jæja, hvernig væri að koma sér að efninu. Þannig er mál með vexti, að við erum báðar hrifnar af sama stráknum, og hvor um sig heldur, að hann s& skotinn í sér. Elskan okkar roðnar alltaf, þegar hann sér aðra okkar, en fölnar, þegar hann sér hina. Okkur langar til að spyrja hann, hvorri hann er hrifinn af, en við erum svo feimnar við hann (og hann við okkur), að við þorum ekki að spyrja hann að því. Þú ert nú svo vitur, að þú hlýtur að geta greitt úr flækjunni. Elsku Póstur, ég (bréfritari) verð ekkert ofsalega reið, þó þú segðir mér, hvað þú lest úr skriftinni, hvað stafsetn- ingin sé léleg, og hvað þú heldur, að ég sé gömu. Bæ. Tvær með hjartasár. Mikið vi/di ég vera eins vinsæ/l og elskan ykkar, það munar um minna en að hafa tvær yfir sig ástfangnar af sér. Það er bara verst, að hann geti ekki haldið eð/i/egum hörunds/it, mér finnst bæði rauðir og gráhvítir menn ekkert sætir, svo ég ski/ekki, hvað þið sjáið við hann! Sennilega er hann þó skotnari í þeirri, sem hann roðnar við að sjá, — og finnst hin líklega svona skelfileg ásýndum, að hann bara fölnar af hræðslu... Skriftin bendir ti/ að þú sért ákveðin og vitjasterk — og stafsetningin er ekki léleg. Þú ert 15 ára... ?! TILLAGA UM NÝJAN ÞÁTT i BLAÐIÐ Elsku besti Póstur! (Ég vona, að þetta hafi einhver áhrif á að bréfið birtist). Það er nefnilega þannig mál með vexti, að ég er að safna myndum af þekktum kvikmyndaleikurum, eins og t.d. Marilyn Monroe og James Dean o.s.frv. En það er fremur erfitt að fá góðar myndir af gömlu leikurum. Langar mig því að biðja þig að athuga, hvort hægt sé að koma með dálk um gamlar stjörnur í blaðið. Vinkona mín spyr, hvernig hún eigi að fara að því að segja upp strák, sem er ægilega hrifinn af henni. Hvernig fara naut (stelpa) og hrútur (strákur) saman? Og svo þetta, sem allir staglast á: Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldurðu, að ég sé gömul? Stjarna. Þessi til/aga þin er alls ekki svo vitlaus, og skal ég tofa þér því að bera hana fram á næsta fundi. Það eru eflaust fleiri en þú, sem hefðu gaman af að fá birtar myndir af þekktum, gömlum stjörnum. Hvað viökemur vinkonu þinni, verður hún bara aö tala við piltinn í ró og næði og útskýra fyrir honum, hversu leiðinlegt líf bíði hans með henni, þar sem hún vill hann ekki. Það er alltaf betra að slíta svona sambandi fyrr en síðar, hún særir piltinn bara meira, ef hún er með honum og þykir ekki vænt um hann (m. ö. o. elskar hann ekki). Ást nautsste/pu og hrútsstráks ætti að blómgast vel I tilhugallfinu, en svo er annað mál, hversu ve/ hún endist, þegar út í hjónabandiö er komið. Skriftin ber með sér, að þú sért fremur rólynd BRÉF TIL HELGU RUSLAKORFU Komdu sæl og blessuð lands- fræga Helga. Hérna sendum við þér smá sýnishorn af sjálfri þér. Þetta bréf er ætlað réttum viðtakanda, en hitt bréfið, sem við sendum, á að birtast í Póstinum. Vonandi stend- ur ekki ( þér, þegar þú borðar þetta bréf í flýti. og hlédræg persóna, og ég álit, að þú sért 17 ára. Kær kveðja. Þrjár nafnlausar. Þó þaö sé ekki vani aö birta myndir í Póstinum, stóðumst við ekki mátið Iþetta sinn. — Reyndar er þetta ekki mjög líkt Helgu blassaðri, en skemmtileg mynd er þetta engu að síður, og lífgar upp á Póstinn — svona einu sinni... ÞEGAR STEBBI FÓR Á SJÓINN.. Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir allt. Þetta er fyrsta bréfið, sem ég skrifa þér, og ég vona, að það lendi ekki í rusla- körfunni. Þannig er mál með vexti, að ég er með strák, sem er á bát, og ég veit ekki, hvað báturinn heitir og ekki hvar hann á heima. Getur þú ekki hjálpað mér? Hvað lestu úr skriftinni? Hvernig fara saman steingeitin (kk) og hrútur- inn (kvk)? Hvað heldur þú, að ég sé gömul? Ein úr Grímsey. Ég er nú orðinn svo snarrugl- aður á þessu orðatiltæki ,,aö vera með," að ég er ekki /engur með sjálfum mér. Þið ungu stúlkur, sem skrifiö mér, talið alltaf um að þið „SÉUÐ MED" hinum og þessum — en þið vitið varla, hvað blessaðir guttarnir heita! — Finnst þér virkilega trúlegt, að ég geti hjálpað þér i þessum málum? Heldurðu, að ég viti, hvað báturinn heitir og hvar strákurinn á heima??? — Nei, væna min, svo gáfaður er ég nú ekki, — sé ekki gegnum holt og hæðir. Reyndu bara að senda honum kveðju i Óskalög sjómanna" með laginu ,, Baby come back." Skriftin er alltof ómótuð til að hægt sé að lesa nokkuð úr henni. Samband hrútsste/pu og steingeitarstráks veröur annaðhvort himnaríki eða helvíti, allt eftir því hversu vel hrútsste/punni gengur að brjóta odd af oflæti sinu. — Þú ert ekki meira en svona 13 ára. HANN ER FARINN Kæri Póstur! Það var strákur, sem var að vinna hér í sumar, en núna er hann farinn. Hann var búinn að koma þrisvar eða fjórum sinnum í heimsókn til mín, og ég var líka yfir mig hrifin. Ætti ég að hringja eða skrifa honum? Hann gaf mér heimilisfang sitt og símanúmer. Hvernig eiga tvær vatnsberastelp- ur saman, en vatnsberastelpa og krabbastrákur? En Ijónsstrákur og vatnsberastelpa? Hvað heldur þú svo, að ég sé gömul? Fyrirfram þökk fyrir birtinguna. E.B.N. Senni/ega ætlast pilturinn til, að þú hafir samband við sig, fyrst hann gaf þér heimilisfang og slma- númer. Það ætti þvi ekki aö saka að hafa samband við hann, — það nær þá ekki lengra en hann skelli símtólinu á, eða svari ekki bréfinu þínu. Tvær vatnsberastelpur eiga ágætlega saman (sem vinkonur). Vatnsberastelpa og krabbastrákur geta orðið góðir vinir, en varla /2/°r /K/VóuJ'WS'O 10 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.