Vikan


Vikan - 20.10.1977, Side 48

Vikan - 20.10.1977, Side 48
AÐ HLAUPA Á EFTIR HESTI Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða draum, sem mig dreymdi í nótt sem leið. Hann er svona: Mér fannst ég og X og þrír eða fjórir aðrir vinir hans vera í útreiðartúr. Veðrið og umhverfið var svona sæmilegt. Strákarnir voru allir á dökkbrúnum hestum, en ég var með gráhvítan hest og reið jafnframt í fararbroddi. Öll riðum við berbakt (bara með beisli). En það skrítna var, að ég fór aldrei á bak hestinum, heldur hélt í tauminn og hljóp samsíða hestin- um. Hann hljóp svo ofsalega hratt, að ég næstum því fór í loftköstum. En ég man, að það var geysilega erfitt að stöðva hestinn, vegna þess hve hann var viljugur. Svo allt í einu vorum við komin heim til mín. Þegar strákarnir ætluðu að fara eitthvað út, vildi ég bara vera heima, svo ég bað X að vera hjá mér. Hann sagðist nauðsynlega þurfa að fara með strákunum, en ég fékk stóran koss í staðinn. En mér finnst svolítið skrýtið, hvers vegna hann var svona lengi að koma sér af stað, og hann var ennþá hjá mér, þegar ég vaknaði. Að síðustu endaði draumurinn með gráti. Með innilegri þökk fyrir ráðn- inguna. ,,Ein spennt." Þessi draumur er þér fyrirboði mikillar gæfu. Þó er nafn piltsins ekki gott, boðar venjuiega eitt- hvert tjón, svo þér er ráðiegast að fara að öHu með gát og sýna ekki fljótfærni í neinu, sem þú tekur þér fyrir hendur. Brúnir hestar í draumi eru yfir/eitt fyrir góðri veðráttu, en í þessu tilfelli boða hestarnir þér farsæld og ávinning. Lík/egast ferðu í iangferð, sem verður þér til mikiiiar gleði. AUGLÝSINGAR i BLAÐI OG FREKNUR Kæri draumráðandi! Ég er með tvo drauma, sem mig langarað biðja þig að ráða. Annar Mig dreymdl var svona: Ég las auglýsingu í Dagblaðinu, sem náði yfir 1/4 af blaðsíðu og var svona orðuð: Mamma, við viljum tala við þig, (og svo stóð pínulitlum stöfum undir) og llmu vinnufélaga, og undir stóðu nöfnin G. og J. Ég skildi þetta þannig, að þeir hefðu verið reknir að heiman, en vildu hafa samband (ég er hrifin af J.). Hinn draumurinn var svona: Ég hitti J. og heilsaði honum með handabandi, en svo vildi hann ekki sleppa strax. En þá tók ég eftir því, að hann var með freknur, en svo fór ég að skoða hann betur, og þá sá ég að þetta voru einhverjar doppur eftir stækkunar- gler sem sól skein í gegnum. Þessir draumar voru mjög skýrir. Þökk fyrir. Þú færð fréttir, sem valda breytingu á högum þinum. Þú auðgast mikið, og heilsa þín verður góð. Af þessum draumum er ekki hægt að lesa neitt varðandi samband þitt og J. nema þá vináttu. SAUR í RÚMFÖTUM Mig dreymdi, að ég væri sofandi í hjónarúminu með litlu dóttur mína við hlið mér (maður- inn minn var til sjós). Ég var með sængina ofan á mér. Svo vaknaði ég og tók sængina og lét það snúa upp, sem sneri niður. Þá var sængin öll útötuð í mannaskít. Þetta var þó ekki af okkur, þessi saur. Fyrir hverju er þetta? Þetta var síðasta nóttin, sem ég og dóttir mín sváfum f þessari íbúð, því við erum að flytja í aðra íbúð. Með fyrirfram þökk. Ástrós. Táknin i þessum draumi eru þér öii tii góðs. Að dreyma sig í rúmi- sínu boðar yfir/eitt giftingu, efni- legan erfingja eða einhverjar