Vikan


Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 35

Vikan - 05.01.1978, Blaðsíða 35
Mig dreymdi í BRJÁLUÐU SKAPI Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig um að ráða tvo drauma, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Mér fannst ég vera í vinnu með allri fjölskyldu minni einhvers staðar langt frá heimili okkar, og kannaðist ég ekkert við staðinn. Voru mjög margir að vinna þarna, og sváfu allir í sama húsinu. Mér fannst þetta vera vinna, sem við þurftum að vera við úti. Mér fannst ég og systir mín vera að fara til morgunverðar, og var ég í alveg brjáluðu skapi yfir bréfi, sem ég hafði fengið frá stráknum, sem ég er með, því hann sagði, að ég gerði ekki annað en skrifa sér, hvað ég hefði það gott þarna, og vildi hann ekkert frá mér heyra. Ég bölvaði öllu í sand og ösku, því hann var bara að Ijúga þessu. Svo þegar við komum niður í borðsal- inn voru þar margir af vinum hans, og ég lét sem ég sæi þá ekki og strunsaði framhjá þeim, eins og ég var vön að gera. Þegar við komum að borðinu, sem við fjölskyldan sátum við, fannst mér vanta mömmu, og settist ég í hennar sæti, én mundi þá, að hún hafði dáið daginn áður, en ég sá hana aldrei í draumnum. Við það vaknaði ég. Draumur 2: Mér fannst ég og systir mín vera einhvers staðar að heiman, og mamma hringdi í mig og sagði, að við systurnar yrðum aðtaka okkur herbergi á leigu, því þau hefðu ekki efni á að halda íbúðinni lengur. Sagði hún, að þau pabbi væru búin að fá herbergi á Akureyri, og færu þau með bróður minn og yngstu systur mína. Mér fannst ég gráta einhver heil ósköp yfir þessu. Við fengum leigða einhverja smá kompu með húsgögnum, og var rúmið, sem ég átti að sofa í, svo lítið, að ég rétt gat legið í því, með því að vera öll bogin og skökk. Fannst mér strákurinn, sem ég er með, vera kominn þangað, og vaknaði ég við, að hann var að reyna að hugga mig, og var ég grátandi, þegarég vaknaði. Vona, að þú getir ráðið þessa drauma fyrir mig, því ég hef haft miklar áhyggjur af þeim. Þakka fyrir birtinguna, ef hún verður einhver. S.M. Fyrri draumurinn boðar þér góöar fréttir, sem þú færð. Einnig muntu hagnast mikið, og þig ætti aldrei að skorta fé. Þú færð gjöf frá gömlum vini, og þér hiotnast aukin þægindi. Strákurinn, sem þú ert með, mun verða mikiiiar gæfu aönjótandi. Stó/i móður þinnar í draumnum er fyrirboði barnsfæðingar og skjótrar gifting- ar, og einnig verður þú aðnjótandi einhverrar viöurkenningar. Þó ætt- irðu að vera á verði gagnvart mögu/egum óvinum, sem gætu gert þér eitthvað til miska. Síðari draumurinn boðar þér breytingar ti/ batnaðar á högum þínum, rúmið táknar giftingu. Þó er þarna viövörun til þín um, að þú eigir ófyrirleitna óvini, sem einskis svífast, og því ættirðu að fara að öHu með gát. ALLIR KYSSTU X Kæri draumráðandi! Mig langartil að biðja þig um að ráða þennan draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Hann er svona: Mér fannst, að vinkona mín, sem við skulum kalla X, væri búin að taka að sér sex ára gamlan strák. Þegar þetta var, vorum við að koma heim, ég, X, og strákurinn, sem ég er með. Við þurftum að labba upp mjög brattan stiga. Svo þegar við komum inn, þá komu þrír strákar á móti okkur, og kysstu allir X. Svo fannst mér sem við færum og fengjum okkur að borða og lögðumst síðan öll upp í ofsalega stórt rúm, og fannst mér þá strákurinn, sem ég er með, vera að fara að kyssa mig, og í því vaknaði ég. Sally Þín bíður björt framtíð, og að öllum likindum verður þú barns- hafandi innan tíðar, og er gifting einnig I nánd hjá þér. Vinkona þín verður fyrir einhverju baktali, en hennar bíður þó björt framtíð, og gæfa og gengi mun fylgja henni í hvívetna. Þúáttgóða