Vikan


Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 45

Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 45
var vanur. Bara: Bless Michael. Kuldalegi og kæruleysislegt. Það var eins og allur vindur væri úr henni, þegar hún litaðist um í eldhúsinum og horfði á buffið. Hana langaði ekkert til að borða alein. Hún var ekkert svöng lengur. Hún tók fram vindlingapakka. Hún dró djúpt að sér reykinn og settist á eldhúsbekkinn. Henni varð hugsað til þess, hve lífið var miklu einfaldara og léttara fyrir karlmenn. Þeir voru ekki eins bundnir af tilfinningum. Alltaf óháðir og frjálsir. Þeir virtust fæddir svona. Aftur á móti var það erfiðara fyrir stúlkur. Þær voru undir áhrifum ótal tilfinninga. Straumurinn flutti þær til og frá, og næstum alltaf voru þær háðar karl- mönnum. Henni var óglatt. Hún slökkti í vindlingnum. Svitinn spratt fram á enninu, og hún hvíldi höfuðið á handleggjunum. Það var áreiðanlega eitthvað að henni. Reykti hún kannski of mikið? Nei, það hlaut að vera einhver önnur skýring á vanliðan- inni. Hún hafði verið hirðulaus með pilluna undanfarið. Ömeðvitað eða meðvitað? Stundum vildi hún binda Michael við sig með traustari böndum, þvinga hann til að ganga i hjóna- band. Já, hún hafði óskað þess að verða ófrísk, jafnvel þó hún vissi, að slæmur fjárhagur þeirra leyfði það ekki. Auk þess þarfnaðist Michael næðist, annars gat hann ekki einbeitt sér að náminu. Það voru mörg ár, þangað til hann tæki prófið. Ef vanlíðan hennar stafaði af þvi að hún væri með barni, yrði hann reiður henni. Hann myndi segja, að hún hefði átt að muna eftir að taka pilluna. Angistin heltók hana, henni var ljóst, að hún hafði hagað sér heimskulega. Hún gat uppskorið hið gagnstæða við það, sem hún úskaði, hún gat átt það á hættu að missa hann að eilífu. Hún varð að leita læknis, — sem allra fyrst. Hún gat ekki þolað óvissuna. OKKRUM dögum síðar fékk hún að vita það. Hún var ófrísk. Vissan fékk svo á hana, að hún gat ekki sagt Michael eins og var. En henni var ljóst, að fyrr en síðar yrði hún að tala við hann, þetta gat ekki verið hennar leyndarmál lengi. Michael var annars sjaldan heima á kvöldin nú orðið. Það var eitthvað, sem hann þurfti nauðsyn- lega að hjálpa skólafélögum sínum við. Lena var miður sín út af þessu. Henni fanrjst hún aldrei fá rétta tækifærið til að tala við hann. Einn morguninn kallaði hann til hennar innan úr herbergi: — Heyrðu Lena, ég neyðist til að fara í burtu nokkra daga. Hún var að smyrja nestið. Hún sleppti snöggt hnífnum úr hendinni og gekk inn til hans. — Því þá? spurði hún óróleg. — Æi, ég lofaði Jörgen — þú veist einum skólabróður mínum — að fara með honum heim til foreldra hans á Jótlandi. Þau ætla að selja jörðina og vilja gjarnan njóta aðstoðar minnar við það. — Jæja. Hún kinkaði kolli. Þetta hljómaði ekki ósennilega. En hún gat ekki látið vera að gruna hann um græsku. Hún var að gefast upp á þessu ástandi. Bráðum gæti hún ekki meira. Kannski var þetta tímabundið, sjálfsagt leið henni svona, vegna þess að hún varbarns- hafandi. Hún vonaði. að það væri skýringin. D AGINN. sem hann fór tók hún sér frí úr vinnunni án hans vitundar. 42. TBL. VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.