Vikan


Vikan - 20.10.1977, Page 13

Vikan - 20.10.1977, Page 13
að hann sé undir reglulegri pressu. Hann er alltaf eins." David Frost uppsker vel, og hann vill njóta ávaxta erfiðis síns. Hann á 8 milljón króna Bentleybíl, glæsihýsi í Knightsbridge-hverfinu í London, vel birgan vínkjallara og fullan skáp af vönduðum fötum. Einu sinni bauð hann 60 vinum sínum flugleiðis til Bermuda til þess eins að snæða þar með sér hádegisverð. Og hvar sem hann fer leitar hann uppi bestu veitinga- staðina. David Frost hefur löngu náð þeim frægðartindi, sem sjónvarpið hefur upp á að bjóða. Hvað skyldi hann nú ætlast fyrir? þeið margra, sem frægir hafa orðið á svipaðan hátt, hefurfyrr eða seinna legið út í pólitík, en David þvertekur fyrir, að hann hafi áhuga á þeirri braut. Bumir halda því þó fram, að hann ætli sér ekkert minna en Down- ingstræti 10 í London (bústað forsætisráðherra Bretlands). David Frost býst ekki við að yfirgefa sjónvarpið í bráð. Hann er viss um, að sjónvarpið hafi upp á marga ónýtta möguleika að bjóða — en hvar þeir eru, er hann ekki viss um enn. Hann veit það eitt, að hann ætlar að nýta sér þá. Á meðan lætur hann sér nægja að vinna að hinum „hefðbundnu" þáttum sínum, auk hliðarverkefna eins og 2 þúsund milljón króna mynd um skrímslið í Loch Ness og 13 þáttum um Sir Harold Wilson, fyrrum forsætisráðherra Breta — hvort tveggja hin áhugaverðustu efni. 1 Davids Frost Hér tekur Constantine, 14 ára sonur Caroline Cushing skyndi- mynd af móður sinni og David Frost. skilnaði Caroline og manns hennar bjuggust flestir,sem til þekkja, við því, að hún og David Frost, sem nú er 38 ára, myndu ganga í hjónaband. Ekkert bendir þó til þess enn, enda segist David Frost harðánægður með þetta eins og það sé og í öllu falli sé nægur tími til stefnu. Caroline er honum sammála og segir, að þau vilji ekki rjúka út í neitt í fljótfærni. Hún segist elska hann, þau séu hamingjusöm saman og hún setji hið góða samband þeirra ofar hjónabandi. Caroline reynir að fylgja Frost, hvert sem hann fer. Til dæmis dvaldist hún með honum í Los Angeles þær 10 vikur, sem hann vann að viðtalsþáttunum við Nixon. Hún segist geta verið ferðbúin ,,á tveimur sekúndum," ef á þurfi að halda, og það sjást ekki á henni nein þreytumerki, þrátt fyrir allan þeytinginn. David þykir aftur á móti eldast ískyggi- lega hratt í útliti. Hann viðurkennir þó ekki, að hann finni á sér nein þreytu- og streitumerki, og sé hann spurður, hvaðan baugarnir undir augunum komi, og hvað sé orðið að nöglunum, hlustar hann ekki á það. Hann segist vera í fínu formi. David Frost virðist vissulega vera í fínu formi fyrir framan sjónvarpsmyndavélina, og honum tekst að ná út úr fólki ýmsu, sem öðru sjónvarpsfólki tekst ekki að fá fram. Caroline bendir á, að David hafi lag á að draga fólk út úr þeirri skel, sem umlykur flesta, og honum takist að láta því líða vel í návist sinni. Hann fari eins að við móður hennar og við Nixon. Sjálfur segir David í þessu sambandi: „Sólskin og hlýja eru líklegri til að fá fólk til að varpa af sér vetrarklæðum heldur en stormur. Það, sem verkar í sjónvarpi, verkar einnig í daglegu lífi. Með því að fylgjast með David Frost í sjónvarpinu fæst nokkuð glögg mynd af hinum eiginlega David Frost." Libby Prudie, sem verið hefur einkaritari og hálfgerður lífvörður David Frost í þrjú ár, segir um hann: „Ég trúði því ekki, að David gæti alltaf verið svona elskulegur — og það hlyti að verða hræðileg stund, þegar upp úr syði hjá honum. En það hefur ekki gerst enn. Maður verður aldrei var við, 42. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.