Vikan


Vikan - 20.10.1977, Qupperneq 37

Vikan - 20.10.1977, Qupperneq 37
FORSÍÐAN FORSÍÐAN En hann Jim er ekki alltafað hugsa um bíla á fleygiferð, eins og forsíðumyndin okkar sannar. Fyrirsætan á myndinni er Brynja Norðquist, en hún er ein af eftir- sóttustu fyrirsætunum hérlendis. Vikan birti viðtal við hana fyrir einu ári, en hér sjáum við hana með hundinn sinn, hann Lúkas. Og þessi fallegi og friðsamlegi gamti bíll fullkomnar svo myndina. r A FLEYGI FERÐ LJÓSMYNDAFtA VIKUNNAFt, Jim Smart, klæjaði auðvitað í fingurna hér á dögunum, þegar landsins mestu ökuþórar geystust um vegi og vegleysuri /engstu rallykeppni, sem haldin hefur verið hérlendis. Hann var nefnilega eitt sinn aðstoðar- ökumaður Árna Bjarnasonar, sem lesendur Vikunnar kannast við úr bi/aþáttunum, og erþví ekkiað undra, þótt um hann fari fiðringur, þegar annað eins erað gerast. En heldur en ekki neitt fór hann og tók þessa ágætu myndafÁrna, þarsem hann geystist á bílnum sínum í eina ána á leiðinni. Árni og fé/agi hans voru ekki svo lánsamir að hreppa eitt af efstu sætunum, en eins og landslýð mun kunnugt, urðu þeir bræðurnir Ómar og Jón Ftagnarssynir í fyrsta sæti. Ingmars slitnaði, þegar Anna var þriggjaára, og aðeins þrettán ára var Anna komin ti/ Englands að freista gæfunnar. Anna hefur alltaf vitjað fara sínar eigin leiðir, rétt eins og faðirinn, þóttleiðir þeirra liggi ekki beint saman. Ung eignaðist hún soninn Niki, og hún er reyndar farsællega gift föður hans, Peter, sem var lögregluþjónn, þegarþau kynntust fyrst, og hafði meðal annars þann starfa að halda upp lögum og reglu í kringum Buckinghamhöll. Nú hefur hann lagt lögregluþjónsbúninginn til hliðar um stundarsakir og gætir hús og barns, á meðan Anna vinnur fyrir fjölskyldunni — oftast afar fáklædd. De Gaulle MADAME DE GAULLE/ét ekki mikið á sér bera, meðan hers- höfðinginn hennar var á lífi, en síðan hannlést9. nóvember árið 1970 hefur hún hreinlega ekki sést á meðal manna, svo heitið geti. Þessi sjö ár hefur hún lokað sig inni með sorg sína og aðeins sést utan dyra, þegar hún hefur farið til messu eða til að vitja um gröf eiginmanns síns. Þess vegna þóttu það tiðindi hér á dögunum, þegar sonarsonur frúarinnar gerði brúðkaup sitt, að viðstöddum ættingjum og vinum, þar á meða/ madame de Gau/le, sem þar með rauf margra ára einangrun sína. Hér sjáum vð hana ásamt öðrum ættingjum eftir vígsluna. Lengst ti/ hægri er sonur forsetahjónanna fyrrver- andi, og má með sann; greina líkingu við föðurinn. Þá kemur madame de Gaulle, og tengda- dóttir hennar, brúðurin Annick Courtey, brúðguminn Philippe de Gaulle og foretdrar brúðarinnar.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.