vini að, sem munu aldrei bregðast þér, og ættirðu að meta þá meira en þú gerir. TENGDAMAMMA ÚÁNÆGÐ Kæri draumráðandi, í nótt dreymdi mig draum, sem mig langar að fá ráðinn, því ég man draumana yfirleitt aldrei, en þegar ég vaknaði snemma í morgun fannst mér mig vera búið að dreyma tengdamömmu í alla nótt, og var ég hrædd, þegar ég vaknaði, því hún dó í sumar, og hefur mig aldrei dreymt hana. Draumurinn var á þessa leið: Ég og vinkona mín vorum að fara á snyrtinámskeið og vorum að koma inn í salinn. Hann var eins og hálfgert bíó með steyptum bekkjum, og sá ég tengda- mömmu. Var hún komin inn og eins og hún biði hálfpartinn eftir mér, og varð ég hálf hrædd (því hún kom þannig fram, að ég vissi, að hún var dáin.) Flýtti ég mér framar, en þá var vinkona mín sest á bekkínn fyrir aftan og tengda- mamma líka, en einhver var á milli þeirra. Hún sagði mér að koma, því ég sæi ekkert þarna, svo ég færði mig aftar, og allt í lagi. Svo fannst mér við sitja við spegil (ég og vinkona mín) og vorum að þvo af okkur andlitsmálningu, áður en það átti að mála okkur. Ég var með máluð augu á enninu og augnabrúnir. Svo fannst mér ég fara út með tengdamömmu, og sagði hún, að sér fyndist leiðinlegt hvernig hefði farið fyrir fötunum hennar (meinti, að ég hefði átt að sjá um þau.) Var ég í kápu og ég held kjól af henni og með brúnt, stórt bindi (hún var miklu feitari en ég). Hún var að setja eitthvað út á bindið og sagði svo: ,,Ég er agalega óánægð með íbúðina að það skuli ekki vera þrifið þar betur, og sagði einnig, að ef það yrði ekki almennilega gert, þá kæmi hún sjálf og gerði það, svo ég lofaði að gera það .fyrir hana (maður hennar og sonur búa þar). Svo var margt fleira ruglingslegt, sem kom fram í draumnum. Með kæru þakklæti fyrirfram. Dísa. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur afþessum draumi, þvíö/l táknin í honum eru þér ti/ góðs. Það fer víst ekki mi/li mála, að þú verður barnshafandi innan skamms, því þrjú mikilvæg tákn í draumnum eru öll fyrirboðar barnsfæðingar. Þú ferð einnig að öllum líkindum í ferðatag, sem verður þér til mikillar gleði. Betri vinátta mun takast með þér og einhverjum þér tengdum eða skyldum, mun betri en nokkurn tíma hefur verið. Þú átt fyrir höndum ánægjulegt lif og vand- ræðalítið, og þér mun fylgja friður og gleði. SKAUT LÁTINN MANN Viltu ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi um daginn. Hann er svona: Mig dreymdi að ég væri á leið niður stiga og þegar ég kom niður voru klefar með rimlum, alveg eins og í fangelsi. Ég leit inn um dyrnar og þá sá ég dáið fólk þar inni. Það stóð hvað það hét og hvernig það hefði dáið, og í einum klefanum sat maður uppi og ropaði og ég varð svo hrædd að ég hljóp af stað og ætlaði upp, en þá var stiginn horfinn. Ég ætlaði að komast út um glugga, en þegar ég leit við stóð maðurinn fyrir aftan mig og þá varð ég ennþá hræddari, en komst þó frá honum. Þá sá ég glugga og braut rúðuna og komst út og maðurinn á eftir. Þegar ég kom út stóð fólk þar og einn hélt á byssu. Ég þreif byssuna og skaút á manninn þegar hann kom í gluggann en svo vaknaði ég við að ég öskraði af því að það átti að skjóta mig fyrir að skjóta á dauðan mann. Með fyrirfram þökk. Ein klikkuð að norðan. Það er hætt viö að mikil veikindi komi upp innan fjölskyldu þinnar. Einhver vinurþinn mun svíkja þig i tryggðum, og þú verður aö standast miklar freistingar. Einnig verða smáóhöpp á vegi þínum, en þú þarft ekki að hafa áhyggjur vegna þeirra. Svo koma þarna þrjú tákn, sem eru öll fyrirboði hjúskapar, svo ekki ætti að /íða á löngu þar til brúðkaup verður haldið innan fjölskyldu þinnar. 1.TBL. VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.