Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 5

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 5
íslensku ferðafólki íLondon leiðbeint ímat Umhverfis jorðina ífjórtán veislum Höfundur þessa greinaflokks, sem hér er að hefjast, er Jónas Kristjánsson ritstjóri Dagblaðsins, sem þekktur er fyrir óvenjulegar og ákveðnar skoðanir og skeleggan framsagnarmáta. Það má kannski segja, að hann sé þekktur fyrir að brúka munn, eins og það heitir á góðri íslensku, en í eftirfarandi greinum sýnir Jónas, að hann getur brúkað munn til annars en hvassyrða, og fá nú lesendur Vikunnar að kynnast honum í hlutverki sælkerans og vínþekkjarans. Verði ykkur að góðu! íslendingsleg kona með versl- unarglampa í augum stikaði mikinn eftir Oxfordstræti í London í lok síðasta nóvembermánaðar. Á eftir henni gekk umburðarlyndis- legur maður með hendur í vösum og horfði angurvært á dyr bjórstofu. Hann kallaði, þegar konan gekk inn í búð: „Heyrðu, elskan, hvað áttu mikið eftir?" „Tíu." „Það er sko algjört dedd-læn." Fyrir utan enskuna var íslenska það mál, sem oftast heyrðist á Oxford Street þennan dag. Hún heyrðist oftar en þýska, hollenska og Norðurlandamálin til samans, raunar oftar en allar útlenskur til samans. Það skyldu þó ekki vera íslendingar en ekki Arabar, sem eru að kaupa upp London? GLINGUR OG GULLIN LIST Ekki er ástæða til að lasta alfarið innkaupaferðir íslendinga til Lond- on. Þar er mikið úrval af tiltölulega ódýrum og vönduðum vörum, sem getur verið þjóðhagslega hagkvæmt að kaupa fremur en aðrar og sem geta haldið niðri verði í verslunum á íslandi. En margt glingrið er líka keypt. Kunningi, sem var mér samferða, staldraði við í töskuskoðuninni á Heathrow-flugvelli. Honum féllust hendur við að sjá allt það rusl, sem öryggisverðir í vopnaleit drógu upp úr innkaupapokum íslenskra kvenna. Gat hann ekki hreyft legg né lið í nokkurn tíma, meðan hann horfði á þau undur. Sem betur fer er verslunin ekki hið eina, sem dregur íslendinga til London. I leikhúsunum heyrði maður líka oftar íslensku en önnur tungumál utan ensku. Og þetta gildir líka þar sem sýnd voru hin merkari sviðsverk, svo sem í Þjóðleikhúsi Breta við Thames- fljót. Leikhúsfólkið í London kann að gera lélegt efni gott og að gera gott efni frábært. Alls staðar ræður vandvirkni ríkjum. Ekki er heldur amalegt að sjá Joan Plowright, Alec Guinness, Olivier, Gielgud og Richardson á fjölun- um, auk leikaranna úr Húsbænd- um og hjúum og öðrum slíkum breskum framhaldsþáttum. HNOTSKURN MATAR- HEIMSINS Dálítið er sárt að hugsa til þess, að mikið af íslenskum ferðamönn- um í London skuli nærast á Wimpys-börum og öðrum túrista- gildrum milli innkaupaferða og leikhúsferða. Það er eins og flestir íslendingar líti á það sem náttúru- lögmál, að matur sé jafnvondur í Englandi og á islandi. Nokkuð er til í því, að matarmenning sé oft frumstæð í Englandi. En ekki má gleyma því, að Bretar eru fjölmennir og að innan um er fólk, sem kann að meta góðan mat. Þessi hópur hefur kallað á innflutning matarmenningar frá öðrum löndum, einkum frá Frakk- landi, en einnig Ítalíu og öðrum stöðum, þar sem át er víða stundað sem eins konar listgrein, líka af alþýðu manna. Ekki er síður mikilvægt, að til London hefur flust fjöldi manna úr löndum breska heimsveldisins og ýmsum öðrum löndum, þar sem