Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 14

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 14
mmmmmmtrnim mmmmm Völvuspá er orðinn árviss viðburður í Vikunni um áramót, og við höfum rækilega orðið þess vör, að lesendur bíða hennar með óþreyju. Allir eru gæddirforvitni um hvað gerast kunni í náinni framtíð, og flestir hafa gaman af að lesa slíkar spár, hvort sem þeir nú trúa því einlæglega, að til dæmis völva Vikunnar sé eitthvað færari um að sjá inn í framtíðina en aðrir dauðlegir menn. Fimm sinnum höfum við leitað á vit sömu völvunnar fyrir lesendur Vik- unnar. Hún hefur oft reynst sannspá um marga atburði, einkum þó í fyrsta skipti, þegar hún spáði um atburði ársins 1973, en þá kom svo ótrúlega margt fram á þann veg, sem hún spáði, að furðu vakti, ekki bara hér á landi, heldur höfðu blaðamenn erl- endra stórblaða samband við Vikuna og vildu fá samband við þessa forspáu völvu. En við ætlum ekki að eyða tíma og plássi í að tíunda forna frægð, því nú er það framtíðin, sem gildir. Við látum nægja að tína til þrjú dæmi úr spánni fyrir 1977 til sönnunar þess, að enn hitti völvan naglann á höfuðið: „Landinn mun standa sig svipað á sviði íþrótta sem fyrr, þar skiptast á skin og skúrir. Þó ber einn atburð hátt í þeim efnum, og þar kemur sterkur maður við sögu." ,,í Sovétríkjunum verða manna- skipti í æðstu stöðum." ,,Frá Englandi berast heldur nötur- legar fréttir, og þar verða óvenju miklir erfiðleikar að fást við, einkum í atvinnumálum. " 5 Við höldum nú á fund völvunnar í sjötta sinn, og spurningarnar brenna á ; vörum okkar. Sem fyrr vill hún, að við spyrjum um það, sem okkur dettur í hug, og hún svari eftir því sem andinn innblæs, og það er því við okkur að sakast, ef eitthvað gleymist, sem við ættum að hafa spurt um. Nauðsynlegt er einnig að taka fram, að spáin er gerð í fyrstu viku desembermánaðar, og kann því eitthvað þegar að hafa komið fram, þegar þetta kemur fyrir sjónir lesenda, eins og dæmi hafa orðið um áður. Fyrst og fremst viljum við vita, hverju hún spáir um kosningarnar, en til þeirra verður áreiðanlega flestum hugsað, þegar þeir velta fyrir sér atburðum næsta árs. Hverjir verða tatdir sigur- vegarar kosninganna? ,,Alþýðuflokksmenn vinna mest á, og mín spá er, að þeir vinni sæti bæði í Reykjavíkog Reykjaneskjördæmi. Þeir bæta alls staðar við sig atkvæðum, og ég spái, að næsta þing sitji átta Alþýðuflokksmenn. Þeir verða hinir óumdeilanlegu sigurvegarar kosning- anna, og það eru nýju mennirnir, sem skína skærast. Annað mál er, hvort þeim nýtist þessi sigur." Karvei? ,,Ég held ekki, að Karvel muni sitja næsta þing." Hvað um Samtökin? ,,Ég vil engu spá um framtíð þeirra, alls engu." Breytast flokkahlutföllin verulega? ,,Að sjálfsögðu, samkvæmt því,sem ég hef áður sagt. Sjálfstæðimönnum fækkar um tvo á þingi, Framsóknar- mönnum um einn. Alþýðubandalagið kemur naumlega inn einum fleiri en það hefur núna. Það er mín spá." Verða stjórnarskipti? ,,Nei, Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur fara áfram með stjórn, en það verða einhver mannaskipti, þó sennilega ekki alveg strax eftir kosningar - eða, nei, ég er ekki alveg viss. Það eru þó áreiðanlega einhverjar blikur á lofti, og ófriðurinn er allur hjá Sjálfstæðismönnum. í framhaldi af þessu má kannski geta þess, að þær konur, sem sitja næsta þing, láta verulega að sér kveða." Stórmá/ á alþingi? ,,Alþingi verður afar viðburðaríkt, þegar á líður, og verður meðal annars deilt hart um ákveðna framkvæmd úti á landsbyggðinni. Ekki verða nein ný mál á ferðinni, sem sköpum skipta, hávaðinn á alþingi mun stafa mest af persónulegum deilum. Nú, eflaust langar einhvern að vita, hver verða örlög zetunnar, og er það fljótsagt, að ég hef ekki nokkra trú á, að zetan komist aftur inn í málið, a.m.k. ekki í USBBHGHBI náinni framtíð. Bjórfrumvarpið verður enn saltað." En aronskan? ,,Það eru málamiðlunartillögur Gunnars Thoroddsens, sem verða til umræðu, en þær verða ekki fram- kvæmdará næstunni, ekki árið 1978." Efnahagsmálin? ,,Ég spái versnandi ástandi í þeim málum, og þar erum við reýndar ekki ein á báti, því ástandið fer versnandi í flestum iðnaðarríkjum. Munu þessi vandamál setja verulega svip sinn á þetta ár, og hef ég ekki trú á, að rofi neitttil í þeim efnum. íslendingar auka enn við skuldir sínar, og verðbólgan hægir ekkert á sér. Ekki svo, að það verði ekki eitthvað reynt til að bjarga málum, en batinn er langt undan. Ein aðgerð, sem framkvæmd verður til styrktar krónunni, á eftir að auðvelda almenningi að umgangast peninga, en að öðru leyti hefur sú aðgerð lítil áhrif, en vekur mikla athygli og verður munuð." Hvað með atvinnumál? ,,Það gerist ekkert afgerandi í þeim efnum, atvinnuástandið verður yfir- leitt svipað og síðastliðið ár. Menn hafa verið uggandi um að atvinnuleysi 14VIKAN 1. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.