Vikan


Vikan - 20.10.1977, Qupperneq 43

Vikan - 20.10.1977, Qupperneq 43
Ljósmyndari Vikunnar átti leiö niður Laugaveginn eitt laugardagskvöld fyrir skömmu og kom þá auga á nokkur ungmenni, sem sátu fyrir utan verslunarglugga og horfðu á sjónvarp. Þau höföu komið sér vel fyrir við borð og höfðu með sér vistir. Þegar hann fór að forvitnast um, hverju þetta háttalag sætti, komst hann að því, að þetta voru nemendur úr Menntaskólanum í Kópavogi, og voru þeir í eins konar vísindaleiðangri þarna. Voru þeir að gera könnun á viðbrögðum fólks, en Vísindafélag Menntaskólans í Kópavogi hefur einmitt staðið fyrir fleiri slíkum könnunum. Voru viðbrögð vegfarenda á ýmsa lund, að sögn þeirra. Sumir spurðu, hvort þeir væru herstöðvarandstæðingar, en aðrir voru vissir um, að hér væri B.S.R.B. I setuverkfalli. Einhverjum datt meira að segja í hug, að þetta væri Spilverk þjóðanna. Lögreglan kom sjö sinnum og spurði, hvort þau vildu ekki færa sig, en flutti þau samt ekki burtu með valdi, þótt bannað sé með lögum að tefja umferð á gangstéttum borgarinnar. Þessi vísindalega könnun stóð yfir í rúmlega tvær klukkustundir, en nöfn þátttakenda eru (talið frá vinstri): Sigríður Þórisdóttir, Kristinn Arnarson, Andrés Pétursson, Elísabet Arnardóttir og Hannes Þorsteinsson. ANNA BRETAPfílNSESSA hefur nú að ráði lækna sinna hætt að koma fram opinber/ega, þangað til hún hefur alið erfingjann, sem von erá í nóvembermánuði. Hún tekurnú Hfinu með skynsemi og ró og dundar við að sauma og prjóna og undirbúa komu barnsins, meðan fjölskylda hennar veltir vöngum yfirþvi, hvað barnið eigi að heita. En það er ekki einungis drottningarfjölskyldan, sem bíður barnsins með eftirvæntingu, heldur ganga nú veðmálin á vix/ meðal almennings um fæðingardaginn, kyn og þyngd þessa /angþráða erfingja þeirra önnu og Marks. ÍT1E/T um FÓLK 42. TBL. VIKAN43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.