Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 15

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 15
kunni að verða í einstökum greinum, eins og til dæmis byggingariðnaði. Sá ótti er ástæðulaus. Það kemur einmitt fjörkippur í byggingariðnaðinn, þ.e. a.s. húsbyggingar. Það er hins vegar önnur skyld grein, sem fæst við heldur stærri hluti, sem verður að verjast áföllum. Ekki get ég sagt um, hvernig það endar, en það er eitthvað dökkt yfir þessari grein á árinu, gæti jafnvel verið um uppgjöf að ræða í einu tilviki. Til að bæta upp svo neikvæða spá, má geta þess, að íslendingar eru ekki hættir að stofna fyrirtæki, og a.m.k. eitt þeirra, sem stofnað verður árið 1978, er af stærri gerðinni og á eftir að verða umsvifamikið. Það verða mikil ferðalög í kringum það fyrirtæki." Verður vinnufriður? ,,Ekkiverðurþaðnú alveg, envíðtæk verkföll verða ekki. Afkoma almenn- ings fer heldur versnandi." Hvað um aða/atvinnuveg- ina? ,,Loðnuvertíðin verður með ein- dæmum góð, algjör metvertíð, en síldin veiðist í svipuðu magni og reiknað hefur verið með. Aflabrögð verða að öðru leyti í meðallagi, þótt skipum fækki eitthvað að mínu áliti." Um landbúnaðinn er fátt að segja, ég trúi, að þeim, sem hann stunda, farnist svipað og áður. Þó munu líklega einhver vandamál skjóta upp kollinum á Suðurlandi, sem valda nokkrum búsifjum, en verður komist fyrir, áður en verulegur skaði er skeður. Ýmislegt verður að gerast í ferða- iðnaðinum. Eins og ég sagði áðan, hefur göngu sína nýtt fyrirtæki tengt ferðaiðnaði, en svo kemur líka upp stórmál í sambandi við viðskipti annars fyrirtækis á þessu sviði, og sér ekki fyrir endann á því á árinu. ' Forystumenn í ferðaiðnaði lenda upp á kant við kerfið, og verður talsverður hávaði af því." Hvernig /eikur náttúran við okkur? ,,Ekki alltof vel. Veturinn verður umhleypingasamur og erfiður, en sumarið með betra móti, og þegar á heildina er litið, verður árið með hlýrra móti. Því miður lítur út fyrir mikinn óróleika í jarðskorpunni, og skaðar verða nokkrir þar af leiðandi, ekki þó manntjón, en afleiðingarnar verða langvarandi. Ég gæti sagt meira um þetta, en vil það ekki. Þetta er raunar ekki annað en við megum alltaf búast við hér á landi og óþarfi að gera mikið úr hlutunum." Nú var árið 1977 mesta s/ysaár, sem orðið hefur. Hvað með 1978? ,,Það lítur út fyrir, að við höfum lært eitthvað pínulítið af reynslunni, ef spá mín stenst, en hún er á þá leið, að innan skamms verður mikil herferð gegn slysum, sem hefur sín áhrif um alllangt skeið, þannig að það er bjart í þessum efnum um miðbik ársins. Að vísu missum við allmarga af slysförum vegna tveggja mannskæðra slysa, en slysin vera miklu færri en 78." En hvað um sakamá/? „Umfangsmikið sakamál kemur upp á árinu, sem margir eru flæktir í, og þar koma miklar fjárhæðir við sögu. Af öðrum stórmálum má nefna eitt, sem snertir mengunarmál, og verður ekki lítill hávaði út af því." Verða stórviðburðirá íþrótta- sviðinu? ,,Ég kalla það stórviðburð, að íslendingar komast í 8 liða úrslitin í heimsmeistarakeppninni í handknatt- leik. Hins vegar verða knattspyrnu- menn að sætta sig við heldur slakan árangur þetta árið. En í frjálsíþróttum verða það hlaupagarpar, sem standa sig best. Og úr því við erum farin að ■HMOHMMiI 1. TBL. VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.