breytingar tii góðs, aiit eftir því, hvernig högum þínum er háttað. Þú verður aönjótandi mikiiiar heimi/ishamingju, en þó megið þið mæðgur búast við að verða fyrir einhverjum smávægitegum von- brigðum. Mannasaurinn táknar peninga eða annan hagnað — og boðar líklegast ennfremur manni þinum aflasæld. HERBERGI FULLT AF PÖDDUM Kæri draumráðandi! Þessi draumur hefur kannski enga merkingu, en mig langar að prófa það. Ég var á leið heim í rútu og sat við hliðina á strák, sem er góður vinur minn. Draumurinn: Ég var stödd í stóru herbergi og var þar enginn nálægt. Allt í einu var herbergið fullt af köngurlóm og pöddum. Sú stærsta settist við hlið mér og ýtti alltaf við mér með einni löppinni (en svo sagði vinkona mín mér, að ég hefði sigið á hina hliðina frá stráknum ) eða köngurlónni) en svo hætti hún skyndilega að koma við mig, og svo fóru allar köngurlærnar og pöddurnar úr herberginu. Stuttu seinna var ég vakin, og vorum við þá komin heim. Þá var strákurinn voða spotskur á svip og spurði, hvort ég hefði ekki sofið vel, en ég sagði: ,,Nei, mig dreymdi köngur- lær og pöddur." Síðan hefur hann mjög lítið talað við mig. Ég vonast eftir birtingu á svari, draumurinn þarf ekki að birtast. Með fyrirfram þökk. Rúna. Þessi draumur er þér viðvörun- armerki um, að sá, sem þú e/skar, er óákveðinn og ístöðulaus og tætur hrífast af fagurga/a og flátt- skap. Hinsvegar boðar köngur/óin þér mikla hamingju. DRAUMUR UM SYSTKINI Kæri draumráðandi! Viltu vera svo vænn að ráða eftirfarandi draum fyrir mig: Mér fannst ég vera stödd í húsi. Þá komu þangað systkini, sem ég þekki, (maðurinn er dáinn). Ég varð mjög undrandi, því mér fannst maðurinn vera kominn til okkar aftur (eða risinn upp frá dauðum). Svo varð ég allt í einu svo innilega ánægð og tók svo fast utan um hann og þrýsti honum að mér og kyssti hann. Mér fannst, að ef ég sleppti honum, mundi hann ekki koma aftur. Mér fannst hann brosa svo blítt til mín , eins og hann væri mjög ánægður, en hann talaði aldrei neitt við mig. Svo fannst mér systir hans sitja og prjóna á mig peysu. Mér fannst hún svo óeðlilega fljót að því. Svo var hún búin að prjóna tvær peysur sama daginn, á einhverja aðra stelpu líka, nema hún átti eftir að sauma aðra peysuna saman. Mér fannst ég vera að skoða þær, en þau stóðu I dyrunum og horfðu á mig. Við það vaknaði ég. Viltu vera svo vænn að birta fyrir mig ráðningu á draumnum, en ekki drauminn sjálfan. Mér er mjög mikið í mun að vita hvað þetta táknar, vegna þess að þetta var svo skýr draumur. Með fyrirfram þökk. „Systkini." Ég tók mér það bessaleyfi að birta drauminn þinn, þar sem ég birti ekki aðeins svar við draum- um, og þar sem ekkert I þessum draumi vísar á þig, ta/di ég það óhætt, sem ég vona að sé. — Draumur þessi er þér tákn um hamingjuríka framtíð. Þér mun fylgja gæfa og gengi, og einnig hlotnast þér einhver ávinningur. Framiiðni maðurinn táknar, að þér er óhætt að halda stefnu þinni, þar sem hu/in öf/ eru þér ti/ aðstoðar. Þó áttu á hættu, að einhver, sem þú treystir, muni svíkja þig i máli, sem varðar þig miklu. Systurinnar bíöur bættur hagur og mikil hamingja. 48VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.