Vikan


Vikan - 20.10.1977, Side 41

Vikan - 20.10.1977, Side 41
„Vinirmínir,” sagði Edward.og um leið þögnuðu allir, ,,nú skulum við athuga hitt morðið. Aftur stóð kona í vegi fyrir glæpamanninum. Það er ekki erfitt að ímynda sér ástæðuna fyrir því. Rósa gat aldrei látið eigur fólks í friði. Hve mörg ykkar hafa ekki einhvern tíma saknað litillar nælu eða annars skartgrips? En alltaf var því skilað aftur, þegar Rósa var búin að fá nóg af því. Hún geymdi þessa muni á felustað innst í herberginu í borgarhliðinu. Ef til v:'l hefur hún verið að koma fyrir einhverjum nýfengnum grip, þegar morðinginn kom inn til að fela búning sinn. Hún sá hann og lét hann vita af því. Rósa var ekki sú manngerð, sem færi til lögreglunnar. Hún vildi heldur hagnast á vitneskju sinni. Mútur og hún mundi þegja. En morðinginn vildi ekki eiga neitt á hættu. Svo hann Iosaði sig við Rósu, þegar hún beygði sig niður til að gleðjast yfir feng sínum. Hún hafði líka hjólpað honum með því að henda tómat í Tomaso og kalla hann morðingja.” Giuliano var náfölur. „Fyrst þú veist svona mikið, Edward, segðu okkur þá, hver morðinginn er?” Augu Edwards hvörfluðu yfir mannfjöldann, þangað til þau staðnæmdust ó ákveðnu andliti. Það var aðeins einn aðili, sem hafði hag af dauða Filomenu,” sagði hann mjög alvörugefinn. „Beppo Tebaldi.” Það varð mikið uppþot í garð- inum. Ungi lögregluþjónninn, sem staðið hafði við hliðið, reyndi að brjóta sér leið gegnum mann- þröngina. Matteo var staðinn á fætur og Regína righélt sér í handlegg hans, til að hindra það að hann bryti sér leið gegnum þvöguna til fósturföður síns. Margir urðu til þess að þrífa í Beppo og ýta honum, móðum og másandi, gegnum röð mótorhjóla- klíkunnar og alla leið upp að pallinum. Edward rétti upp hendina, til að fá þögn, og mannfjöldinn stilltist. Hann horfði niður á Beppo, sorgmæddur á svip. „Það var bílaverkstæðið, var það ekki Beppo? Þú vildir selja, en Filomena vildi ekki flytja fró Roccaleone, og af þvi að eignin var á nafni ykkar beggja, þurftirðu samþykki hennar. Svo var það líka þetta verkstæði fyrir utan Genoa. Ég fór í gær til La Spezia, og fasteignasalinn þar sagði mér frá þvi. Það var einmitt það, sem þú vildir, og ef þú festir það ekki strax, myndi annar kaupandi hremma það.” Beppo svaraði engu. Framhald í næsta blaði. Smáauglýsingar BIAÐSINS ÞverholtiH sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld 42. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.