Vikan


Vikan - 20.10.1977, Side 21

Vikan - 20.10.1977, Side 21
BOÐBERAR ÖTTANS að vita, hvers vegna þetta er svona mikilvægt.” „Ég veit það ekki. Það bara er það.” „Komdu hingað.” öþol hans var augljóst, ekki bara í röddinni heldur einnig í taki hans um úlnlið hennar. ,, Annaðhvort hefur það dottið niður af slysni eða þá að einhver hefur tekið það. Ertu alveg viss um að þú hafir ekki fært það til sjálf?” Sara varð orðlaus. Allt í einu varð henni ljóst, hvers vegna henni var svona órótt. Alec hafði, með fáum ^rðum, leitt hana beint að ótta hennar. Það var mikilvægt að vita, hvort kortið hafði dottið í eldinn4því að ef það hafði ekki gert það, þá hafði einhver tekið það... „Hver i ósköpunum hefði getað tekið það?” spurði Alec. Sá hinn sami og setti það i töskuna mína i upphafi, hrópaði Sara innra með sér. En hún gat ekki sagt það við Alec. Hann tók þögn hennar sem samþykki. „Þá sérðu það. Gleymum þessu nú.” Hann tók andlit hennar milli handa sinna. „Er eitthvað að elskan? Líður þér vel?" „Jú, mér liður ágætlega. Það er biðin, býst ég við, hugsunin um, hvort allt verði i lagi.” „Auðvitað verður allt í lagi. Er ekki læknirinn ánægður?” Sara kinkaði kolli. En stundum var biðin óbærileg. Hún bjóst við að allar vanfærar konur hefðu þessar hræðilegu hugsanir, að barnið gæti fæðst andvana eða vanskapað. Undanfarið kom óttinn oftar og oftar yfir hana og gerði hana máttfarna og titrandi. Upp á síðkastið höfðu oft komið augnablik þar sem hún var að því komin að hella sér yfir Alec. En hún hafði þá óþægilegu tilfinningu að hann mundi telja sig knúinn til að vísa ótta hennar á bug, líta á hann sem ímyndun. „Kannski þú ættir að fara til Blunsdons læknis á morgun.” Sara hristi höfuðið. „Nei, mér líður ágætlega, elskan. Ég fór í skoðun í morgun, og allt er í lagi.” Þegar búið var að kveikja á sjónvarpinu, sat hún fyrir framan það og var sér þess meðvitandi að verurnar hreyfðust á skerminum og einnig fann hún hlýjuna frá handlegg Alecs, sem hélt um axlir hennar, en hún var gjörsamlega aðskilin frá þessu. Hún vissi aðeins af óttanum og lágri röddu innra með sér, sem hvíslaði aftur og aftur: „Það verður allt í lagi, er það ekki? Ö, láttu það vera í lagi.” Sara brosti ánægð. Þau tóku sér alltaf góðan tíma í morgunverðinn ó laugardögum og nutu þess að Alec þurfti ekki að þjóta af stað í vinnuna og þau gótu gert eins og þau vildu. Þennan morgun hafði hún náð fullu jafnvægi, hún var áhyggju- laus. Uppástunga Alecs kom vel við skap hennar... , ,Eigum við ekki að fara út í dag? Við gætum tekið með okkur nesti niður að sjó.” „Ágætis hugmynd. Það er heil- langt síðan við höfum farið niður að sjó.” Klukkan hálfellefu voru þau tilbúin og óku út um hliðið í ferðaskapi. Þau tóku eftir ungum dreng, sem hlóð eplum á tréborð við vegarkantinn. Herra Turner var næsti nógranni þeirra og hann var ávaxtabóndi. Hann hafði átt húsið, sem Sara og Alec bjuggu í, þar til það hækkaði svo í verði að hann freistaðist til að selja. Þegarþaufluttu inn hafði hann keypt illa farinn húsvagn komið honum fyrir á jörðinni, sem lá að garði þeirra, og stýrt býli sínu þaðan. Níska hans var orðin sögufræg á staðnum. Sara brosti að minningum sínum. „Ég er ekki enn búin að gleyma þegar hann tíndi eplin okkar fyrir okkur.” Það hafði verið mikið að gera þetta fyrsta haust og Sara hafði verið yfir sig ánægð þegar herra Turner kom bakdyramegin og kynnti