breskra áhrifa hefur gætt. Þetta fólk hefur flutt með sér matarsiði sína og jafnvel sett upp veitinga- stofur með sínu sniði. Er nú svo komið, að engin borg íheiminum býður upp á fjölbreytt- ari veitingahús en einmitt London. Áætlað hefur verið, að þar séu veitingastofur fleiri en 50 þjóða, þar sem unnt er að fá mat með sérkennum viðkomandi þjóðar. Flestar eru frönsku veitingastof- urnar, síðan ítalskar, kínverskarog indverskar og svo áfram niður í einn stað með Jamaica-mat. VILLA Á SÉR HEIMILDIR Ódýrastir eru kínverskir, ind- verskir og grískir staðir. Þar er yfirleitt hægt að fá margréttaðan veislumat fyrir sama verð og bragðlaus plastmáltíð kostar í steikarhúsum Angusar og öðrum túristagildrum verslunargatna London. Mestu máli skiptir þó, að í gæðum bera hinir útlendu staðir af eins og gull af eiri. I öðrum tilvikum eru matstof- urnar dýrari, sumar miklu dýrari, einkum sumar af hinum frönsku. Þar er maturinn dýrari en hjá Angusi og Wimpy, en þó mun ódýrari en heima á islandi. I þessum hópi eru hin heimsfrægu matarmusteri, sem skarta fræg- ustu fransara-kokkum heims. Túristar finna hvoruga tegund- ina auðveldlega. Þessi veitinga- hús, bæði hin ódýru og hin fínu, eru oft í hliðargötum, og bera utan á sér fá einkenni þeirra veislu- halda, sem inni fyrir bíða. Ekki bætir úr skák, að ekki er unnt að vaða fyrirvaralaust inn á marga þessa staði. Yfirleitt verða menn að vera búnir að panta borð ísíma. Átvöglin dragast nefnilega að þessum veitingastofum eins og svarf að segli, svo að oft er erfitt að fá pláss. Einn staðurinn, sem ég reyndi við í síma, var algerlega upppant- aður tíu daga fram í tímann. Það er því Ijóst, að menn verða að sýna nokkra fyrirhyggju og skipulag, ef þeirvilja halda sjálfum sér matarveislur í London með tiltölulega litlum tilkostnaði. í FÓTSPOR PHILEAS FOGG í þessu tölublaði hefst greina- flokkur um girnileg veitingahús í London, aðallega byggður á heimsóknum höfundar í lok síð- asta nóvember, en einnig að nokkru leyti á fyrri heimsóknum. Ætlunin er, að þessar greinar geti orðið íslenskum Lundúnaför- um nokkur hvatning til að nota sér það, sem borgin hefur upp á að bjóða í þessu efni. I greinaflokknum felst hnatt- ferð, sem lagt er í frá íslendinga- götunni Oxford Street. Fetað verður í fótspor Phileas Fogg, sem fór um heiminn á áttatíu dögum. Við ætlum hins vegar að fara um heiminn í fjórtán veislum og það án þess að fara meira en 1000 metra frá hinu ástsæla Oxford Street. Sumar veislurnar verða ódýrar, aðrar dýrar. Sú ódýrasta kostar 640 krónur og sú dýrasta 9265 krónur á mann, enda er hún haldin á gamla, góða Connaught. Meðal- verð verður 3000 krónur. Sameiginlegt einkenni veisl- anna er þó, að samtals rúmast þær innan hins skammtaða gjald- eyris vikunnar, jafnvel þótt haldn- ar séu tvær veislur á dag og að auki farið í leikhús á hverjum degi. Játa verður þó, að með þessum hætti verður ekkert afgangs til innkaupaæðis. En menn þurfa víst hvort sem er að hafa aðra og svartari útvegi á því sviði, svo að við gleymum þeim áhyggjum í bili. Og þá er bara að bjóða ykkur sæti á þægilegu ungversku veit- ingahúsi og hefja þar merka hnattferð, því að nú ætlum við að snæða okkur gegnum heiminn í fjórtán veislum. Slökum á beltum og bítum á jaxlinn 11 ________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.