Vikan


Vikan - 20.10.1977, Side 11

Vikan - 20.10.1977, Side 11
nokkuð meira. Hins vegar eiga vatnsberastelpa og ijónsstrákur vel saman, og þú ert á alveg óútreiknanlegum aldri! HVAÐ ÞÝÐA ÞESSI NÖFN? Elsku Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður og vona þess vegna, að þú svarir þessu bréfi. Hvað þýða nöfnin Hildur, Helga, Guðrún, Hallgerður og Sigurður? En hvaðan eru þau? Hvað er happalitur, tala og blóm þeirra, sem fæddir eru í hrútnum og fiskunum. Hvaða merki eiga best við þau? Og svo það sígilda: Hvernig er skriftin, stafsetningin, og hvað heldurðu að ég sé gömul? Bæ, bæ. Tvær með nefnið niðri í öllu. Eruð þið búnar að ná nefinu upp aftur? — Nafnið HHdur merkir orusta, og hefur tíðkast hér frá upphafi. Helga þýðir „hin heilaga" og hefur verið mjög mikið notað frá landnámsö/d. Nafnið Hallgerður er samansett úr nöfnunum Halla (sem er dregið af orðinu hal/ur (steinn)) og Gerður, sem merkir sú sem verndar eða nýtur verndar. Guðrún merkir guðlegur leyndardómur, og hefur verið mikið notað a/lt frá /and- námsöld. Nafnið Sigurður merkir sá sem verndaður er í orustu. Þvf miður get ég ekki frætt þig um uppruna þessara nafna. Eg get ekki gefið þér 'ipp happa/it né happatö/u, nema fá fæðingardaga uppgefna. Ljónið á best við hrúts- stelpuna, en krabbi eða hrútur eiga best við fiskaste/pu, enn- fremur steingeit. Skriftin og stafsetningin eru hvorttveggja i góðu lagi, og þú ert svona 15 ára. Pennavinir Unnur Elfa Vébjörnsdóttir, Eyrar- vegi 4, Akureyri, óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 11-13 ára. Æskilegt, að mynd fylgi fyrsta bréfi. Svarar öllum bréfum. Heiða Guðrún Vigfúsdóttir, Fjólu- götu 13, Akureyri, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 11-13 ára. Svarar öllum bréfum. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Sigríður Sigurðardóttir, Skipho/ti 8, Úlafsvík, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 11-12 ára. Er sjálf 11 ára. Svarar öllum bréfum. Guðbjörg Hjartadóttir, Laugarási, Biskupstungum, 801 Selfossi, óskar eftir að komast í bréfasam- band við stelpur og stráka á aldrinum 13-15 ára. Er sjálf 13 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Svarar öllum bréfum. Wenche Sydengen, Idrettsvn. 2, 1816 Skipvet, Norge, óskar eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 18-22 ára. Sjálf er hún 16 ára. Kristín Jóhannesdóttir, Baðsvöll- um2, 240 Grindavík, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 10-12 ára. Er sjálf 11 ára. Áhugamál margvísleg. Hulda Eðva/dsdóttir, Hörgsási 6, Egilsstöðum, óskar eftir að skrif- ast á við stráka og stelpur á aldrinum 13-14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef mögulegt er. Ingibjörg Ársælsdóttir, Skálholts- braut 1, Þorlákshöfn, — Þóra Bjarnadóttir, Skálholtsbraut 7, Þorlákshöfn, og Brynja Þrastar- dóttir, Hjallabraut 8, Þorlákshöfn, óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 12-14 ára. Svara öllum bréfum. Kaija Kásnánen, Keyritty, 73810 Palonurrni, Finlandi, óskar eftir að skrifast á við strák á aldrinum 15-18 ára. Áhugamál eru tónlist, ferðalög, íþróttir, lestur, og tenn- is. Kaija er 15 ára, og bréf hennar til Vikunnar var skrifað á íslensku.. Egill Birkir Stefánsson, Pósthólf 109, 730 Reyðarfiröi, óskar eftir að skrifast á við stelpur á aldrinum 14-16 ára. Egill er sjálfur 15 ára. Lisbet Petersen, Skara Stifta/i- högslida, S. 54400 Hjo, Sverige, óskar eftir pennavinum á Íslandi. Lisbet er 19 ára gömul og áhuga- mál hennar eru tónlist, list, saga, dýr, að kynnast öðrum þjóðum og saumaskapur. Bozena Sitek, U1. Broniewskiegc 16 B, 38-401 Krosno 3, Poland, óskar eftir pennavinum á islandi. Hún er 18 ára og áhugamál hennar eru tónlist, íþróttir, læknisfræði, og málaralist. Hún safnar enn- fremur póstkortum. Hún skrifar frönsku, pólsku og ensku. 42. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.