sig. Henni fannst það vingjarnlegt af honum að bjóðast til að aðstoða við eplatínsluna. Hún hafði ekki ætlast til að hann seldi þau öll án þess að bjóða þeim annaðhvort epli eða hluta af gróðanum. Herra Tumer' hafði aldrei endurtekið boðið. Á ströndinni sagði Sara: „Ég gleymdi að spyrja þig, hvort þú yrði upptekinn á miðvikudaginn? Ég fékk bréf frá Angelu í gær þar sem hún býður okkur í mat.” „Þú virðist ekki sérlega ánægð með það. Hver er ástæðan? Er það Frank?” „Nei, eiginlega ekki.” Alec sneri sér að henni. „Finnst þér ekki þreytandi að hann skuli stöðugt vera að reyna við þig? Ég verð að viðurkenna að ég hef orðið að halda aftur af mér svo ég gæfi honum ekki á hann einu sinni eða tvisvar. En ef þér líkar vel við Angelu og það er ekki athygli Franks, sem setur þig út af laginu, hvers vegna ertu þá svo treg að fara þangað?” „O, Alec, það er bara” — og þegar hún horfði á andiit hans — „að Angela kemur mér alltaf úr jafnvægi. Hún er svo fullkomin. Hún er svo falleg, alltaf óaðfinnan- lega klædd og svo vel snyrt, þar að auki er hún gáfuð, vingjamleg, tillitssöm, einlæg og alltaf tilbúin að hjálpa hverjum sem er... Við hlið hennar finnst mér ég vera hallæris- leg, lítilfjörleg — ekkert.” „Veistu hvemig ég sé hana? Ég sé hana sem konu, sem ekki getur annað en verið svona. Ég held að hún í rauninni elski Frank t þrátt fyrir allt hans kvennaflangs. Settu nú sjólfa þig í hennar spor. Hún á svo marga keppinauta, sem koma til greina, að eina mögulega leiðin til að sigra þær er að vera meiri en þær í öllu. Hún þarf stöðugt að vera á verði.” Sara skammaðist sín. Alec virtist hafa skilning á fólki sem henni hafði ekki tekist að öðlast. Kannski var það vegna þess að hann var svo miklu eldri en hún. Fimmtán ár er mikill munur, þrátt fyrir allt. „Alec, mér þykir þetta leitt. Auðvitað sé ég þetta núna. Af hverju sá ég það ekki fyrr?” „Af því að þú varst of upptekin af eigin tilfinningum, elskan. Þú hefur allt of lítið álit á sjálfri þér. ” Hún leit í augu hans og fór að hlæja. Hann tók undir. Að lokum sagði Sara: „Ég hringi i Angelu og segi henni að við viljum gjarnan koma.” Klukkan var orðin hálffimm þegar þau loks komu heim, þreytt en ánægð eftir sjávarloftið og sólskinið. Sara opnaði þungar aðaldymar, gekk inn, og um hana leið kunnug- leg til finning eignarréttarins. Loftið í forstofunni var þungt og heitt svo að hún skildi dymar eftir opnar upp á gátt. Hún var slæpt eftir strandveruna. Hún ætlaði að skella sér í sturtu. Barnaherbergisdyrnar efst uppi drógu hana að sér eins og segull. Á hvítmálaðri kommóðunni vom þrjú leikföng, tveir bangsar og dúkka. Annar bangsinn var nýr, hinn var sköllóttur og bættur. Hún hafði átt hann. Dúkkan hét Clementine og bar með sér að hún var notuð, en hún hafði verið óaðskiljanlegur félagi Söm, þegar hún var barn. Hún varð að gera eitthvað við ósamræmið í herberginu, sem bækur og blöð föður hennar ollu. Hún beygði sig niður og tók upp fallega bók í sléttu grænu leður- bandi. Þetta var úrklippubók frá dómaraámm föður hennar, sem móðir hennar hafði geymt, þar til hún lést þremur ámm á undan manni sínum. Hún slengdi síðan úrklippubók- inni ofan á bókahrúguna og sneri sér frá. Skuggi lá yfir garðinum fyrir utan og eins yfir hluta af gróskumikilli Cupressus-trjáröð- inni. Ungu trén vom um það bil fimm feta há núna. 42. TBL. VIKAN21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.